Mér finnst liggja í augum uppi....

... að ég er alls ekki mamma kattarins okkar hérna ! Fólk má mín vegna kalla sig mömmur, pabba, syni eða dætur gæludýranna sinna, þó mér finnist það alltaf svolítið furðulegt, en kötturinn er svo sannarlega ekki sonur minn og þar af leiðandi er ég alls ekki mamma hans.... Shocking  Bara svo það sé á hreinu ! Þetta er vinnudýr, sem við fengum okkur fyrir nokkrum árum vegna þess að hér voru mýs og þó ég hafi þá verið löngu hætt að nenna að hafa gæludýr inni á heimilinu, þá vildi ég af tvennu illu frekar hafa kött en mýs. Ég þoli ekki hárin af þessum greyjum út um allt og það má kannski segja að það væri þá betra að hafa mýs upp á það til að gera, það ber örugglega minna á því þegar þær eru með  hárlosTounge  Kötturinn, sem heitir Lúkas er fyrir löngu síðan búinn að gera sjálfan sig atvinnulausan, hann var svo afspyrnu duglegur að hreinsa svæðið í upphafi, að það sést ekki ein einasta mús hérna lengur. Á móti kemur að það sést ekki einn einasti fugl hérna heldur, en það er nú líklegast bara kallað fórnarkostnaður. Við eigum samt eitt sameiginlegt kötturinn og ég, við viljum ekki sjá snjó ! Núorðið liggur hann bara á meltunni og mætir inn í eldhús í hvert skipti sem ég fer þangað, vegna þess að hann veit fyrir víst, að við erum alltaf að fá okkur eitthvað miklu betra en það sem hann greyið er látinn éta..... þurrmatur... ekki enn einu sinniW00t Hann er virkilega snyrtilegur fyrir utan það þegar hann er að bíta af sér heilu dúskana og dreifa þeim hérna á gólfin, en ég er nokkuð viss um að það gerir hann til að hefna sín á mér, fyrir slælega frammistöðu í matarmálunum hans og hann veit sem er, að mér finnst alveg afspyrnu leiðinlegt að þrífa. Blandan steinryk, vatn og kattahár er verulega ógeðsleg...... Gangið glöð inn í daginn og klæðið ykkur vel út í hvíta ógeðiðSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Guð, hvað ég myndi vilja getað skrifað eins vel og þú...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.2.2008 kl. 07:25

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn, þú skrifar miklu betur en ég nokkurtímann, ég hef lesið bloggin þín sko

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 07:46

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Hvað er þetta með þig og snjó Það þarf að setja þig í meðferð við þessu. Þetta er það sem koma skal....sjáðu bara í Kína og fleiri stöðum...á endanum verður snjór allstaðar

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.2.2008 kl. 08:33

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júlíus : Er til meðferð við´essu ? ég þangað  Held stundum að ég hafi fæðst í vitlausu landi... lítið hægt að gera við því héðanaf..... 

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 08:39

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Kettirnir mínir kalla mig ekki mömmu, ég er voða fegin

Erna Evudóttir, 5.2.2008 kl. 10:06

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: ég skil það mjög vel, mikið vildi ég sjá svipinn á þér ef þeir færu að æpa MAMMA á eftir þér

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 12:12

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jónína mín. Þú mátt nú ekki ofala köttinn, þá liggur hann bara á meltunni og ef mýs birtast á ný í þínum húsakinnum vaða þær bara yfir hann, þar sem hann er ekkert svangur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.2.2008 kl. 12:15

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf: Hárrétt hjá þér, það væri ferlegt, þá mundi nefnilega spúsi flytja út... Ég ætla ekkert að kjafta því að hann er skíthræddur við mýs, hef alltaf orðað það þannig að hann tekur mýsnar fram yfir konuna sína

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 12:20

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Rottur,mýs, oj bara... . Þær eiga bara að hafa vit á að halda sér utandyra.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.2.2008 kl. 16:52

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm sko mér finnst ekkert fyndið ef þau kvikindi eru að troðast inn hjá mér, ekki treðst ég nokkurntímann inn hjá þeim....

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 17:58

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Kisurnar mínar kalla mig alltaf mömmu,ég segi alltaf við þær,mamma skal gefa ykkur að borða.Svakalega sorglegt að þær eigi ekki pabba,litlu snúllurnar,NOT

Birna Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 20:40

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín þú verður að vera dugleg að finna handa þeim pabba

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 21:49

13 Smámynd: Júdas

Vinkona okkar rakaði sinn kött manstu............Gillettaðu bara kvikindið!

Júdas, 5.2.2008 kl. 22:02

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas þarna kom það, fer í það eins og skot

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 22:09

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svo er hægt að nota ryksuguna,þrælvirkar á mína

Birna Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 23:21

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann Lúkas er svo skíthræddur við ryksuguna, held ég mundi aldrei ná honum... 

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband