Ég er alltaf "fyrirmyndarhúsmóðir"....

... á ÖskudaginnTounge Það er engin hætta á að ég þurfi að standa undir nafni, af því að í dag kemst maður upp með að þykjast vera eitthvað sem maður er ekki.... draugur, Silvía Nótt, kúreki, Solla stirða, Súpermann, prinsessa, indíáni, kokkur eða fyrirmyndarhúsmóðir e.t.c. En ég er ekki í búningi samt, ég á enga svuntu og hef það fyrir stefnu í lífinu að eignast hana ekki, alveg eins og það að ég bóna ekki bíla, moka ekki snjó og fikta ekki við eiturlyf. Það er sannarlega ekki hægt að segja að ég sé stefnulaus í lífinuWink Ég var líka alltaf harðákveðin í að eiga ekki teppabankara, en Birna systir var svo elskuleg að senda mér einn núna fyrir jólin og fyrst ég skrifa þetta núna, þá á ég það líklega á hættu að vera orðin svuntueigandi áður en ég veit af..... svona er það, að hugsa ekki áður en maður talar... skrifar... Blush Ég ætla aldrei þessu vant ekkert að kvarta yfir snjónum, er nú aðeins sáttari við hann þegar hann skammast til að vera til friðs og meðan bætir ekki á. Og þó ég geti átt það á hættu að eyðileggja orðspor mitt sem snjótuðarinn leiðinlegi, þá verð ég að segja að fátt er nú fallegra en snjór í sólskini...... en mér finnst líka allt fallegt í sól.... eða næstum því allt. Annars ættuð þið kannski ekkert að vera að koma hérna inn á síðuna mína, ég held ég sé með ælupest..... Annað hvort það eða ég er ólétt... hahahahahaha ! Sjensinn ! Gangið glöð inn í daginn, ég á stefnumót við fötuSick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Batakveðjur
frá Svíafara.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.2.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Oh Ninna þú ert svo rómantísk svona snemma á morgnana

Erna Evudóttir, 6.2.2008 kl. 08:48

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir það Gunnar minn, ég elska þessa sól

Erna mín, þú þekkir mig svo vel.... rómantíkin aldrei langt frá mér.....

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 09:01

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta kalla ég nú bara bullandi rómantík,afsakið mig meðan ég æli.Svuntan er í smíðum

Birna Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 10:49

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín, ég þarf samúð ekki svuntu.... Asni

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Var of sein að snúa við, var komin inn á síðuna þína. Svo það verður að ráðast hvort ég smitast af þessari pest þinni. Góðan bata.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.2.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Ólöf mín, ég skal reyna eins og ég get að halda þessu bara hjá mér

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 18:21

8 Smámynd: Tiger

Ónæmiskerfi mitt er svo ömulega sterkt að ég fæ sjaldan eða aldrei pestar, ætla að reyna hérna - vantar smá svona "uppírúmiaðkúrameðpest" stund.

Tók þátt í "halloween" eða hrekkjavöku síðastliðið haust í fyrsta skipti. Var staddur á Spáni og hreinlega allur bærinn umturnaðist og breyttist í vampírur, nornig, dauða og djöfla - ég umbreyttist í norn.

Var í kjól  og með slæðu, hatt og netta nornagrímu og sem betur fer þekktist ég ekki - en öskudagurinn er ekki minn dagur - leyfi börnunum að eiga hann hérna heima í friði svo ég sé ekki að hræða þau.

Gangi þér vel á stefnumótinu þínu, megi gumsið fljóta ykkur í hag - ykkur fötunni.

Tiger, 6.2.2008 kl. 19:32

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér kærlega fyrir T.c. og þú mátt fá eins mikið af pestinni minni og þú vilt.... annars er þetta alveg búið núna, stendur alltaf stutt í þau fáu skipti sem ég fæ eitthvað svona ógeð Er til mynd af þér í kjólnum

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 19:40

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Eins og hann sonur minn sagði þegar hann var smá patti.Ég þoli ekki að fá ælu PREST

Birna Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 22:56

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann vissi sem var, elsku litli stubburinn að prestar eru ekkert alltaf skemmtilegir

Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband