Það er til fólk sem ímyndar sér, að það sé svoooo langt að keyra hingað uppeftir í Fjallakofann og ég veit alveg af hverju það er, það eru engin hús við veginn og þú sérð Hlíðarfjallið koma nær og nær, við hvern ekinn metra. Frá Hlíðarbraut og hingað heim á plan eru 1,5 kílómetrar... 1500 metrar. Ef ég fer frá sömu gatnamótum út í Síðuhverfi, þá er það miklu lengra í kílómetrum, en það eru bara svo mörg hús á leiðinni og virðist þá ekki eins langt. Þess vegna velti ég því upp, að vegalengdir séu í raun hugarástand. Ég er sjö mínútur að keyra héðan frá húsinu stystu leið niður í miðbæ, á löglegum hraða og þó ég lendi á rauðu ljósi á öllum ljósunum á leiðinni niður Þingvallastrætið, oft búin að taka tímann á því. Þegar ég bjó á Grenivík, þá fannst mér ekkert tiltökumál að renna í bæinn, það er að segja Akureyrarbæ sko, enda þurfti svo mikið að sækja þangað og að gömlum og góðum sveitasið, notaði maður auðvitað ferðina og heimsótti fólk í leiðinni
En það var sjaldgæfara að fólk kæmi í heimsóknir úteftir enda eru engar stofnanir eða verslanir þarna útfrá, sem fólk þarf eða verður að heimsækja í leiðinni, þannig að það virðist vera miklu lengra þangað. Mér fannst það auðvitað ferlega fúlt á meðan ég bjó þar og gerði óspart grín að kílómetramælum blessaðra malbiksbarnanna, þeir mældu fleiri kílómetra ef ekið var í norður, en ég skyldi þetta samt alveg
Og ég skil þetta ennþá betur í dag og veit alveg að það er miklu lengra þangað úteftir en hingað í bæinn, það er að segja Akureyri sko. Þarna útfrá er fullt af yndislegu fólki, sem mér finnst gott að hitta, en ég hef ekkert haft mig í þá langferð að renna þarna úteftir, samt verið svo heppin að hitta margt af því hér í bænum af því að það er ennþá, miklu styttra hingað en héðan.....
Vegalengdir eru bara hugarástand, ég er búin að sanna það á sjálfri mér, á hávísindalegan hátt ! Gangið kát og hress inn í fínan fimmtudag




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur.
Júlíus Garðar Júlíusson, 7.2.2008 kl. 08:23
Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 08:34
Þegar ég bjó í Keflavík var það mál manna (og mitt líka) að Keflvíkingum þætti ekki stórmál að aka þennan spotta til Borgar Óttans,það heyrði hins vegar til undantekninga að ættingjarnir í Reykjavík, treystu sér í langferðina til Kefl.
Merkilegur skolli.
Njóttu dagsins þó hér í RVK sjáist vart á milli húsa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 08:43
Takk heillin, reyndu að láta þér líða vel í skítaveðrinu
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 08:52
Ég hef alltaf sagt það,vegalengdir eeeeeru hugarástand
Birna Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 09:12
Birna mín, þú varst nú samt ekkert með bilaðan kílómetramæli í den, þú varst langduglegust að heimsækja mig, ég man það vel
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 09:30
Birna Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 10:23
Það lagaðist nú.... fyrir rest, þegar rafið komst aftur á á efri hæðinni hjá henni og ljósið kviknaði aftur
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 10:26
Og þá var nú hægt að ganga í hálermabolum,í den tid
Er Lubba nokkuð farin,á vit feðra sinna.Þá á ég við mömmu hans Lilla?
Birna Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 10:46
Ég held alveg örugglega að Lubba Lillamamma sér ennþá hérna megin grafar, vona að ég sé ekki að ljúga upp á hana
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 11:03
Hæ kæra systir, já þú segir nokkuð með þessar vegalengdir, er ekki örugglega lengra frá þér til mín?? Bara að spá í hvort þú værir lokuð þarna inni? Væri ekki gott að fá sér smá sopa saman fljótlega??
Kveðjur úr sveitinni (Kristnesi)
Auja sys
Auja sys (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:07
Hæ dúllan mín, jú núna er ég lokuð inni hérna fyrir ofan snjóflóðavarnir, eins og Birna systir segir
Alltaf á leiðinni elskan, en vegalengdirnar þú veist.....
Líka brjálað að gera erum búin að taka inn hitaveituna og núna erum við að brjóta upp steingólfið til að koma affallinu í burtu, það klárast passlega um helgina og ég byrja svo í kvöldvinnunni á mánudag
Og auðvitað er miklu lengra til þín en til mín !
Love úr fjallinu í vitlausu veðri
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.