Af fólki.......

Ég legg yfirleitt ekki í vana minn að blogga um fréttir og er ekkert að fara að breyta því, er líklega allt of sjálfhverf til þess..... En áðan las ég frétt um fólkið í Laufási, prestsetrinu í Grýtubakkahreppi, minni gömlu sveit. Presturinn er dáinn, hann Pétur, einn mannlegasti prestur sem ég hef kynnst og það er mikið hól frá mér um prest. Ég hef alltaf haldið því fram og stend við það að konan hans hún Inga, var og er að Pétri heitnum algerlega ólöstuðum, alltaf meira en helmingurinn af öllu þarna, ég held það sé ekkert sem sú kona getur ekki gert. Annar sonur þeirra byggði sér hús á jörðinni og er þar með stórt fjárbú, en er nú gert að flytja húsið í burtu, samkvæmt þeim samningum sem voru gerðir þegar hann fékk að byggja þar í upphafi. Sem sagt þegar nýr prestur tæki við, yrði hann að fara í burtu með húsið og nú er komið að því, en þá eru allir og hann líka, algerlega á móti því að hann flytji vegna þess að þá þarf hann líklega bara að hætta búskap. En... æi, var það ekki vitað í upphafi að prestsetur erfast ekki til barna prestsins... í þessu tilviki bara því miður, vegna þess að jörðin Laufás hefur verið rifin rækilega upp í höndunum á þessari fjölskyldu. Ég hefði aldrei lagt á mig alla þessa vinnu við það, einmitt vegna þess að það var alltaf augljóst, að þau mundu ekki fá að halda jörðinni þegar presturinn væri ekki lengur til staðar. Jörðin fylgir algerlega og eingöngu prestsembættinu og einu þakkirnar sem þau fá fyrir að byggja allt upp þarna eru, að þau verða að flytja í burtu. Mér finnst þetta í raun svolítið vandræðalegt mál... Það gekk nýlega undirskriftarlisti í sveitinni til stuðnings prestssyni og ef ég byggi þar ennþá, þá hefði ég svo sannarlega skrifað á hann ! Það er kominn föstudagur, njótið hansSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ég er svo innilega sammála þér og stend 100% með þeim í Laufási. Ég held að það ætti að safna undirskriftum fyrir þau annarstaðar líka....ég er til í það.

Júlíus Garðar Júlíusson, 8.2.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Undarlegt mál

Birna Dúadóttir, 8.2.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég er sammála þér Jónína um ágæti fólksins í Laufási. En samkvæmt þeim samningi er Þórarinn  gerði mátti hann búast við að þurfa að fara þaðan með húsið og sinn bústofn. Það er nú dálítil áhætta á að byggja upp bú sitt á þeim forsemdum. Þetta er mjög erfitt mál.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Prestsetur getur aldrei orðið annað, og þau gæði sem þeim fylgja gerir oft aumustu brauð eftirsóknarverð og verður til þess að HÆFIR prestar fást á staði sem þeir annars litu ekki við, svo er hitt að allan tímann var vitað hvað í því fólst að reka þarna búskap.  Það sem er erfitt við þetta, er að þessum kafla í lífi þessarar fjölskyldu er lokið, sem byggðist á mjög áheyrilegum jarðbundnum presti- frá mínum bæjardyrum séð.

Björn Finnbogason, 9.2.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Júdas

Ég verð nú að taka undir það að þetta var fyrirsjáanlegt og algjörlega í takt við gerða samninga.  af hverju kemur þetta fólki þá svona á óvart?  Hefur ekkert með gæði ábúenda að gera og alls ekki verið að kasta þá nokkurn mann rýrð.

Júdas, 10.2.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband