Allir mínir, nær og fjær :

Góðan og blessaðan mánudag ! Þá er það frá og ekki mikið meira um það að segja..... Smile Íbúðin okkar hérna í Fjallakofanum er hægt og rólega að breytast aftur í mannabústað, en mjööög hægt og alls ekkert stress í gangi í þeim tilfæringum, enda stress sagt afar óhollt. Ég er verulega flink að finna alls konar afsakanir fyrir letinni í mér og þetta er ein af þeim ! En af einhverjum furðulegum ástæðum er ég alltaf duglegri hérna heima, þá vikuna sem ég vinn líka kvöldvinnuna og þá á ég erfitt með að stoppa, sem er afskaplega fínt fyrir það sem gera þarf hérna, en ábyggilega alveg bráðóhollt... er ég viss um... Wink  Það er 5 stiga hiti í dag og að venju líkist okkar yndislega íslenska veðrátta, heilastarfseminni í brjálæðingi eða ástandinu í borgarstjórnarmálunum í höfuðborginni, ekki nokkurt einasta vit í því... En það er þó ekki tilbreytingaleysinu fyrir að fara, sem er stundum gott. Við eigum þessa fínu kerru hérna úti og hún er að fyllast af alls konar drasli, sem þarf svo að fara með og flokka í gámana hérna niðurfrá. Okkur fannst við svo sannarlega hafa himinn höndum tekið á laugardaginn, þegar maður vildi fá hana lánaða og héldum að þarna væri komin aðferðin til að auka okkur leti og sleppa sjálf við að losa hana. Meðan við þurftum á því að halda að fá lánaða kerru, kom stundum  fyrir að við þurftum að losa sjálf, til að geta notað hana og fannst það allt í lagi, bara svona sem "takk fyrir lánið". En þessi ágæti maður var þá ekki ferskari en það að hann kom uppeftir, sá að það var eitt rúm og smá möl á kerrunni og þurfti þá allt í einu, bara alls ekkert á kerru að halda.... hann um þaðLoL  Við höldum þá bara áfram að safna á hana þangað til einhver þarf virkilega á henni að halda eða við bara losum hana sjálf við tækifæri. Þetta orð þarna "við" lesist: "spúsi", hann fær nú trúlega að hafa heiðurinn af því, á meðan ég er að vinna Tounge  Njótið dagsins í alls konar veðriSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 11.2.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að íbúðin er að komast í lag. Njóttu dagsins.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.2.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Ólöf

Jónína Dúadóttir, 11.2.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Takk fyrir að lesa bullið mitt

Heiður Helgadóttir, 11.2.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband