Töfraorðið ;-)

Ef þú vilt að ég geri ekki það sem þig langar að ég geri, skipaðu mér þá að gera eitthvað... og ég geri það alls ekki. Ef þú vilt hins vegar að ég geri eitthvað fyrir þig, bættu þá einu litlu orði fyrir framan og það eru miklar líkur á að ég geri það sem þú biður mig um. Af því að töluð orð skipta svo gífurlega miklu máli í samskiptum fólks.... og þarna var ég að enda við að finna upp hjólið !Wink  Ég get sagt við hundinn minn, ef ég ætti hann : "Komdu þarna ljóta helvítis kvikindið þitt og drullastu til að gegna" og hann kemur, ef ég bara segi það blíðlega. Ég get líka öskrað reiðilega á hann : "Komdu þarna yndislegi hundur, ég ætla að vera ofsalega góð við þig og gefa þér uppáhaldsnammið þitt" og hann kemur ekki.... hann skilur bara róminn, ekki orðin. En af því að ég hef nú þann hæfileika, fram yfir ímyndaða hundinn minn að skilja orðin, þá virka ég bara alls ekki, ef réttu orðin eru ekki notuð við mig. Ég snýst algerlega við innan í húðinni þegar fólk reynir að skipa mér fyrir verkum, hef alltaf verið þannig og það er sjálfsagt ekki nógu gott, en það verður bara að hafa það, þetta er ég og ég er svona. Finndu handa mér "eitthvað" og það finnst aldrei..... "Töfraorðið" finna handa mér "eitthvað" og það finnst eins og skot.... Farðu, gerðu, komdu, láttu... bíð stundum eftir að komi líka sittu, stattu... allar þessar skipanir virka á mig eins og rauð dula á geðvont naut og ég sit sem fastast ! Og mér er alveg sama hver á í hlut, svo framarlega sem viðkomandi er orðinn fullorðin/n og hefur verið í íslenskunámi frá því í vöggu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þá á ekki að þurfa að segja fullorðnu fólki svona einfaldar staðreyndir, en það þarf samt allt of oft og töfraorðið ? Það er bara 5 stafir, einfalt og auðvelt í notkun... það er orðið: "Viltu" ! Njótið dagsins og gegnið því ! Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sammála þér í þessu.Algerlega furðulegt að fólk skuli yfirleitt reyna að skipa manni fyrir eins og það myndi tala við hundinn sinn.Og sumir reyna aftur og aftur,kunna kannski ekki betur,greyin

Birna Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nákvæmlega...

Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég held nú að flestir séu sammála um þetta.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.2.2008 kl. 11:46

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ninna sestu niður og stattu upp og færðu þig og sestu svo aftur niður,núna

Birna Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 11:59

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Gunnar, sem betur fer langflestir

Birna : Nei 

Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Tiger

Hey, nei sko...

Ég er ekki sammála - ég vil að mér sé gegnt þegar ég skipa fyrir ---> NOT.

Jú, það er mikið til í þessu og alltof oft sem fólk hreinlega kann sig ekki og hefur ekki hundsvit á mannlegum samskiptum. Skipanir eiga ekki heima í venjulegum samskiptum manna, eiga í mesta lagi heima í hernum eða álíka stöðum þar sem agi þarf að vera til að hlutirnir gangi upp. Takk fyrir mig.

Tiger, 12.2.2008 kl. 12:13

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góð byrjun...

Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 12:19

8 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég reyni að koma fram við aðra eins og að ég vil að sé komið fram við mig. Engar skipanir takk

Heiður Helgadóttir, 12.2.2008 kl. 14:33

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi Helga : Mjög heilbrigt viðhorf

Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 15:17

10 identicon

En oftar en ekki er fólk svo sljótt og skylningslaust að það þýðir ekkert annað en að gefa því beina skipanir. Svo er sumt fólk svo tregt, að þó maður sé búin að byðja það að gera eitthvað, redda einhverju, finna eitthvað fyrir mann eða bara hvað sem er, þá bara man það bar ekki, gleymdi því, ...eða bara "æi er þetta nú endilega nauðsynlegt"   eða, þarf ég endilega að gera þetta,  semsagt að reyna að koma sér undan verkinu, þá dugir ekkert annað en strangur heragi, hreina og beina skipanir, og ekkert annað. Og það eins og öskrandi naut... já eða ljón.!!  Ekki satt.

Litla systir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:19

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er greinilega ekki litla systir mín

Jónína Dúadóttir, 13.2.2008 kl. 06:02

12 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

"Viltu"! Það er orðið sem nota á. en ekki,  gerðu, farðu, vertu, stattu, sittu og svo framvegir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband