Valentínus..... hvað ?

Algerlega væri ég nú heillum horfin og sæmilega snarklikkuð í kollinum, ef mér dytti eitt andartak í hug, að ég fengi blóm eða eitthvað annað sætt í dag, frekar en einhverja aðra dagaLoL  Samt hef ég ekkert á móti því að fólk haldi upp á Valentínusardag eða konudag eða hvað svo sem það vill gera. Sumir eru þannig að það þarf að ýta undir og minna á, að til er ástvinur sem hefði kannski ofsalega gaman af að fá af og til, eitthvað huggulegt og þá koma þessir dagar í góðar þarfir. Einhverjir eru þannig að þeir þurfa enga sérstaka daga til að láta minna sig á, en hljóma ég bara eins og bitur gömul kelling, þegar ég held því fram að ég held þeir séu miklu færri ? Líka eru til þeir sem vilja ekkert með þessa daga hafa, stimpla þá sem örgustu vitleysu og segjast ekki þurfa að láta minna sig á neitt svoleiðis.... en samt gerist aldrei neitt. Og enn ein tegundin, sem kemur heim og segir : "Æi ég ætlaði að gefa þér blóm, en ég var bara kominn framhjá blómabúðinni áður en ég vissi af".... eða... "mundi það ekki fyrr en ég lagði bílnum hérna heima á planinu"... eða ... "bara fann allt í einu enga einustu blómabúð"... Og svo þetta hérna sígilda : "Ég var að hugsa um að færa þér blóm"..... og svo er beðið í þögn eftir svarinu sem á þá að vera eitthvað eins og : " Ó elskan en sætt af þér, það er allt í lagi þó þú hafir ekki keypt þau, það er sko hugsunin sem gildir". Jæja... ég hallast nú frekar að því, að hafa setninguna : "En sætt, hvar eru þau" ? Devil Spúsi minn er nú kannski ekki alveg rómatískasta dúllan í öllum heiminum, en ég er samt búin að fá ótal marga blómvendi frá honum.... í huganumTounge  Verið góð við hvort annað í dag, sem og alla aðra daga og ef það nýtist einhverjum að hafa svona daga til að muna eftir einhverjum sætlegheitum, þá er það bara hið besta málSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Júlíus Garðar Júlíusson, 14.2.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Erna Evudóttir

 Sendi þér líka blóm í huganum

Erna Evudóttir, 14.2.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júlíus : Ég veit þér finnst þetta rómó færsla hjá mér

Erna : Takk fyrir blómin dúllan mín, þau eru komin

Jónína Dúadóttir, 14.2.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Átján rauðar rósir fyrir þig í huganum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.2.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Ólöf mín, þú ert æði

Jónína Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 05:48

6 Smámynd: Júdas

Ég segi blóm án tilefnis á þeirri stundu sem manni allt í einu langar til að gefa blóm.  Ekki þegar það er auglýst út um allt og skylda að gefa þau.  Hallærislegir dagar!! 

Júdas, 15.2.2008 kl. 07:48

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ok

Jónína Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 07:52

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hahahahahahahaha kannast við þetta... því miður

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband