KISS aðferðin.....

... finnst mér stundum vera svolítið vanmetin hugmyndafræði, rétt eins og soðinn fiskur er vanmetin fæða. Keep it simple and stupid, virkar fínt fyrir mig...... Stundum gat ég alveg hugsað mér að hafa verið uppi fyrir 100 eða 200 árum síðan, þá var lífið líklega frekar einfalt og heimskulegt... miðað við flest í dag. En þá varð mér hugsað til húsmæðranna með kannski 14 börn, húsnæðið pínulítil moldarhrúga og ekki til neitt til að gera hlutina með.... engin fyrirhafnarlaus upphitun, ljós eða eldunaraðstaða, engin þvottavél önnur en ískaldur lækurinn og grjótið, engin matur eða föt á börnin, sem oft dóu í hrönnum... engir skólar eða vegir, engin uppþvottavél nema hundarnir sem sleiktu innan askana, lítil eða jafnvel engin læknisaðstoð, bara myrkur á myrkur ofan.... svona má lengi telja.... Og svo kirkjan sem gerði illt ennþá verra....

Ég bý í fínu húsi og kvarta yfir því að hér er svolítið steinryk... er í góðri vinnu á ágætis kaupi.... á þrjú börn sem alltaf hafa haft allt til alls... ég styð á takka til að fá ljós og kveikja á eldavélinni og hitinn kemur í leiðslum inn á ofnana mína, án þess að ég þurfi að hafa nokkuð fyrir því... ég er með öll hugsanleg og óhugsanleg tæki til að láta vinna húsverkin fyrir mig og það er búið að byggja handa mér vegi og skóla, það er til fullt af læknum og sjúkrahúsum, eins og hver vill.... og ef ég vil ekki taka mark á eða hlusta á prestana, þá bara þarf ég þess ekki..... þeir ráða ekki yfir mér... Og allt þetta finnst mér svo sjálfsagt og fer í kremju ef uppþvottavélin bilar eða bíllinn fer ekki í gang...  og svona má lengi telja...

Ég hefði ekkert virkað almennilega fyrir 200 árum.... kannski bara verið brennd á báli, í nafni trúarinnar... hefði nefnilega viljað eiga eitthvert val.... En KISS aðferðin er samt ekkert svo vitlaus... bara í sambandi við eitthvað allt annað.... og soðinn fiskur er fínn matur. Njótum dagsins og munum hvað við höfum það í rauninni svona í aðalatriðum, bara fjandi gott... við höfum val....Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína mín.  Af hverju þessa jákvæðni í dag?

Júdas, 15.2.2008 kl. 07:50

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað ert´að meina drengur, er ég ekki alltaf jákvæð ???

Jónína Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 07:54

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 08:03

4 Smámynd: Loopman

Halló Jónína. Ég sá þessa bloggfærslu núna í morgunsárið og las með áhuga, en ég gat ekki annað en skellt uppúr þegar ég las skilgreiningu þina á KISS aðferðinni. Þar gætir smá misskilnings hjá þér. Eins og þú orðar það "Keep it simple and stupid". HAHHAHA. Snilld. En Kiss stendur fyrir Keep it Simple, Stupid. Og merkir, Hafðu það einfalt asninn þinn, til að minn þig á að hafa hlutina einfalda. Ef þú gerir hlutina heimska, þá verða þeir ja... heimskir. Eins og annar snillingur sagði Stupid is as stupid does.

Loopman, 15.2.2008 kl. 08:35

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mér datt í hug ein ágæt setning,sem ein ágæt kona sagði hérna  fyrir allmörgum árum.Maðurinn hennar var eitthvað að tuða um að hún þyrfti ekki þetta og hitt(sem voru td eðlileg heimilistæki)konurnar í gamla daga hefðu ekki átt hitt og þetta.Þá sagði þessi ágæta kona"sjáðu til,þær eru líka allar dauðar"Þessi kona sem um ræðir heitir Jónína

Birna Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 08:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Halló Mr. eða Mrs. Loopmann, þetta er mín þýðing á KISS aðferðinni, ætti líklega að hafa A- ið með, það er bara ekki eins flott

Birna mín, ég var búin að gleyma þessu, en verulega snjallt er það ekki

Jónína Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 08:54

7 Smámynd: Loopman

Mr Loopman hér. Ef þetta er þín þýðing á aðferðinni, þá hefði kannski verið betra fyrir þig að KISS aðferðina, Keep it simple, stupid. Nú lítur þetta út fyrir að vera allt of flókið og það sem verra er, frekar heimskulegt.

Loopman, 15.2.2008 kl. 09:04

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ööö Loopman,flækja þetta DAAAH

Birna Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 09:10

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér er nú eiginlega bara alveg sama hvað Loopmann vill gera úr þessu

Jónína Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 09:44

10 Smámynd: Loopman

Ég vil ekki gera neitt, mér finnst þetta alveg stórskemmtilegt eins og það er. Keep it up....

Loopman, 15.2.2008 kl. 09:48

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi takk fyrir Mr. Loopmann

Jónína Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 09:52

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætla muna eftir KISS aðferðinni...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 21:48

13 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Fiskur er nú ágæt fæða, en soðin bara ef hann er þá notaður í plokkfisk.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband