Það er allt til.....

Sumt gamalt fólk er svo nískt að það er bara fyndið og ekkert annað. Einu sinni vann ég í tvö ár hjá áttræðri konu, hún var orðin svo hrum að hún hreyfði sig ekkert nema með göngugrindina. Hún bjó í sinni eigin stóru, fjögurra herbergja íbúð og leigði skólakrökkum tvö herbergi. Seinna komst ég svo að því, að hún átti 3 aðrar íbúðir úti í bæ sem hún leigði útWink Klósettið var bilað allan tímann, það var ekki hægt að sturta niður, en sú gamla lagði það á sig að halla sér yfir baðkarið og láta  renna í fötu, sem hún svo hellti úr í klósettið. Píparar voru svo dýrir og hún er örugglega ekkert búin að fyrirgefa mér það ennþá, að ég neitaði alfarið að koma nálægt því að reyna að gera við klósettið fyrir hanaTounge Á eldhúsinu, sem var upprunalegt frá því um 1950, voru dúkflísar og það mátti alls ekki ryksuga yfir gólfið, þær gætu losnað ! Ein var laus og hún skammaði mig í hvert skipti sem ég kom, fyrir að hafa ekki með mér lím til að festa hana með. Það var svipað með sjónvarpið, það hafði bilað nokkrum árum áður og ég var ekki hátt skrifuð hjá henni, fyrir að geta ekki gert við það. Henni fannst ég vera á svo svívirðilega háu kaupi, hún hélt  í alvöru, að það sem hún borgaði fyrir þjónustuna, væri kaupið mitt og svo gat ég varla nokkuð og kunni ennþá minnaGrin Hún bauð mér nú alltaf kaffi þegar ég var búin að þrífa hjá henni, en tímdi ekki að hita vatnið í það, tók það bara úr heita krananum og ég mátti fá eina pínulitla teskeið af skyndikaffi út í það, síðan hef ég hvergi séð svona svakalega litlar teskeiðar. Hún átti bara léttmjólk og svei mér ef hún drýgði hana ekki með vatni, kaffið litaðist varla þegar ég hellti henni íTounge  Á borðinu voru 3 litlar krukkur, í einni var kandíssalli, í annarri voru súkkulaðidropar, gráir af elli og í þriðju var minni gerðin af sykurmolum, sem var svo búið að skipta í tvennt. Ég mátti fá eitt af einhverju af þessu, alls ekki eitt af hverjuLoL   Ég hefði sjálfsagt getað látið þetta fara í pirrurnar á mér, en mér fannst þetta bara svo skondið ! Gangið glöð inn í nýja vinnuviku og verið góð við gamla fólkiðSmile   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ. Þetta held ég sé ekkert einsdæmi. Ein af eldgamla skólanum

Rafn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alls ekki einsdæmi, bara eitt dæmi

Jónína Dúadóttir, 18.2.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Tiger

  Alltaf jafn dásamlegt að standa í snúningum fyrir gamla fólkið okkar - það getur alltaf komið á óvart og hættir aldrei að minna mann á það hve ólík gamla kynslóðin er þeirri sem nú er að vaxa upp... þau gátu allt en við getum eiginlega ekki nema eitt - eða jafnvel ekki neitt.

Þú hefur hérna eina af þeim allra sérvitrustu sýnist mér - frábært hjá þér að taka henni létt og láta - svona tilætlunarsemi eins og hennar - ekki pirra þig. Þetta var skemmtilegt að lesa, takk fyrir mig.

  

Tiger, 18.2.2008 kl. 14:40

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Tigercopper

Jónína Dúadóttir, 18.2.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég þekki nokkrar svona eldri,sparsamar konur.Alveg eðal

Birna Dúadóttir, 18.2.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst þetta smá krúttalegt og fallegt af kerlingunni að hugsa um erfingjana.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2008 kl. 16:01

7 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 18.2.2008 kl. 16:52

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Greinilega leiðinda líf hjá þessari gömlu konu.Vonandi eru ekki margar til svona.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:07

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ó nei Ólöf mín, þessi er ein af fáum sem betur fer Ég er ekki viss um að þolinmæðin mín mundi endast í margar svona....

Jónína Dúadóttir, 19.2.2008 kl. 06:13

10 Smámynd: Júdas

Þetta er skondið............eins gott að passa sig í einverunni!  Ég drýgði mjólk í gær með vatni!

Júdas, 19.2.2008 kl. 07:41

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú sleppur enn sem komið er fyrir horn væni minn, af því að það var mjólk en ekki léttmjólk

Jónína Dúadóttir, 19.2.2008 kl. 07:48

12 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 Góð hugmynd með heita vatnið hjá gömlu konunni, hún hefur sparað mikinn straum, ég er nú svolítið hissa á þér að líma ekki ekki flísina fyrir hana, eins hefði nú ekki verið mikið mál fyrir þig að redda sjónvarpinu, varstu ekki á fullu kaupi

Heiður Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 21:28

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband