.... er að fara út með góðan slurk af nýja heita vatninu okkar og þvo gluggana á húsinu að utan... af því að annars held ég alltaf að það sé svo ömurlegt veður þegar ég lít út.... þoka og lágskýjað....
Þegar ég fór í sturtu í fyrsta skipti eftir að við fengum hitaveituna um daginn, brá mér allverulega og hélt smástund að ég mundi drukkna ! Ég skrúfaði auðvitað fullt frá, eins og alltaf varð að gera áður, einfaldlega í þeim tilgangi að ná að blotna undir sturtunni, en núna var svo mikill kraftur á vatninu þegar ég fór undir bununa að ég hálfrotaðist og hentist í skelfingu til baka, út á gólf... ég brenndi mig nefnilega í leiðinni...
Fljótlega eftir að við fluttum hingað, fyrir um 7 árum síðan, tókum við eftir því að það vantaði allan kraft á vatnið í öllu húsinu. Það var ekki fræðilegur möguleiki að ætla að hafa vatnsdreifara til að vökva lóðina, hann bara snerist ekki og ef ég var í sturtu og einhverjum varð á að hala niður úr klósetti einhversstaðar í húsinu, þá minnkaði vatnið í sturtunni um 3/4... Ekki huggulegt, svo ég hringdi í Norðurorku og kvartaði yfir skorti á vatni og þeir skokkuðu samstundis upp í fjall og settu bara allt á fullt í lindinni sem við fáum vatnið úr...
Öllu má nú náttúrulega ofgera, enda sprakk strax einhver þrýstiloki inni í vatnskompunni, sem í dag heitir auðvitað hitakompa og það fór allt á flot ! En fyrir einskæra tilviljun, vissi ég hvar vatnsinntakið var og gat lokað fyrir og hringdi aftur í Norðurorku og kvartaði og í það skiptið yfir því að það væri alltof andsk... mikið af vatni ! Þá skokkuðu þeir aftur, lafmóðir, upp í fjall og skrúfuðu fyrir hálfan bæinn skyldist mér, bara út af fjandans frekjunni í mér alltaf
Jæja, en auðvitað redduðu þeir þessu öllu, þessar elskur og eftir það var þetta alveg í sæmilegu lagi. Lífið er ljúúúúft.... Njótið dagsins





Flokkur: Bloggar | 19.2.2008 | 07:44 (breytt kl. 07:50) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eyddu því ekki öllu í einu
Birna Dúadóttir, 19.2.2008 kl. 09:13
Verð að standa svolítið á mínu eigin skotti til að muna það
Jónína Dúadóttir, 19.2.2008 kl. 09:31
Ég er voða fegin að þú stendur ekki á skottinu á Jóa, nei kettinum
Erna Evudóttir, 19.2.2008 kl. 14:01
Fáðu þér hitastillir á kranana svo þú skaðbrenni þig ekki.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:46
Guð sé lof að þú áttir ekki heima í New York
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.2.2008 kl. 18:48
Ég stend alltaf á skottinu á Jóa... nei, kettinum annað slagið
Það er hitastillir á sturtunni, ég er bara svo óvön.....
New York Gunnar ?
Jónína Dúadóttir, 19.2.2008 kl. 20:11
Voðalegar öfgar eru þetta alltaf í Akureyringum. Fyrst ekkert og svo allt, nú og svo vilja þeir ekki salt! Er hægt að gera þeim til geðs?
Júdas, 19.2.2008 kl. 23:00
Tiger, 20.2.2008 kl. 02:46
Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 06:46
Birna Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.