Óborganlegur gjaldkeri ;-)

Við spúsi erum í árshátíðarnefnd í félagi, sem við gengum í fyrir um 2 árum og með okkur í nefndinni eru 2 konur og ungur strákur, hresst fólk með hlutina á hreinu. Hlutverk árshátíðarnefndar er  auðvitað að sjá um að ákveða matseðil og panta mat, ljósrita söngbækur, sjá um auglýsingar, selja miðana, finna veislustjóra, leggja á borðin, skreyta salinn og eitthvað fleira sem til fellur. Alls ekki flókið, en þetta  ætlar samt ekkert að ganga þrautalaust fyrir sig og það er ekki vegna þess að nefndin stendur sig ekki, nei, nei, það er gjaldkeri félagsins sem er stíflan í ánni.... það má segja að hann sé alveg óborganlegurLoL Hann er búinn að vera afskaplega einráður í gjaldkerastarfinu, árum saman og það bara leggur enginn í að bjóða sig fram á móti honum á aðalfundum, mér skilst hann hóti þá að hætta í félaginu.... bömmerDevil  Hlutverk þessa félags er alls ekki að safna peningum og liggja á þeim, þetta er ekki tryggingafélag eða banki, þetta er félagskapur áhugafólks um tónlist, fólks sem hefur gaman af að skemmta sér saman og hafa gaman. En það er bara ekkert gaman að þurfa að eiga við gjaldkerann ógurlega, hann lætur eins og hann þurfi að borga allt úr eigin vasa og eigi á hættu að deyja úr hungri og vosbúð, ef eitthvað er keypt í þágu félagsins. Nú ætlar hann sjálfur að ákveða matseðil og panta matinn og prenta út söngbækurnar og nefndin, sem til þess var kosin á ekkert að fá að koma  nálægt því.....en hann er nú samt ekki ennþá búinn að taka að sér að leggja á borðin og allt hittTounge   Nefndin áætlar að kalla hann á fund og taka af honum hausinn... nei ég meina völdin.... ahh... ekki alveg viss um hvort heldur erWink  Það er fjör á Fróni og lífið er sko ennþá ljúúúuft (fer að útskýra það fljótlega af hverju ég er svona ýkt í ljúúúúfinu) Smile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína mín.

Júdas, 20.2.2008 kl. 07:46

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Júdas minn

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 08:07

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Komið þið ævinlega sæl og blessuð bæði tvö

Birna Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 08:38

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Komd þú margsæl og innilega blessuð heillin góð

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 08:53

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt og vill samtímis bara segja að það er alltaf jafn gaman að lesa það sem þú skrifar...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 10:03

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Þér eruð semsagt algjör partýpingla inn við beinið

Erna Evudóttir, 20.2.2008 kl. 13:23

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Party animals,Ninna og Jói,veit svei mér ekki hvar þetta endar hjá þeim

Birna Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 13:37

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Gunnar minn

Þið hinar... þið eruð vitleysingar

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 15:06

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Bentu honum á að lesa bloggið þitt hann opnar kannski peningaskápinn eftir lesturinn

Heiður Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 21:30

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 22:31

11 Smámynd: Unnur R. H.

, en skrýtið, ég er í félagi þar sem gjaldkerinn lét akkurat sonna, átti ein um að úthluta..Mikið er gott að vera bara áhorfandi

Unnur R. H., 20.2.2008 kl. 22:48

12 Smámynd: Björn Finnbogason

pantið þið bara allt draslið og látið senda honum reikninginn:-).  Ekki blanda honum í þetta fyrir fimmaur,- þeir voru sko til einu sinni að mér skilsten orðið langt síðan!

Björn Finnbogason, 20.2.2008 kl. 23:36

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband