Að kunna að þegja....

... yfir því sem manni er trúað fyrir, er að mínu mati ofsalega mikilvægt. Ekki bara fyrir þann sem trúir mér fyrir einhverju, heldur líka fyrir sjálfa mig, mér er nefnilega nokkuð sama hvað öðrum finnst um mig, en mér er alls ekki sama hvað mér finnst um mig. Ef ég segi einhverjum eitthvað með orðunum: "Ég treysti því algerlega að þú segir engum frá þessu" og viðkomandi svarar: "Ég lofa að segja þetta ekki nokkrum manni" þá skil ég það þannig að viðkomandi ætli að geyma það hjá sér og segja það engum ! En svo frétti ég skömmu seinna frá allt öðrum, það sem ég hafði verið að segja... Við skulum staldra aðeins við þarna.... hafði ég eitthvað misskilið setninguna :"Ég lofa að segja það ekki nokkrum manni"? Er það hægt? Nei, mér tekst alls ekki að skilja hana á neinn hátt öðruvísi en hún er sögð... Skýringin á kjafthættinum : Ég sagði nú ekki mörgum það, bara nánustu ættingjum mínum.... arg... Ég hef sjálf sagt frá því sem ekki átti að fréttast, því miður, en það hefur ekkert með það að gera að ég geti ekki þagað yfir því sem mér er trúað fyrir. Það er bara vegna þess að ég er svo sorglega fattlaus og fatta þá ekki hvað ég er vitlaus.... mér líður ennþá illa yfir þessum atvikum,  þegar ég hugsa til baka.... En ef nú ég og viðmælandi minn, erum sammála um og tökum þá ákvörðun í sameiningu, að segja bara alls engum frá einhverju, þá er ég ennþá líklegri til að treysta því að það fari ekki lengra ! En stundum er það ekki hægt heldur og ég er svo fattlaus að taka ekki eitt með í dæmið og það er "nauðsynlegtaðgetasagteinhverjarnýjarfréttirgenið"ég bara hef það  ekki og vara mig aldrei á þeim sem hafa það.... Ég verð bara sár þegar þetta helv... gen poppar upp, í stað þess að nota mér það og segja bara frá því sem ég vil að fréttist, en engu öðru... En, lífið er samt ljúúúúft, njótið þessSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skammarlegt gen þetta,nagsenfg gen

Birna Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fín stytting á þessu leiðindageni

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 08:33

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 08:37

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Veit Kári af því hvað þið eruð klárar í genunum? Ef þetta vittnaðist myndi hann nú örugglega bjóða ykkur vinnu

Erna Evudóttir, 21.2.2008 kl. 09:10

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyrðu, hann bara vill ekki borga okkur nógu hátt kaup

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 09:12

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 09:17

7 Smámynd: Tiger

  Er ekki bara málið að senda Kára á fjöll á meðan þú yfirtekur genaverksmiðjuna hans og kemur nýja geninu í umferð. Myndir stórgræða og Kári myndi gera þig að meðeiganda í þakklætisskyni fyrir hjálpina við að koma honum í form, kökugenaform.

Tiger, 21.2.2008 kl. 13:08

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 15:32

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þegar fólk spyr mig hvort það megi seigja mér leyndarmál þá segi ég.. nei!
Ég er svo utan við mig stundum (oftast) að ég á erfitt með að muna hvað sé leyndó og hvað ekki... betra að vera heiðalegur og segja NEI

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.2.2008 kl. 19:13

10 identicon

Alltaf gaman að segja frá einhverju trúnaðarleyndamáli sem manni er trúað fyrir.

Litla systir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 07:08

11 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Leyndarmálum má maður ekki trúa neinum fyrir.

Heiður Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband