Hinn rammíslenski konudagur....

... er runninn upp. Til hamingju allar konur ! Við hittum rússneskan kunningja okkar á Glerártorgi í gær og nú veit ég að konudagurinn í Rússlandi er 8. mars og í gær var þar dagur allra karlmanna og þeir halda upp á daginn með því að drekka vodka...... eini dagurinn sem þeir gera það ?Wink Við fórum í leikhúsið í gærkvöldi, á Fló á skinni og skemmtum okkur alveg ágætlega. Þar hitti ég meðal annarra marga fyrrum sveitunga mína, þar búsetta sem og brottflutta, suma hef ég bara ekki séð áratugum saman. Það var gaman að hitta þau öll og minnti mig enn einu sinni á, að þetta fólk er  alveg þess virði að gera sér ferð þarna úteftir, þó það sé sannarlega alls ekki "í leiðinni". Læt verða af því einhvern daginn, þegar vel liggur á mér....Tounge

Ég fæ stundum skammir fyrir að vera of varkár... þegi t.d. frekar en að eiga á hættu að særa og það er alveg rétt. Það er erfitt að rífast við mig og ef ég reiðist, sem gerist um það bil einu sinni á ári, þá vil ég fara afsíðis og ná mér niður, áður en ég opna munninn og það hef ég vanið mig á, af því að ég er oft allt of fljótfær og hugsa ekkert alltaf of mikið, áður en ég talaBlush Með betri dæmum um það, er þegar gamla konan skammaði mig fyrir að strauja dúkana hennar ekki nógu vel.... það var saumað í þá með ullargarni og það hafði hlaupið þannig að dúkarnir voru alltaf í hálfgerðri kryppu, alveg sama hvernig ég barðist um með helv... strauboltann. Nota bene, mér finnst huuuundleiðinlegt að strauja og hef komið mér upp sérstakri aðferð við það sem mér leiðist að gera, ég vanda mig alveg hreint sérstaklega, akkúrat við það ! Ef þetta hefði verið góð gömul kona, þá hefði ég beðist afsökunar og bara sagt henni að ég væri svo mikill klaufi að strauja og þess vegna gæti ég ekki gert þetta betur. En þessi gamla trunta var alveg ótrúlega ókurteis og alltaf með leiðindi, út af helst öllu og ég leyfði henni að fara í taugarnar á mér þennan dag... PinchÉg sagði við hana, að það væri greinilegt að dúkarnir væru bara svona illa saumaðir og það væri ekki hægt að gera þetta betur. "Ég saumaði þessa dúka sjálf" sagði sú gamla, bara sár ! Úps... Ninna mín, muuuuuna: ekki skjóta fyrst og spyrja svo.... ! Sem betur fer kann ég að skammast mín og mér leið svo illa út af þessu, að ég bað ekki um að fá að hætta á þessu heimili, eins og ég var búin að hugsa um svo oft og mörgum sinnum. Ég lét mig hafa að vera þarna alltaf hálfsmánaðarlega í tæpt ár, ógeðslega þolinmóð með sparibrosið rækilega límt á andlitið, þó að hún væri stundum að gera mig alveg brjálaða. En svo kom loksins að því að sú gamla fór á elliheimilið og getur dundað sér við að bíta hausana af starfsfólkinu þar... Grin Ég óska henni alls góðs, en ég sakna hennar ekki baun. Njótið þess að vera í fríi í dag, af því að á morgun þurfið þið aftur að mæta í vinnunaSmile pé ess: Púkinn hér samþykkir ekki orðið "straubolti" og ég skil hann svooooo vel...LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Alveg sammála með strauið,ef það fæst ekki straufrítt.þá einfaldlega kaupi ég það ekki.

Birna Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójá og eins ef það þolir ekki að vera þvegið í þvottavélinni, þá er það ónýtt hvort sem er...

Jónína Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Segðu það nú.'Eg á ennþá strauboltann sem ég fékk þegar ég fór að búa.Hann var örugglega afmælisgjöfin þegar ég varð sautján.Það sér varla á honum

Birna Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég átti einn þannig, henti honum þegar hann var kominn hátt á þrítugsaldur... bara af því bara

Jónína Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Tiger

  Alveg kannast ég við svona sérvitringa. Þeir kunna alltaf eitthvað betur en við - alveg sama þó maður vandi verkið sérstaklega. Mundu bara næst að ef svona kemur upp, vertu þá bara glottandi og segðu þeim sama að "sýna" þér hvernig á að gera þetta. Þegar sá sami reynir svo - hafðu þá gaman af því þegar hann/hún byrjar að afsaka málið þegar ekkert gengur upp - og segðu þeim að þetta sér allt í fína - engin sé fullkominn... muhahaha.

Að vera varkár er gott, líka gott að þegja frekar en að særa aðra - en alls ekki gott að láta vaða yfir sig óverðskuldað. Aldrei láta það gerast því engin hefur rétt á því að vaða yfir aðra, sérvitur eða ekki.

  Knús á þig!

Tiger, 24.2.2008 kl. 15:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk elskulegur og annað til baka á þig

Jónína Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 17:19

7 Smámynd: Júdas

Strauja já, ég er góður í því en segðu bara ekki frá því.  Mér finnst það dapurlegt að vera góður í því en hvað á maður að gera?  Ég strauja skyrtur í hverri viku og kenndi unglingskútnum mínum þetta svo hann er bara býsna laginn við þetta. 

Júdas, 24.2.2008 kl. 20:05

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Arg,strauja skyrtur,ég fæ útbrot,strauboltakast og á endanum líður örugglega dömulega yfir mig

Birna Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas, ég dáist að því að þú skulir vera góður í að strauja !

Birna, þú ert langflottasta straudaman

Jónína Dúadóttir, 25.2.2008 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband