... þá gæti ég samt bara alls ekki fundið í mér neina nennu til að fara í vinnuna í dag... byrjar daginn aldeilis gæfulega sú gamla....Það er samt ekki með nokkru móti hægt að segja að ég vinni mikið, það er nú ekki eins og ég nenni því....
Nýlega komst ég að því mér til skelfingar að ég er að vinna 95% vinnu, sem er bara litlum 5% frá fullri vinnu og það var sko alls ekkert meiningin ! Að vísu heitir vinnan mín bara 95 % vinna, ég er bara að vinna ca 60-70 %, en það er samt örugglega hugsunin um þessar prósentur þarna, sem er að sliga mig úr leti í morgunsárið á þessum samt fína mánudegi, sem heilsaði mér með 8 stiga frosti brrrrr.....
Ég legg nú ekki í að segja frá því fyrr en það er alveg fullfrágengið, en líklega verð ég ekkert að vinna á mínu eigin gistiheimili í sumar og barasta alls engu gistiheimili....
Þá verð ég bara í fríi í sumarfríinu mínu og er strax farin að hafa áhyggjur af því hvað í ósköpunum sjálfum ég á þá af mér að gera í 6 vikur
En miðað við núverandi letiástand verð ég nú kannski bara ofsalega dugleg við að finna mér alls ekkert til að gera, en það verður að segjast eins og er, að ég er óttalegur bjáni sem kann ekki að vera í fríi..... Einu sinni vorum við 3 vikur á Canarí og það var æðislegt, þó að fyrsta vikan færi alveg í að reyna að fatta að ég ætti ekki að gera neitt, önnur vikan fór í að passa mig að þrífa ekki íbúðina, sem við vorum í og þriðja vikan fór í að bíða eftir að komast heim til að fara að gera eitthvað... Það á ekki að spandera þriggja vikna sólarferð á svona vitleysing....
En nóg um það ég ríf mig auðvitað upp á rassg.... eins og ég þarf svo oft að gera og fer í vinnuna og kem mér bara upp aldeilis hreint magnaðri afneitun á mína eigin leti ! Njótið dagsins í dag, hann kemur ekkert aftur






Flokkur: Bloggar | 25.2.2008 | 07:19 (breytt kl. 08:31) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu nokkuð ofvirk, nei bara spyr sonna
Unnur R. H., 25.2.2008 kl. 10:09
Ekki greind ofvirk af læknum, en ég er ýmist ofvirk eða óvirk
Jónína Dúadóttir, 25.2.2008 kl. 12:26
það er nú alltaf hægt að blogga...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.2.2008 kl. 14:16
Gunnar minn, ég veit ekki hvað þyrfti að koma fyrir mig svo ég hætti að blogga
Jónína Dúadóttir, 25.2.2008 kl. 15:34
'I sumarfríinu gerir maður bara það sem mann langar alltaf að gera,þegar maður er að vinna og getur ekki gert það(djúpt)
Birna Dúadóttir, 25.2.2008 kl. 19:13
Já elskan mín, djúúúúpt
Jónína Dúadóttir, 25.2.2008 kl. 20:15
Sumarfrí eru ofmetin er það ekki?
Júdas, 25.2.2008 kl. 23:48
Jú Júdas... stórkostlega ofmetin
Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 06:02
Að vera letiblóð er bara alveg bráðnauðsynlegt fyrir alla.hin besta skemmtun
Birna Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 07:19
Já og alveg meinhollt líka, ekki gleyma því
Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.