Það er ekki nóg með...

... að ég hugsa ekki áður en ég tala, ég hugsa heldur ekki áður en ég framkvæmi... Ég ætlaði nú að vísu að reyna að leyna þessu síðarnefnda, en það er víst ekki hægt og þá sérstaklega ekki þegar ég dreg her manns út seint að kvöldi, til að leiðrétta mín eigin vanhugsuðu heimskupör.... Blush Annars er þetta auðvitað bílaframleiðandanum að kenna, svo það sé þá strax á hreinu.... Mér finnst ég hafa borgað aðeins of mikið fyrir stóra jeppann minn miðað við það, að það vantar algerlega í hann alveg bráðnauðsynlegan staðalútbúnað.... sem auðvitað á að vera í öllum bílum og svo sjálfsagður hlutur að það ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það ! GetLost  Þar er ég að tala um viðvörunarhljóð, sem mætti vera í formi þokulúðurs eða ljónsöskurs eða jafnvel stórrar sleggju eða bara að bíllinn færi sjálfur af stað og stingi af til að koma í veg fyrir ósköpin... Ó nei nei, því er nú aldeilis ekki að heilsa og svo borgar maður eins og bjáni, alveg einn og hálfan handlegg fyrir bíl, sem er svo mikill skrjóður að hann hefur ekki þennan útbúnað !Pinch Ég er að tala um þennan nauðsynlega útbúnað sem á að virkjast, þegar ég ætla að fara að setja eldsneyti á díselbílinn minn, sem á að fara af stað strax og mér verður litið á bensíndæluna, þó alveg á þess að sjá hana.... eða þá um leið og ég tek bensíndæluna og miða henni að olíutanknum..... eða er líka til of mikils mælst að það gerist þá eitthvað þegar bensínið er farið að streyma ofan í olíutankinn ! Nei ekkert takk fyrir og helv.... bensínið flæðir glaðhlakkalega ofan í olíutankinn á díselbílnum mínum og það gerist ekkert sem kemur í veg fyrir ósköpin og þá meina ég alls ekkert, fyrr en ég fer að skila bensíndælunni og hún kemst bara alls ekki inn í hólfið við hliðina á olíudælunni..... Siggi mágur minn kom, sá og sigraði í þessum hremmingum mínum, dældi bensíninu af bílnum og fyllti hann af olíuInLove  Eins og meiningin var nú eiginlega í upphafi, ef bílaframleiðandinn hefði bara druslast til..... Devil Ég sé alveg fyrir mér svipinn á sjálfri mér, ef bíllinn hefði nú startað sér sjálfur og tekið til fótanna/hjólanna um leið og ég byrjaði að dæla bensíninuLoL  Jamm svona var nú það.... Njótið dagsins og ... já, bara njótið dagsinsSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

úbs!

Eins gott þú uppgötvaðir þetta í tæka tíð. 

Einar Indriðason, 26.2.2008 kl. 08:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gat varla annað.... þegar ég var passlega búin...

Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Fyrir mart löngu fór ég að taka bensín á bílinn minn, bensínafgreiðslumaður dældi á hann. Ekki var ég kominn langt er bíllinn fór að hiksta og ganga skrykkjótt. Í stuttu máli uppgötvaðist að þessi nýi maður á bensínstöðinni sem afgreiddi mig setti olíu í bensíntankinn. Að vísu var mjög vont veður og skyggni slæmt, en....svona var það bara.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.2.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er nú óskiljanlegt að það séu ekki ólíkar bensíndælur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.2.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf en fúlt, ekki hefði ég viljað vera sá maður....það er nú sök sér að eyðileggja fyrir sjálfum sér....

Gunnar minn, á annari stendur bensín 95 oktana og á hinni disel olía, það vantar ekkert upp á merkingarnar, það vantar eitthvað í hausinn á mér svona annað slagið

Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 12:17

6 identicon

Hæ hæ skvísa, vildi bara lofa þér að kíkja á nýju dóttur mína, hún er á barnalandi. María Sól og lykilorðið steingeit. Þú sagðir jú einu sinni að þú yrðir amma barnanna minna;)

Regína (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:44

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Úbs, shit happens and it happens to you

Erna Evudóttir, 26.2.2008 kl. 15:20

8 Smámynd: Tiger

  Hahahaha ... þú ert nú meiri stelpan. En já, það eru sko ekki bara stúlkur sem lenda í svona aðstæðum - veit um slatta af miklum karlrembum sem lenda í þessu og svo til að reyna að breiða yfir vandræði sín kenna þeir öllum öðrum um nema sjálfum sér.

En allavega gott þegar svona kemst upp áður en bíllinn fer af stað frá bensínstöðinni - því það er sannarlega ekki mikið mál að dæla þessu af því þetta fer ekki inn á kerfi bílsins strax því þar er bensín fyrir.

Tiger, 26.2.2008 kl. 15:27

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Shit happens to me.... ójá, nefndu það bara.....

Tigerkopper ég gæti alveg kennt einhverjum um í alvöru, en það væri bara ekki satt. Það sem ég geri hlýtur alltaf að vera bara mér að kenna

Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 17:51

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ubbs

Birna Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 21:19

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm úbbs.....

Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 21:55

12 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Elsku stelpan mín... Það er til svona búnaður og kostar ekki krónu. Þú færð þér lykil frá Atlandsolíu... lætur virkja hann eingöngu fyrir DIESEL og tankar svo eina og hálfa handlegginn hjá þeim... og þá er málið dautt og Siggi mágur þinn fær að vera meira heima með fjölskyldunni og svo framvegis

Kveðja í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 10:30

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi takk Steini minn, þetta ætla ég að gera ekki seinna en strax !!! Þú ert dúlla

Jónína Dúadóttir, 27.2.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband