... vegna þess að við erum búin að skrifa undir og þar með samþykkja, kauptilboð í húsið okkar !!!!! Sem sagt búin að selja undan okkur eða ofan af okkur.... undan og ofan af okkur
Hún ég, er búin að liggja á þessum fréttum eins og ormur á gulli í marga daga og mikið assgoti er það búið að vera strembið skal ég bara segja ykkur, hvort sem þið viljið vita það eða ekki.....
Fengum tilboð um daginn sem okkur fannst allt of lágt og neituðum, en þá kom bara örfáum dögum síðar, annað tilboð miklu hærra og á akkúrat því verði sem við svíðingarnir, vildum fá fyrir húsið okkar og við bara tókum því..... og eigum ekkert hús lengur.... En við eigum nú alltaf tjaldvagninn....
Kaupverðið fæst ekki uppgefið, veit ekkert af hverju, þetta er bara eitthvað sem ég heyri og les svo oft í sambandi við viðskipti og nota það þess vegna hér ! Það er sko út af þessu sem ég er barasta alls ekkert að fara að vinna í neinu gistiheimili í sumar og get leikið mér í 6 vikna sumarfríinu mínu, við getum farið hvert sem við viljum, hvenær sem við viljum..... ekki bundin af gistiheimilinu lengur. Ekki málið, sérstaklega ef við ætlum að búa í tjaldvagninum... nei það er allt of mikil snjór til þess og við erum búin að gera tilboð í hús niðri í mannabyggðum og erum að bíða eftir svari. Það er gamalt hús sem þarf að gera töluvert upp að innan, við getum ekkert hætt....
Endurbyggingafíklarnir eða fíflin.....?
Ég heiti Ninna og ég er forfallinn endurbyggingafíkill, skyldi vera til meðferð við þessu ? Nehei, bara gaman og lífið er þess vegna svo ljúúúúft !!! Með því að selja allt saman erum við auðvitað að auka mér leti og það er æðislegt.. eða er það ekki annars ?
Njótið þessa yndislega fimmtudagsdags, það ætla ég að gera líka







Flokkur: Bloggar | 28.2.2008 | 07:59 (breytt kl. 08:15) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju enn og aftur
Vonandi verðið þið ekki heimilislaus grey, er nokkuð til athvarf fyrir heimilislausa í Slow Town?
Erna Evudóttir, 28.2.2008 kl. 09:09
Neeeei ég held ekki sko....
Og takk aftur
Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 09:23
Til hamingju
Ég er viss um að það er til hópur sem hittist út af endurbyggingarfíkn í einhverjum kjallara niðri í bæ.Ég heiti Ninna og er enby-fíkill
og þá æpir allur hópurinn,Hæ Ninna
Birna Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 09:39
Kjallara.... ekki nefna það orð ógrátandi... hafðu allavega smávæl með því
Og takk vina
Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 10:04
Til hamingju með söluna.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.2.2008 kl. 10:25
Þakka þér fyrir Ólöf mín
Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 10:34
Alltaf gott að búa í tjaldhýsi - á sumrin. En frábært að fá hálf ó-mótað hús til að endurnýja á sinn eigin hátt. Alltaf gaman að geta endurbyggt með sínum eigin stíl. Gangi þér vel í nýja húsinu - ef þið fáið það - og gangi vel uppbyggingin... En ef allt gengur á afturfótunum ... þá er bara að skoða næsta möguleika sem gæti verið ....
Tiger, 28.2.2008 kl. 15:29
Til hamingju með söluna fasteignabraskarinn þinn... var reyndar búin að skrifa haminghuóskir inn í fyrra comment... en eyddi því svo út... Fannst þetta liggja á milli línanna
Vona bara að þið hafið farið vel útúr þessu.
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 28.2.2008 kl. 19:32
Tigercopper : Ég kaupi sko bara á fyrstu hæð
Og Kári vill mig örugglega ekki.....
Takk Steini minn, skrattinn sér um sína og ég er ein af þeim
Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 20:09
Til hamingju með söluna. Ég tel þig heppna að hafa náð þessum kaupum fram því ég er nokkuð viss að íbúðarverð fari lækkandi á næstunni... Hátindinum á húsnæðisverði er náð vil ég meina.
Brynjar Jóhannsson, 28.2.2008 kl. 23:19
Takk fyrir það, já við erum heppin ! Það er svo mikið framboð hérna af íbúðum og húsum að við getum valið úr og næstum bara ráðið verðinu sjálf
Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.