Æi.... þolinmæði ? Hvað er það nú aftur ?

Einu sinni sagði mér listamaður/kona... listakona, listakvenmaður, kvenlistamaður... nei hún er bara listamaður... já sko, að sannur listamaður veit þegar hann byrjar á verki, hvernig það kemur til með að líta út þegar það er búið.... Svo las ég einhversstaðar að sannur listamaður þolir bara ekki endurtekningar.... Ok ég er eftir þessu, sem sagt bæði listamaður og ekki listamaður..... Alltaf þegar ég byrja að skrifa hérna, þá hef ég ekki græna glóru um hvernig pistillinn kemur til með að líta út þegar hann er búinn, nema að því leiti, að ég set alltaf broskall Smile  í lokin, en það telst samt ekki með. Og svo á hinn veginn, mér leiðast endurtekningar, t.a.m. uppvask, það er aldrei búið... alltaf að vaska upp aftur og aftur og aftur... Svo á ég það líka til að vaða svolítið úr einu í annað..... og það er ekkert svakalega listamannslegt, af því að listamaðurinn heldur sig jú við sokkinn sinn eða vettlinginn.... já eða eitthvað svoleiðis...Tounge  Í dag, klukkan 15 hundruð, klukkan þrjú, um nónbil... rennur út fresturinn sem við gáfum núverandi eigendum hússins, sem okkur langar í, til að svara tilboðinu sem við gerðum í húsið, sem okkur langar í ! Ég segi eins og lítil stelpa í búð í gær, þegar hún sá himinháa, í hennar augum, stæðu af páskaeggjum : "Ohhhhh... ég bara geeet ekki beeeðið... ! En af því að ég er nú orðin fullorðin og sem betur fer búin að læra eitt og annað af lífinu, þá veit ég að ég geeet alveg beeeðið og þá aðallega vegna þess að það eru ekki aðrir kostir í stöðunni, en ég á samt soolltið erfitt núna......Wink  Mér varð það á í gær, að segja manni sem ég þekki, að mér finnist lyktin af útblæstri úr bílum vera góð... Hann horfði á mig drykklanga stund og sagði svo : "Þegar ég tala við þig, dettur mér aldrei neitt ósjálfrátt í hug, einhverskonar konar "lógíg"..... Því segir maðurinn þetta ?Frown Njótið nú föstudagsins, sem er 29. febrúar 2008 alveg í botn, hann kemur ekkert aftur fyrr en eftir 4 árSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þolinmæði,NÚNAOg það sem maðurinn sagði,hafðu það sem hrós

Birna Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ok takk elskan, þú klikkar aldrei Hrós dagsins fær sem sagt, maðurinn sem ég vissi ekki hvort var að hrósa mér eða ekki

Jónína Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Tiger

Vegir  eru órannsakanlegir - en ég gruna að maðurinn hafi nú verið að meina að þínir væru enn flóknari og órannsakanlegri - þrátt fyrir listama..konu genin þín.

Ég á það til að gera sömu hluti og þú, byrja á einhverju án þess að sjá fyrir endann - og í sumum tilvikum finnst mér ótrúlega óþægilegt þegar ég átta mig á að ég er búinn að fjalla/tala um marga litla hluti í einu samtali - án þess að klára neinn þeirra.

  ´s can´t wait for anything - en ég er samt viss um að þú ráðir við að bíða núna í hvað ... hálftíma eða svo í biðbót. Ég krossa fingur fyrir þig ljúfust.. *krossing*.

Tiger, 29.2.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

29 ætti raunverulega að vera hátíðadagur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.2.2008 kl. 14:50

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Gunnar minn en samt ekki þessi 29. Fasteignasalinn hringdi áðan og sagði að við fengjum ekkert svar fyrr en á mánudag.....  Mér er alveg sama þó þessi dagur komi ekkert aftur fyrr en eftir 4 ár !!!!

Tigercopper, ég skil þig svo vel Hm.... þessi "badgirl" verður líklega orðin verulega slæm á mánudaginn ...

Jónína Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 15:26

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Jæja núna er það spurningin hversu öfundsverð restin af famelíunni er um helgina... Það er óþolandi þegar maður er í þessum sporum... og þá er bara að fara með þuluna fornfrægu.... Guð gefi mér þolinmæli... STRAX

Kveðja í Heiðardalinn með ósk um "góða" helgi

Þorsteinn Gunnarsson, 29.2.2008 kl. 16:44

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ó, ég er svo fullkomin Steini minn, að það verður ekkert mál...Arga kannski aðeins á köttinn og sparka í alla hina... nei bara grín, ég er búin að koma mér upp nýjum skammti af þooooolinmæði

Sömuleiðis góða helgi

Jónína Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband