Dagurinn í gær var meiriháttar ! Við fengum 3 af samtals 7 börnum okkar í heimsókn og 3 af samtals 12 barnabörnum og nutum vel, hefðu mátt koma fleiri en það bíður betri tíma. Fórum með liðið og sýndum þeim húsið, sem við erum að bíða eftir að vita hvort við fáum, svona eins og til að máta fjölskylduna í það...
Hún passar fínt inn í þetta hús, sérstaklega þar sem eldhúsið er svo stórt, um það bil þrisvar sinnum stærra en það sem við höfum hérna ! Ég er búin að stilla þolinmæðina mína þannig að hún á að endast til klukkan 3 á morgun, þá eigum við að fá svar með húsið, í síðasta lagi....
Nú ef við fáum ekki þetta hús, þá finnum við bara eitthvað annað, við eigum að afhenda okkar hús 31. mars, sem sagt í þessum mánuði......
Þegar við fluttum hingað, lofaði ég sjálfri mér því að ég mundi aldrei flytja aftur, af því að það er bara svo ofsalega langt frá því að vera skemmtilegt, en það er greinilega ekkert að marka það sem ég segi
En á morgun ætla ég að byrja að pakka niður og telja sjálfri mér trú um að það sé bara hin besta skemmtun.... það er svo auðvelt að plata mig
Njótið þessa sæla sunnudags og munið elskurnar mínar, að þoooolinmæðin þrautir vinnur allar....






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta segir allt um mig: þolinmæðin þrautir vinnur allar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 12:40
Ég trúi því vel
Jónína Dúadóttir, 2.3.2008 kl. 14:25
Maður bara krossar fingur fyrir ykkur þar til eftir klukkan 3 á morgun.. *krossingfingers*.
Tiger, 2.3.2008 kl. 16:53
Takk Tigercopper
Jónína Dúadóttir, 2.3.2008 kl. 19:49
MMM ég elska að flytja,þegar ég þarf þess
Birna Dúadóttir, 2.3.2008 kl. 22:45
Þú ert skrítinn fugl, kisi
Jónína Dúadóttir, 3.3.2008 kl. 06:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.