... ákaflega skýr og fagur..... Smá afbökun á annars bráðskemmtilegum skáldskap, gæðin eru samt alveg látin liggja á milli hluta...
Árum saman hef ég stillt mig þannig inn á mánudaga, að þeir séu góð byrjun á nýrri viku og líka bara örugglega einhverju góðu. Ég vandi mig á þetta á assgoti erfiðu tímabili í fyrri sambúðinni minni, eiginlega síðustu tvö ár þeirrar sambúðar. Varð virkilega að hafa eitthvað til að hlakka til allar helgarnar, sem voru óspart notaðar til drykkju af sambýlismanninum og félögum hans, mun meira en virku dagarnir, þó þeir væru vissulega líka góðir til þess brúks. Hef svo bara ekkert vanið mig af þessu aftur, vegna þess að þetta er bara hið besta mál... held ég bara....
Þessi mánudagur er líka frekar spennandi, loksins er hann þá runninn upp dagurinn sem við fáum að vita, hvort tilboðinu verður tekið í húsið, sem okkur langar að eignast eða hvort við þurfum að leita að einhverju öðru húsi.... Hún er eiginlega alveg að verða útrunnin þolinmæðin mín, sem ég stillti á að yrði að endast til klukkan þrjú í dag, en ég er nú bara ekkert að segja neinum frá því
Svo er þetta líka góð byrjun á kvöldvinnulausri viku, það er alltaf svolítið ljúft, þó að mér finnist fínt að vinna svoleiðis. Það er líka orðið bjart svo snemma og það gleður mitt gamla hjarta svo sannarlega
Gerum þetta að góðum degi og förum varlega í umferðinni sem og í öllu öðru





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æææ gott að gamla hjarta þitt getur glaðst
Unnur R. H., 3.3.2008 kl. 08:03
Já er það ekki bara ?
Jónína Dúadóttir, 3.3.2008 kl. 08:17
Vonandi gengur þetta alltsaman upp hjá ykkur, annars er það bara tjaldvagninn
Erna Evudóttir, 3.3.2008 kl. 08:23
Jag håller tummen
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.3.2008 kl. 08:29
Takk fyrir elsku "svíarnir" mínir
Þetta með tjaldvagninn sko.... það snjóar og snjóar og snjóar hérna og ef þetta heldur svona áfram þá finn ég sjálfsagt bara ekkert tjaldvagninn
Jónína Dúadóttir, 3.3.2008 kl. 08:34
Snjóhús?
Erna Evudóttir, 3.3.2008 kl. 18:59
Þingvallastræti blablabla .. þýðir þá að þið hafið fengið húsið? Ef svo er þá óska ég ykkur sannarlega til hamingju með nýtt heimili!!!
Tiger, 3.3.2008 kl. 20:11
Takk fyrir það kæri bloggvinur, það eru bara formsatriðin eftir eins og að gera kaupsamninga og eitthvað svoleiðis þreytandi .......
Jónína Dúadóttir, 3.3.2008 kl. 20:33
Tiger, 3.3.2008 kl. 20:49
Flott, til hamingju með að vera komin aftur yfir ána, kominn tími til
Erna Evudóttir, 3.3.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.