Í dag er þriðjudagur !

Bara svona ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.... það var nú allt og sumt sem ég vildi sagt hafa, þennan daginn..... Cool Nei, bara lygi, ég er að fara að skrifa lengsta pistilinn minn hingað til og ef þið eruð eitthvað tímabundin, þá skuluð þið bara ekkert byrja að lesa eða einfaldlega taka ykkur frí úr vinnunni. Við sem sé seldum Fjallakofann okkar allt í einu, af því að ég er orðin svo löt að að ég nenni ekki að reka gistiheimili lengur og af því að við fengum það verð sem við vildum fá fyrir hann, kofann og gerðum svo tilboð í 150 fm einbýlishús, réttu megin við Glerána, niðri í mannabyggð. Það eru félagasamtök á landsvísu, sem eiga það hús og það ætlaði ekki að vera auðvelt að fá einhvern til að vinna vinnuna sína á þeim bænum og svara fj... tilboðinu. Þau fengu svo lokafrest til klukkan fjögur í gær og vildu þá fá aðeins meira fyrir húsið, sem við samþykktum. Við vorum nefnilega alveg tilbúin að hækka okkur aðeins, en sögðum auðvitað engum frá því, ég er mikill svíðingur þegar kemur að okkar eigin peningumDevil Þannig að við fáum húsið á því verði sem við vorum tilbúin til að  borga fyrir það í upphafi og er miklu lægra en það sem sett var á það fyrst. Þá er bara að láta útbúa kaupsamninga á báða bóga og skrifa undir hér og þar og tala við bankann um að rugla eitthvað í lánum fram og til baka og við eigum húsGrin Og af því að svona kauptilboð og gagntilboð og hvað þetta nú heitir allt saman, eru bindandi þá virðist ég sem sagt geta sagt að þetta sé frágengið og nú má alveg segja ykkur frá því hvort sem þið viljið vita það eða ekkiW00t Núna þegar ég les þetta yfir sé ég, að það mátti nú alveg koma þessu öllu fyrir í þremur stuttum setningum, en skeytastíllinn er ekki minn..... ég er með króníska skrifræpu.... Joyful  Njótið dagsins elskurnar mínar allar og flýtið ykkur hægt... eins og ég geri alltaf.... næstum því alltafSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Til hamingju með nýja húsið og að vera að fara til mannabyggða

Unnur R. H., 4.3.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Unnur mín

Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 08:07

3 Smámynd: Einar Indriðason

Iss... ég hef séð lengri pistla frá þér  heldur en þennan :-)

En til lukku með húsið.

Einar Indriðason, 4.3.2008 kl. 08:10

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hjartanlega til hamingju með nýja húsið

Es. Ég hef ekkert á móti að lesa langar færslur sem eru vel skrifaðar...  Skrifaðar (er þetta rétt?)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 08:11

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já æi... það klikkaði eitthvað þarna.... Takk fyrir

Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 08:12

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir Gunnar minn Já, þetta er alveg rétt hjá þér, þú ert orðinn svo góður í íslenskunni, sem sést best á því að "íslenskufasistinn" hérna þarf lítið sem ekkert að leiðrétta þig lengur

Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 08:17

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með að vera bráðum komin til byggða.Komin frá mörkum hins byggilega heims,á malbikið, af mölinni,í menninguna.Þetta er kannski orðið ágætt hjá mér

Birna Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 10:49

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Ert bara alltaf að nálgast ræturnar, kemst sjálfsagt næst í innbæinn gott  að þú ert ekki lengur "på fel sida broa"

Erna Evudóttir, 4.3.2008 kl. 10:52

9 identicon

Til lukku með þetta alltsaman Ninna mín:) Sérstaklega að vera laus við túristana! ENDANLEGA

Regína (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:37

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Birna mín, þetta skyldist alveg

Ónei Erna mín, ok þorpið já, en aldrei innbæinn

Regína mín rófa, takk fyrir og ég nýt þess að hugsa um alls enga túrista !!! Loksins og ENDANLEGA já

Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 12:32

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég held samt að ræturnar=Innbæingurinn blundi í þér.Veðmál,næst kaupirðu þér i Innbænum.Skyldi veðja mánaðarlaununum hans Robba bróður míns upp á það

Birna Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 12:47

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki verið Innbæingur í mér svo leeeeengi  En verulega flott hjá þér að hætta þó bara laununum hans Robba í veðmálið

Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 12:50

13 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 12:52

14 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til hamingju með nýja húsið

Vona að helgin hafi ekki verið of ofbeldisfull

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 13:05

15 Smámynd: Tiger

  Ó, já.. ekki afmæli en samt svona til hamingjueitthvað! Og líka velkomin til byggða ef ég skil rétt...

  Jólasveinar og sveinkur koma víst öll til byggða fyrr eða síðar - sumir síðar en aðrir sko. En bæjarbúar gleðjast samt ætíð þegar til þeirra sést, held ég. Er viss um að bæjarbúar eiga eftir að vera glaðir með þig addna jólasveinka, og þú glöð að vera aftur í mannabyggðum.

Tiger, 4.3.2008 kl. 15:14

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Steini minn, það komu allir heilir undan helginni, nema ef vera skyldi mín heimsfræga þooooolinmæði.....

Takk líka Tigercopper, hún jólasveinka er nú víst svona obbolítið ánægð að geta nú labbað í búð og solleiðis, sparað bílinn aðeins

Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 16:04

17 Smámynd: Björn Finnbogason

Til hamingju.  Það er nú alltaf eitthvað svolítið spennandi við hús!!!

e.s. Ef þú skyldir þjást af fráhvarfseinkennum vegna flutninganna veit ég um hús sem vantar pössun í endaðan júlí- þá gætirðu meira að segja labbað í heimsókn til systur þinnar um leið og þú færir í búðir

Björn Finnbogason, 5.3.2008 kl. 02:33

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Bjössi, það væri ekki leiðinlegt skal ég segja þér

Jónína Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband