.... og ég veit það alveg og skil það stundum, en það er ekki þar með sagt að þolinmæðin mín skilji það endilega....
Ég vil kannski bara hafa það á hinn veginn, láta vonda hluti gerast hægt... eða nei annars, það er kannski bara betra að vondir hlutir gerist hratt, því fyrr eru þeir yfirstaðnir. Og leyfa góðum hlutum að gerast hægt, þá er hægt að hlakka lengur til.... Best að stoppa þetta áður en ég fæ svima, hugsa svo oft í hring og allt of oft í öfugan hring...
Auðvitað er flottara að segja að ég sé að velta hlutunum fyrir mér....
Nú erum við enn og aftur búin að skrifa undir kauptilboð í húsið, sem við erum að falast eftir og fáum endalega endanlegt svar, ekki seinna en á hádegi í dag. Þrátt fyrir alla þessa endalausu skriffinnsku fram og til baka, þá er þetta víst allt lagalega bindandi, en samt með fyrirvörum hér og þar, um fjármögnun kaupanda. Ég hefði nú haldið að það færi engin út í að gera kauptilboð í hús, nema að hafa peninga til að borga það með, en það er víst allt til í því, annars væri þessi fyrirvari líklega ekki til á blaði. Þegar, með einu litlu lagalega bindandi ef-i, við fáum húsið þá byrjum við á að hreinsa allt út úr eldhúsinu og þá meina ég allt ! Innréttinguna, gamla hræðilega ljóta parketið á gólfinu og öll ljósin líka
Það má kannski segja að ég sé komin aðeins fram úr sjálfri mér með þetta, ég á það nú aðeins til, en fasteignasalinn er svo duglegur að telja mér trú um að bara formsatriðin séu eftir, þannig að ég er sko búin að ákveða hvernig nýja eldhúsinnréttingin á að vera ! Og bara svona í leiðinni, þá er ég búin að raða inn í húsið og eiginlega ekkert annað eftir en að flytja allt draslið á staðinn
Ruggustóllinn minn flotti, sem er eiginlega búinn að vera svolítið á hrakhólum, síðan ég laug hann út úr tengdadóttur minn hérna um árið, hann verður til dæmis í suðvesturhorninu á stofunni, bara svo þið fáið nú örugglega að fylgjast með í smáatriðum
Njótið dagsins elskurnar mínar og kíkið inn á vinsældarlistann hérna norðaustan megin á síðunni, frá mér séð







Flokkur: Bloggar | 5.3.2008 | 06:56 (breytt kl. 06:59) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegt ævintýri að flytja...
Mér finnst nafnið á topplistanum vera frábært "vinsældarlisti a la Gunnar"
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.3.2008 kl. 07:20
Já er það ekki bara
Jónína Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 07:22
Góðan daginn Jónína mín. Þetta er soldið spennandi því neita ég ekki. Hugsa vel til ykkar í dag.
Júdas, 5.3.2008 kl. 08:12
Þakka þér fyrir Júdas minn
Jónína Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 08:21
Já stelpa... þegar fólk er búið að missa hæfileikann til að fantasera... þá er það orðið gamalt. Fyrr ekki
Kv. í Heiðardalinn
ps. Hvar er þetta draumahús ykkar staðsett?
Þorsteinn Gunnarsson, 5.3.2008 kl. 12:29
Flottust
Birna Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 12:35
Steini minn, draumahúsið okkar er Þingvallastræti 32 og þessi draumur er um það bil að verða að veruleika
Birna mín, ég elska þig líka
Jónína Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 12:51
Hvort ætlarðu að halda innflutnings partyið á undan,eftir eða á meðan,þú ert að rífa allt í sundur
Birna Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 13:06
Jahá mín kæra. Þú semsagt færist mjög nálægt systur þinni, bara þarnæsta gata sýnist mér, loksins fékk maður að vita hvar þetta hús væri staðsett.
Sjáumst systir
Auja
Auja systir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:08
Tiger, 5.3.2008 kl. 13:53
Birna mín, alveg örugglega á meðan, eldhúsið er bara byrjunin
Auja mín, ég er alveg að koma......
Tigercopper, við Vala Matt sko......
Jónína Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 17:52
Er þetta þá á milli Byggðavegs og Mýravegs og að norðanverðu?... er að reyna að muna eftir því hvað hús standa þarna
Þorsteinn Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 02:22
Rétt hjá þér, farðu inn á Fasteignasöluna Byggð, www.byggd.is, söluskrá, blaðsíðu 4 og þá geturðu séð það
Sjötta eða sjöunda húsið talið ofan frá Mýrarveginum
Jónína Dúadóttir, 7.3.2008 kl. 06:36
Ég var greinilega of seinn... - Ekkert hús þarna á(í) Byggð lengur
Þorsteinn Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.