Innlit/Útlit ;-)

Það er búið að vera dásamlegt að búa hér uppi í fjallinu undanfarin sjö ár, engin bílaumferð við húsið, einungis 2 önnur hús hér, kyrrð og ró og stutt niður í byggðInLove Tekur 7 mínútur að keyra niður í miðbæ, með stoppum á öllum rauðu ljósunum, það eru 5 eða 6 umferðarljós á leiðinni. En það er samt einn og hálfur km bara niður á veg og ég hef svo sannarlega látið það koma í veg fyrir, að ég labbaði spönn úr rassg... í búð eða eitthvað annað. Svo þarf sko að labba upp brekkuna einn og hálfan km, til að komast til baka og það er auðvitað hvorki mögulegur fræðileiki né fræðilegur möguleiki, að ég hafi nokkurn tímann nennt þvíTounge Nú verður aldeilis breyting á, á nýjum stað.... hús báðum megin og á bak við og þessi fína umferðargata fyrir framan húsið. Að vísu stendur þetta hús óvenju innarlega á lóðinni, svo að umferðin er eins langt frá og hægt er, svona í miðað við mannabyggð. Nú er ég á fullu að ákveða hvar allt á að vera í nýja eldhúsinu okkar, fórum í gær og völdum innréttingu og tæki. Eldhúsið okkar hérna uppfrá, er tæpir 6 fm og ég er búin að sitja sveitt við, í nokkra mánuði að reyna að teikna það upp svo að það litla pláss sem þar er, nýtist sem best. En ég er sloppin frá því, en í staðinn farin að reyna að finna út hvað í ósköpunum ég á að gera með allt þetta pláss í tæplega 20 fm eldhúsi, þarna er nefnilega smá munur áGrin  Stóð mig að því í gærkvöldi að vera að velta fyrir mér hvort skápur ætti að vera 40 eða 60 cm breiður..... hvort hann kæmist þá fyrir....W00t Sumir eru bara miklu lengur að fatta en allir aðrir.... Whistling  Njótið dagsins elskurnar, ég ætla að fara að slá um mig með eldhússkápum... á blaðiSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gasalega er þetta lekker færsla...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já sérstaklega þarna þetta með "spönn úr rassg..." eða ertu ekki að meina það annars ?

Jónína Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Hjördís mín þetta með þann óæðri er ábyggilega smitandi

Jónína Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Að vera með víðáttubrjálæði í eldhúsi hlýtur bara að vera gaman

Erna Evudóttir, 6.3.2008 kl. 17:32

5 Smámynd: Tiger

  Jónína er fyndin með rassinn út í vindinn ... tralalllaaa.

Alltaf svo gaman að innlitast hjá þér. Alveg væri ég til í að fá svona víðáttubrjálæði eins og Erna nefnir - inni í eldhúsi. Æi það hlítur að vera ljúft að vera komin með fólk allt í kringum sig þó kyrrðin hafi verið góð. Við erum nefnilega svo miklar félagsverur að ef við erum of lengi í einangrun eða í sveit þá missum við svo mikið tenginguna við hraðann og lætin, ösina og stressið ... knús á þig Dúfan mín.

Tiger, 6.3.2008 kl. 18:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ó já Erna mín, það er bara gaman

Tigercopper... stórt og hlýtt knús handa þér... áður en ég flögra í burtu.... að borða kjötfars og kál

Jónína Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 18:50

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta kallar maður nú bara að slá um sig,í sínu eigin eldhúsi

Birna Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 19:02

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erum búin að láta teikna innréttinguna !!!!!!! Og Birna mín, ég er varla byrjuð að slá um mig.....

Jónína Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband