Bara grautur....

.... í hausnum á mér þessa dagana.... Crying Var að byrja að stressast upp út af flutningunum og öllu sem ég þarf að gera fyrir mánaðarmótin.... Arg, ég þoli ekki þegar ég fer að stressa mig út af engu, í rauninni. Það sem þarf að gera, veit ég alveg að ég geri bara og nú er ég búin að gera lista yfir það flest og strika svo bara yfir jafnóðum.... að vísu ekki búin að strika yfir neitt, af því að ég er ekki búin að gera neitt... Tounge Stress hægir á mér og það er aldrei hægt að sjá það utan á mér, ég stressast inn á við. Á margan hátt er gott að hafa þessa bremsu, þá geri ég ekki neitt í bráðræði og hugsa, ja svona af og til, áður en ég framkvæmi. En á hinn bóginn getur það líka verið slæmt, af því að ég vel bremsuna ekki sjálf og sumt þarf nú að framkvæma og ákveða í einum grænum..... En þetta hefst allt saman á endanum og eftir á hlæ ég svo að sjálfri mér og skil ekki af hverju í andskotans ósköpunum ég er enn einu sinni, að gera mál úr litluLoL Ég lagast víst ekkert hér eftir... eina ráðið til að útrýma þessum ósköpum væri líklega að skjóta mig, en þá má ekki !Devil Við vorum að láta teikna upp innréttinguna í nýja/gamla eldhúsið í gær og mæ ó mæ.... bara dásamlegt ! Ég ákvað að sleppa innbyggðu kaffivélinni, sem átti að vera í stíl við innbyggða örbylgjuofninn og innbyggða bakaraofninn, hún kostar hundrað og égveitekkihvaðíósköpunumþúsund og kaffi má nú vera helv... gott fyrir þann pening. Enda sko ætlaði ég aldrei að fá hana, sagði bara spúsa það þegar hann fór fram á tvöfaldan ísskáp, til að reyna að ganga fram af honum... og það tókst sko alls ekki ! "Auðvitað færðu innbyggða kaffivél elskan" sagði hann bara og sló vopnin algerlega úr höndunum á mér...GetLost  ... það er alls ekki í fyrsta skipti og líklega ekki síðasta, en ég ætla sko ekkert að fara að segja ykkur þaðBlush  Óska ykkur yndislegs dags, í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendurSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innbyggð kaffivél... er það til?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 07:53

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójá, trúðu mér, þegar maður fer að skoða, þá sér maður að það er ALLT til Og miklu meira en það, mér meira að segja bauðst að fá miklu dýrari örbylgjuofn, svona sem er líka hægt að baka í.... öll veröldin hló... ég baka helst aldrei... !

Jónína Dúadóttir, 7.3.2008 kl. 08:22

3 Smámynd: Tiger

  Ohyeah... það er svo gott þegar einhver tekur vopnin úr höndunum á manni, maður allavega sprengir ekki óvart upp eitthvert herbergið á meðan. Gott hjá þér að skrifa niður hluti sem þarfa að gera og stroka yfir það sem er ... ekki búið. Endalaust gott að skrifa svona niður, forgangsraða því svo á listann og setja bæði dagsetningu og tíma dagsins fyrir aftan hvern hlut - og fara svo eftir því. Klukkan 3 á Sunnudag verður þetta að vera frá! Gott skipulag er stundum nauðsyn, en gott kaos er líka stundum nauðsyn - svona einmitt til að geta hlegið af öllu saman síðar...

  Innbyggð heimilistæki er sannarlega kostur og grátlega nauðsynlegur fyrir nútíma konu sem er loks komin til byggða - en elsku láttu dótakassann ekki verða innbyggðan.. *spank you later sweety*.

Tiger, 7.3.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ó já, það er svo gott að geta hlegið, sérstaklega að sjálfum sér  Dótakassinn er auðvitað í fataskáp....... úbs kjaftaði ég aðeins af mér 

Jónína Dúadóttir, 7.3.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta hefst allt með hægðinni og gætninni,gæskanÞað sagði afi Tryggvi og ekki skrökvaði hann frekar en Mogginn eða mamma

Birna Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Er ekki alveg atriði að vera með innbyggða kaffikönnu? Er eldhús eldhús án þess? Það er spurning dagsins

Erna Evudóttir, 8.3.2008 kl. 08:20

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég sé ekki fyrir mér annað en innbyggða kaffikönnu.Við hliðina á innbyggða ostaskeranum og innbyggðu plastpokarúllunni

Birna Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 08:59

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sleppi samt innbyggðu kaffikönnunni, fæ mér frekar ostaskerann og pokarúlluna

Jónína Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 10:12

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hefurðu eitthvað reynt að fá Danina á bloggið?

Birna Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 11:17

10 Smámynd: Unnur R. H.

Innbyggð kaffivél er nú ekki heimsk hugmynd, en ath hvort þú fáir ekki eitthvað fleira innbyggt, t.d hrærivél, hakkavél og eitthvað solleiðis, kannski líka kryddjurtir

Unnur R. H., 8.3.2008 kl. 11:25

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Unnur mín, góður punktur þarna með kryddjurtirnar

Birna veistu, ég hef eiginlega ekki lagt í að reyna það, þau eru ekki alveg mestu tölvutæknitröllin sem ég þekki.Held þau fari bara inn á póstinn þegar strákarnir muna eftir að reka þau til þess En það er alveg hugmynd að reyna samt

Jónína Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband