Húsmæðranámsefni 103

Spúsi minn fékk ekkert að koma nálægt marengsbotnabakstrinum... ok.. kaupunum í Bónus í gær, vegna þess að ég var fullviss um að ég og ég ein, væri fær um að koma þeim heilum í hús. Það var nú eitthvað annað ! Þeir hefðu ekki getað verið meira í maski þó ég hefði setið á þeim í bílnum á leiðinni heim og troðið þeim svo inn í gegnum póstlúguna, ef ég væri með hanaPinch Þannig að ég byrjaði þennan, annars dásamlega sunnudagsmorgun á að messa aðeins yfir þeim Bónusfeðgum, á meðan ég var að reyna að sópa marengskurlinu úr formunum og upp á botnana... Að vísu bölvaði ég ekki þeim feðgum neitt, datt þeir bara alls ekkert í hug fyrr en akkúrat núna, það er bara svo algengt að fólk sé eitthvað að hnýta í þá greyin... ég má líkaTounge Þetta hafðist nú fyrir rest, með flísatöng og stækkunargleri, sóp og fægiskúffu og dyggri aðstoð spúsa míns og með því að fela marengsöreyndirnar svo með þeyttum rjóma og súkkulaðikremi, þá varð útkoman tvær girnilegar tertur... sem ég hef enga lyst á að borða....Grin Enda bakaðar fyrir hina ýmsustu harmónikku-unnendur sem ætla að mæta á tónleika í dag og troða sig út á tertum á eftir. Ég er sko fyrir löngu síðan hætt að nenna að baka, kvótinn kláraðist fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan og ég rata líka það vel hérna í bænum, að ég veit alveg hvar bakaríin eruWink Þetta var bara svona smá afgangur af gömlu kerlingagrobbi sem tók sig upp, þegar mér datt í hug að gera þessar tertur svona, í stað þess að kaupa þær bara, ég líka tímdi því ekkert....Devil Njótið sunnudagsins, í messu eða ekkiSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm ég man eftir bakstri í búnkum haugum og fleirtölum á þínu heimili.Mikið skil ég þetta með að kvótinn sé búinn.Ég myndi ekki láta ná mér dauðri með kveikt á bakaraofninum.

Birna Dúadóttir, 9.3.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einu skiptin sem kveikt er á mínum bakaraofni er þegar ég er að elda læri eða hrygg Annars er ég ákveðin í að baka þegar ég er komin í nýtt eldhús, pláss og meira pláss, ég er svo plássfrek

Jónína Dúadóttir, 9.3.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

'Eg kem auðvitað bara þegar þú ert komin með hnallþórurnar nýbakaðar á borðið í nýja eldhúsinu,verða þær nokkuð innbyggðar,hnallþórurnar

Birna Dúadóttir, 9.3.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Það verður örugglega innbyggður bakari í innréttingunni

Erna Evudóttir, 9.3.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 9.3.2008 kl. 15:07

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Læt ykkur vita um leið og innbyggði bakarinn er tilbúinn með hnallþórurnar

Jónína Dúadóttir, 9.3.2008 kl. 18:32

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef ekkert að segja vill bara láta vita af mér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.3.2008 kl. 18:37

8 Smámynd: Tiger

  Schippoghoy... ég er hræddur um að ég baki ykkur hérna elskurnar, ég nefnilega baka oft og elda ennþá oftar. Finnst endalaust gaman að baka brauð, ekki endalaus þó. Baka reglulega kanelsnúða og pönnsur og ýmislegt bara. En ég geri það þó ekki nema hafa tíma og ég hef oft frið til þess líka. Innbyggt hitt og þetta er æði, ef maður er svoldið lasy sko.. Bónusfeðgamarengssameindaflottuterturnar hafa örugglega smakkast eins og nýbakaðar í fjöllunum, *slurp*... Sunnudagsknús á þig frú bakari.

Tiger, 9.3.2008 kl. 18:45

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bónusfeðga.............terturnar kláruðust Kannski finnst mér aftur skemmtilegt að baka þegar ég er komin með almennilegt eldhús og meiri tíma Sunnudagskoss á vinstri kinnina frá mér

Jónína Dúadóttir, 9.3.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband