Ég gef skít í...

... hverra manna fólk er, hverrar þjóðar, hvernig hárið á því er á litinn, hvað það á mikla peninga, á hvað það trúir, hvort það vill ganga í strigaskóm allt árið, hvað það borðar eða eitthvað annað sem skiptir ekki máli. Mér hefur alltaf fundist að venjulegt og eðlilegt fólk ætti að vera hátt yfir allt svoleiðis smámunakjaftæði hafið ! En mér er alls ekki sama hvernig fólk er innrætt ! Ein frétt er búin að vera að þvælast fyrir mér á netmiðlum og ég ætlaði ekki að lesa hana, vegna þess að ég vissi sem var að mér yrði óglatt af reiði... og gæti alls ekkert gert nema rífa kjaft og ekki náð í helvítin til að lumbra á þeim... Las fréttina svo fyrir rest í morgun.... og varð auðvitað brjáluð og tek það út á ykkur hérna, af því að ég er ein heima, með kettinum og það er ljótt að níðast á dýrum. Fimm menn gabba konu inn í íbúð og nauðga henni.... Hvað fer í gang inni í hausunum á mönnum ??? Hvað hafa þeir lært af lífinu og hefur allt manneskjulegt farið algerlega fram hjá þeim, alla ævina... Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja... Hvernig samræður eru það, sem eiga sér stað þegar svona áætlun er búin til ? Ekki það að mig langi neitt sérstaklega til að vita orðaröðun eða annað... en halló ! Þarna er kona, hún er ein, við erum fimm, við ráðum alveg við hana, gefum henni lyf og þá eigum við auðvelt með að nauðga henni..... ???? Nú þarf ég að æla.....  Ég er ekki ofbeldisfull í eðli mínu, en svona nokkuð getur hæglega gert mig að ofbeldismanneskju og ef ég hitti þessa menn mundi ég hiklaust ráðast á þá og reyna að gera þeim allt illt... þó vitandi að það að það lagar ekkert fyrir veslings konuna.... gert er gert.... en ég mundi samt gera það !! Og ég hlusta ekki á neitt kjaftæði um að hún þetta og hún hitt, það kemur málinu ekkert við, hún er fórnarlambið, það var ráðist á hana með ógeðslegum hætti og það kemur bæði út á mér tárum, vekur mér ógleði og hrikalega reiði og nú er ég hætt..... Ég er í drápsstuði, hreinlega....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Þú ert sko *ekki* ein um þessa skoðun.  Svona ruslarapakk (þjóðerni skiptir ekki máli) á að setja í matvinnsluvél!  Þetta stundargaman fyrir þá, er búið að drepa andlega eina persónu í það allra minnsta, og að öllum líkindum búið að valda skaða hjá slatta af fleiri persónum til viðbótar.  Og þetta verður ekkert tekið aftur.  Ég veit ekki hvort ég hef tíma til að ranta almennilega um þetta, en SVEI! segi ég.

Matvinnsluvél, segi ég aftur, fyrir svona pakk!

Einar Indriðason, 12.3.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei, sem betur fer þá er ég ekki ein um þessa skoðun !

Jónína Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 08:37

3 Smámynd: Linda litla

Þetta er hræðilegt. Einn maður getur eyðilegt sálarlíf konu ef að hann nauðgar henni svo ekki sé talað um t.d. hræðslu konunnar við karlmenn eftir þessa reynslu, hvað þá ef að mennirnir eru fimm. Þetta er hreinn viðbjóður, og það skiptir engu máli hverrar þjóðar gerandinn er, þetta er alltaf jafn hræðilegt.

Linda litla, 12.3.2008 kl. 08:47

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hengja helvítin upp á öðru eistanu og láta þá kvíða fyrir að hanga á hina.Aumingjans andstyggðar kvikindi

Birna Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 09:46

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Linda litla : Algerlega sammála......

Birna mín : Ó já, var búin að gleyma þessari pyntingaraðferð....

Jónína Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég er sammála Birnu að hengja helvítin upp á eistunum. Menn sem svona gera eiga skilið harða dóma.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.3.2008 kl. 17:25

7 Smámynd: Unnur R. H.

Mér varð líka óglatt, þó einmitt aðalega af reiði...Bara ógeðslegt, sama hverrar þjóðar mennirnir eru OJJJJJ. Guð hvað ég vona að þeir fái að rotna í fangelsi OOOOJJJ

Unnur R. H., 12.3.2008 kl. 17:50

8 Smámynd: Tiger

  Æi, ég veit hvað það er erfitt að pæla í svona málum en verð að viðurkenna að ég hef alltaf varann á þegar ég heyri af svona löguðu. Hef nefnilega vitneskju um konu sem eyðilagði mannorð þriggja góðra manna í ákveðnu bæjarfélagi fyrir nokkrum árum með nauðgunar ákæru - en þegar rannsókn byrjaði þá dró hún kæruna til baka, hafði víst bara verið reið þeim í partýstandi. Stutt mál, þeir þurftu allir að flytja úr bæjarfélaginu - saklausir - því mannorðið var dautt og ekki hægt að endurheimta það svo léttilega.

  Nauðgunarglæpir eru og verða alltaf ógeðslegir og sannarlega vona ég að séu gerendur fundnir sekir að dómar yfir þeim verði sannarlega eins grimmir og glæpurinn sannarlega er! En ég get ekki annað en haft varnagla á þegar ég heyri af svona, og sér í lagi þegar litlar fréttir hafa komið í ljós um viðkomandi glæp, ekki einu sinni áverkar. En ég verð hrikalega reiður líka þegar svona kemur upp, vil líka skella gerendum í hakkavél eða eitthvað verra. Kær kveðja í fjöllin frá einni gamalli í fúlu skapi .. not!

Tiger, 12.3.2008 kl. 18:43

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Á ég að leggja í að segjast vona að hún sé að ljúga... æi já eiginlega þá hefði hún ekki orðið fyrir nauðgun, en samt líka nei, því þá væri hún sjálf að fremja glæp

Jónína Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 19:41

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður pistill hjá þér (eins og vant er) og ég er 100% sammála því sem þú skrifar.

Ég er á móti dauðarefsingu en svona pakk... why not!!!! 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.3.2008 kl. 20:06

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er líka á móti dauðarefsingum, en segi alveg eins og þú....

Jónína Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 20:08

12 Smámynd: Tiger

  Úff nei.. auðvitað væri ég til í að segja að ég vildi óska að hún væri að skrökva, því þá veit ég að þessir gaurar frömdu ekki svona svívirðilegan glæp á henni - en maður verður víst að átta sig á því að svona lagað er bara stórskelfilegt og ef satt reynist þá vona ég svo sannarlega að þeir fái allir upp til hópa eins grimma refsingu og mögulegt er! Hjarta manns grætur þegar slíkir atburðir koma í dagsljósið og skelfilegt er ef satt er. Æi, ég veit ekki - maður verður bara alltaf svo orðlaus (ég orðlaus- yeah, right) þegar maður heyrir af einhverjum, einum eða tíu eða hvað sem er - sem geta hugsað sér að neyða aðra manneskju til að gera eitthvað sem hún ekki vill... ljóttljótt.

Tiger, 12.3.2008 kl. 23:55

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég skil reiði þína fullkomnlega Jónína og nákvæmlega svona fréttir ulllu mér miklum áhyggjum á innflytjendastraumi inn til landsins. Ég vona að þú fyrirgefir mér en mig langar að reyna ræða um þessa hluti af skynsemi.  Ég hef heyrt svo mikið af þessháttar tilfellum undanfarið að ég er orðin stáldofin þegar ég frétti af svona viðbjóði. það sem hryggir mig er að hver kynslóðin á fætur annari virðist ala af sér ótal nauðgara og morðingja og svo virðist sem mann apin læri af sögunni.

En hver segir að við getum ekki lært af okkar bitru reynslu og mistökum sögunar ? 

Eina laustnin sem ég sé við þessum vanda er að láta þessa menn sem drígðu þennan verknað að taka út sína afpláningu í sínu samfélagi og ekki veitt landvistarleifi hingað aftur.  Auðvitað þyrfti að herða refsiramman líka og  jafnvel að lögreglan geti  meinað  mönnum að inn í landið ef þeir hafa mjög "óhreina sakaskrá". Það eru fordæmi fyrir slíku því Hells Angels voru á sínum tíma meinað að koma til landsins og klámráðstefnu bannað halda fundarhöld í reykjavíkurborg svo afhverju ætti ekki að gera slíkt hið sama við menn með nauðgunarferil á bakinu ?. því tel ég hyggilegst að það þurfi er að "AUKA" löggæsluna en EKKI að herða hana" það sem ég á við með að auka hana, er að mig grunar að vegna fjárskorts getur lögreglan ekki meinað slíkum ógæfumönnum að koma til landsins vegna fámenns vinnuafla.  Þeir geta ekki fylgt þessum málaflokki eftir og verr og miður láta þeir hann mæta afgangi. Þegar lögreglan þarf að senda DNA sýni erlendis því það er skortur á fjármagni til þess að hafa slík tæki segir okkur eingöngu að það er veruleg brotalöm í þessu samfélagi.  

Ég kenni í brjósti til þeirra útlendinga sem eru stálheiðanlegar og góðar manneskjur vegna þess að slíkir óþverar koma á þá óorði. Ég veit ekki hve margar "meyfórnir" þarf til þess að þessi hænufet sem tekin eru í þessum málum til þess að þau verði að stóru FRAMFARAPSORI. 

Hafðu það gott..

Brynjar Jóhannsson, 13.3.2008 kl. 02:16

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tigercopper , skil þig....

Brynjar, rökfastur að venju, verulega sammála þessu hjá þér.

Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 07:20

15 Smámynd: Júdas

Auðvitað er þetta hreinn viðbjóður og óvíst að unga konan nái sér nokkurn tíman en gleymum því samt ekki að þeir eru aðeins grunaði þessir fimm en við erum samt búin að sakfella þá alla.............Þarna í hópnum geta líka verið saklausir menn.

Bölvaðir séu þeir sem framkvæma svona glæpi gagnvar konum og börnum.

Júdas, 13.3.2008 kl. 07:46

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Júdas minn, ég veit það, ég má ekki fara of geyst..... takk fyrir þetta

Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband