.... var komin með örugga kosningu í embætti formanns Vondukonufélagsins og átti á hættu að mér yrði útskúfað úr mannlegu samfélagi.... Ég lét mér nefnilega detta í hug um daginn, að taka köttinn ekki með þegar við flytjum. Nei, ég ætlaði samt alls ekki að skilja hann eftir hérna í fjallinu og nei, ekki bara henda honum út á Guð og gaddinn. Ég ætlaði sko að láta.... sem sé lóga honum...
Og álpaðist auðvitað til að segja þetta upphátt ! Mér fannst ég færa ferlega fín rök fyrir þessari djöfullegu ákvörðun minni, en það voru nú alls ekki allir sammála því. Ætt mín eiginlega umturnaðist og á tímabili leit út fyrir að ég yrði munaðarleysingi, ættlaust óbermi sem enginn vildi neitt af vita
En ég stend auðvitað keik með mínum ákvörðunum og hélt því fram að það væri ennþá ljótara að gera einhverjar tilraunir á blessuðu dýrinu og sjá bara til hvort fullorðinn kötturinn, óendanlega sérvitur í þokkabót, mundi fást til að samþykkja nýtt heimili, niðri í bæ. Hann hefur aldrei þolað allt þetta smíðabrölt í okkur hérna uppfrá, en um leið og við flytjum, förum við að rífa allt innan úr eldhúsinu og endurnýja það og það verður ekki flóarfriður eða kattar.... Mér mundi líða illa ef hann bara léti sig hverfa og ég vissi ekkert hvar hann væri og hvernig hann hefði það !
Og af því að ég stend keik með mínum ákvörðunum, þá fór ég í huganum að plana, ég er svo mikið fyrir að gera áætlanir og ég byrjaði : Sko, ég þarf fyrst að fá lánað búr og finna upp einhverja aðferð til að koma kettinum inn í það, án þess að standa stórslösuð eftir.... Ég þarf að hringja í dýralækninn og segja hvað ég vil láta gera við köttinn, hvað segir maður ? Ég þarf að setja búrið í bílinn og hlusta á köttinn emja eins og væri verið að pynta hann, alveg eins og þegar ég fór með hann í ormahreinsunina um árið.... Ég þarf að fara með búrið inn til dýra...
Og af því að ég stend keik með mínum ákvörðunum, þá er ég búin að ákveða að loka köttinn inni í þvottahúsi á nýja heimilinu, þangað til hann gefst upp og samþykkir að eiga heima þar !
Góðar stundir






Flokkur: Bloggar | 13.3.2008 | 08:04 (breytt kl. 09:42) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannast við þetta... skil þig.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.3.2008 kl. 08:30
Sagan var æsispennandi... ég færðist nær og nær brúninni á stólnum mínum. Farinn að naga neglurnar upp í kviku. Var það "The Butler"? "Frakkaklæddi maðurinn"? .... Hver var þetta!
Þá kom punchlínan... "innilokaður í þvottahúsinu á nýja staðnum......" Og heimurinn slakaði á. Það kom heyranlegt andvarp í náttúruna.....
Einar Indriðason, 13.3.2008 kl. 08:45
Gunnar minn, takk, það er gott að vita að það eru til fleiri sem eru svona svakalega ákveðnir eins og ég... ha?
Einar, varstu orðinn svona spenntur ? Bíddu þá bara þangað til ég segi frá þegar ég var næstum því búin að ........
Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 08:58
Þú varðst sem sagt fyrir hópþrýstingi
Erna Evudóttir, 13.3.2008 kl. 10:07
Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 12:20
Aldrei að láta undan hópþrýstingi kona.Bara taka köttinn og................
Birna Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 12:51
Málið var nú frekar að ég guggnaði á ódæðinu, en hópþrýstingurinn hjálpaði alls ekki !
Ert þú ennþá með þína ketti ?
Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 12:59
Ja man og úthugsa nýja aðferð á hverjum degi,sko hvernig og hvar,löngu hætt að hugsa um hvers vegna
Birna Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 18:20
Góð
Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 19:09
Þetta eru nú meiri vandræðin hjá þér með köttinn. Vona að þú finnir þá aðferð sem þú sjálf sættir þig við.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.3.2008 kl. 20:48
Takk Ólöf mín
Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 21:16
Tiger, 14.3.2008 kl. 03:15
Hí hí takk amma mín, þú klikkar ekki.... frekar en venjulega
Jónína Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.