... algerlega í öðrum gír núna. Á eftir er ég nefnilega að fara í fjarskalega virðulegt hlutverk og skreppa í heimsókn á leikskólann til sonardóttur minnar, hennar Lindu Bjargar. Það er svona ömmu og afa kaffidagur. Það verður örugglega gaman og ég get alveg lofað ykkur því, að ég verð alls ekkert virðulegri en venjulega
Sú stutta er tveggja og hálfs árs, að flýta sér að verða fimm ára og er fyrsta barn barnanna minna, fyrsta blóðbarnabarnið mitt... oj það ekkert fallegt að segja það svoleiðis. Það eru fimm ár síðan ég varð amma í fyrsta skipti og ég varð alveg svakalega hrærð og með ólíkindum grobbin ! Þá spurði önnur tengdadóttir spúsa míns mig, hvort stelpurnar þeirra mættu kalla mig ömmu... "Heyrðu... elsku dúllan mín... bara já takk sko" stamaði ég út úr mér afskaplega virðulega, eins og mín er von og vísa. Þessar yndislegu dúllur voru þá 3 og 4 ára og eru fyrstu barnabörnin mín
Síðan leiddi eitt af öðru og flest öll hin kalla mig líka ömmu, meira að segja þær stelpur sem komu með tengdadætrunum inn í hjónaböndin og mér finnst þetta algert æði ! Að vísu eru þrjú af þessum ellefu barnabörnum, sem kalla mig ekki ömmu allavega ekki opinberlega, af því að ég er syndug kona...... við spúsi erum nefnilega ekki gift...
En það er alls ekki frá blessuðum börnunum komið og þá alls ekki mér heldur, það eru foreldrarnir sem velja fyrir þau.....
En þessar litlu elskur ruglast oft á þessu og kalla mig samt ömmu og ég elska það og dettur ekki í hug að leiðrétta það
Vona innilega að þið njótið dagsins, ég ætla að fara að flétta á mér hárið og fara í peysufötin






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn... amma
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 08:06
Góðan dag drengur minn
Jónína Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 08:10
Jú veistu þetta hefur soldið verið að trufla mig líka að þið lifið í synd, þú veist ég er alltaf í kirkju og svoleiðis
Erna Evudóttir, 14.3.2008 kl. 09:03
Ég veit það alveg, en leyfir samt börnunum þínum að kalla mig frænku
Ert´ekk´í lagi ? 
Jónína Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 12:14
Kannast við þetta... er búinn að gegna afastöðunni árum saman og stoltur af... síðan eignaðist dóttir mín gutta í fyrra og þá spurðu nokkrir hvernig mér þætti "loksins" að vera orðinn afi - Ég á sko fimm fósturbörn svo við eigum því 6 börn "saman" og það getur stundum valdið miskilningi.
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 13:07
En gaman hjá þér. Geturðu ekki sett mynd af þér í peysufötunum og með flétturnar inn á bloggið? Bíð spennt eftir að sjá þig svona þjóðlega.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:32
Já Steini minn við spúsi eigum samtals 7 börn og 12 barnabörn, hann 4 og ég 3 börn og hann 11 barnabörn og ég 1, ég er alveg að ná honum
Ólöf mín, ætli þú verðir ekki bara að ímynda þér hvernig ég gæti litið út, ehh... ég sko gleymdi sko myndavélinni sko...
Jónína Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 15:19
Gevööööð Ninna,ertekkigift
.Það hlýtur að vera spennandi að sofna alltaf í synd á kvöldin

Birna Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 18:32
Ha ha hrikalega spennanananandi
Jónína Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 19:11
Tiger, 15.3.2008 kl. 03:40
Högni minn, þúsund þakkir.....
Ég er viss um að þessi mynd er fölsuð, en umbúðirnar engu máli, það er innihaldið sem gildir og mér finnst innbúið í þér vera frábært
Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 06:12
þarna vantaði inní að "umbúðirnar skipta engu máli" !
Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 06:14
AMMA er alltaf AMMA, sama hver skyldleikinn er í raun. Dætur mínar eiga AFA og ÖMMU þó við hjónin séum bæði munaðarlaus. Annars þakka ég bara fyrir síðast, Jónína mín, alltaf gaman að fá Ömmur og Afa í heimsókn á leikskólann. AD
Anna Dóra (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:12
Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.