Ég er tóm.....

.... þess vegna ætla ég ekkert að skrifa hérna í dag..... alla vega ekkert dónalegt eða ljótt eða merkilegt... frekar en venjulega... Nema kannski að í dag ætla ég að skondra í Rúmfatalagerinn, þeir eru að opna í nýju plássi á Glerártorgi, það hlýtur eitthvað að vera til þar, sem mig vantar í nýja húsið. Veit ekkert hvað mig vantar eða hvort mig vantar yfir höfuð eitthvað, en ég hlýt að komast að því þegar ég fer að skoða.... er það ekki svoleiðis sem maður gerir þetta ? Wink  Mér finnst ekkert gaman að fara í búðir, ekki síðan ég hætti alveg að nenna að fara í Ríkið, nema mér finnst stundum gaman að fara í Rúmfó, hérna á Akureyri. Ég fékk auglýsingu frá þeim í gær og sá sófasett sem ég held að gæti passað fyrir mömmu, bæði er það nett og smart og líka á viðráðanlegu verði, meira að segja fyrir ellilífeyrisþega. Ég dreg hana með mér í dag, áður en ég fer að vinna. Ég er í alvöru hálfandlaus í dag, en það kemur samt ekki í veg fyrir að ég hafi ólæknanlega skrifræpu...Tounge Mér hefur verið tjáð af aðilum... samt alls ekki fagaðilum... heldur svona "beturvitrungum", að það sé ekkert normal að fara á fætur klukkan hálfsex á morgnana, bara til að fara á fætur og eiga ekki að mæta í vinnu fyrr en kl. 10. Og það er víst alveg sérlega óhollt að fara snemma á fætur um helgar og eiga bara alls ekki að mæta í vinnu W00t Mér er alveg sama hvað klukkan er og líka hvaða dagur er þegar ég vakna, ég vakna bara þegar ég er búin að sofa, gera það ekki allir annars ?Woundering Það er hvorki fræðilegur möguleiki né mögulegur fræðileiki, að ég geti gert eftirfarandi þegar ég vakna : opna augun, líta á klukkuna, sjá að hún er "bara" 6 eða eitthvað, líta svo á dagatalið og sjá að það er laugardagur og snúa mér svo á hina hliðina og halda áfram að sofa...GetLost Ég gef kúk og kanil í klukkur og dagatöl og fer á fætur ! LoL Ég er víst ekki normal ! Njótið ljúfs laugardags eins og kostur erSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Það er langbest að vera ekki normal Líst vel á þetta með sófasettið, ég ætla líka að versla í þessari búð þegar ég er komin heim, mikið flottari á Akureyri en hérna hjá mér

Erna Evudóttir, 15.3.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já við systurnar vitum það  RL búðin er skemmtileg búð og það er sterkt til orða tekið hjá mér sem leiðist að fara í búðir, ég skal koma með þér í RL þegar þú kemur

Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Júdas

Júdas verður seint talinn normal og er risinn úr rekkju eins og norðanvinkonan fyrir allar aldir.....alltaf.  Er þetta aldurinn Jónína eða hvað er þetta.  Þetta byrjaði samt hjá mér upp úr fermingu!

Júdas, 15.3.2008 kl. 08:22

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag Júdas minn, þetta hefur ekkert með aldur að gera ! Við erum fyrsta flokks A manneskjur og það er langflottast !

Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 08:27

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

'Eg er voða fegin að við systurnar teljumst soldið skrítnar,væri ferlegur andskoti ef við teldumst "normal"'Eg er létt-klikkuð,hef alltaf verið það og er stolt af þvíÉg vona að ykkur mömmu gangi vel í RL búðinni

Birna Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 09:00

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

"Morgunn stund gefur gull í mund" segir máltækið. Satt berst að segja finnst mér notalegt að lúra fram eftir, svona til 8.00 eða 9.00, þá er nú yfirleitt karlinn minn löngu farinn fram úr. En svo get ég "drollast"fram eftir nóttu á fótum. Klukkuverkið er víst ekki eins í öllum og svo er það nú bara. Haltu þínu striki og góða helgi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.3.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Átti þetta að vera stutt færsla?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 14:14

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Birna mín, við megum líka vera stoltar RL frestað til morguns....

Ólöf mín, þakka þér og sömuleiðis

Gunnar sko.... eiginlega átti þetta að vera stutt færsla... eða jafnvel engin sko... ég hafði ekkert að segja sko.... ha...

Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 15:05

9 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Minn kall er svona, er kannski búin að fara út og afreka alveg heil lifandis óskop þegar ég vakna.  Ég vakna samt yfirleitt ekki seinna en átta.  Enda með tvær yndislegar lifandi vekjaraklukkur á heimilinu En hver segir að allt hitt fólkið sé frekar normal heldur en þú?

Þórhildur Daðadóttir, 16.3.2008 kl. 16:17

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert heppin að hafa þessar vekjaraklukkur Mér finnst ég vera ferlega normal sko....

Jónína Dúadóttir, 16.3.2008 kl. 19:49

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mamma var ánægð með sófakaupin

Birna Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 07:18

12 Smámynd: Tiger

  Er það ekki oftast svo að "bylur hæst í tómri - tunnu"? Sko ef þú værir tunna þá væri ég ekki nálægt þér - nema þú værir bjórtunna þó.. *hux*...

RL-shop er náttúrulega snilldar sjoppa með vörur þokkalegar og á viðráðanlegu verði fyrir Jón úti í Bæ, ætli Davíð viti af þessu? Í upphafi fannst mér oftast vörur úr Rúmfatalager og Íkea hið mesta drasl sem datt í sundur við minnsta átak - en núna eru þeir bara með skolli góðar vörur sem eru vel þess virði að skoða.

  Það er meira en fræðilegur möguleiki, alveg sama hvað ófagaðilar segja um mig - að ég get vel snúið mér á hina og sofið endalaust ef mér dettur það í hug og hef tíma... zzzzzzzzz. luv út í fjöllin amma mín - kveðja frá hrekkvísa RL-shop aðdáanda, þannig séð.

Tiger, 17.3.2008 kl. 14:50

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband