Eitt af því sem ég vil fá í nýja eldhúsið okkar, er innbyggður örbylgjuofn í stíl við bakaraofninn, sem væri þá staðsettur í skápnum fyrir neðan. Bara af því bara !
Í einni raftækjaverslun sem við fórum í, er hægt að fá hurð í stíl við bakaraofninn, sem þú setur bara fyrir skápinn ofan við bakaraofninn og svo setur þú örbylgjuofn innanvið. Ég spurði til hvers ?? Ja sko bara svo að það sýnist sko vera dýrara !!! Ójá jæja, það er nú kannski ekki alveg minn stíll og þetta þarna plat, kostar rétt tæp 50 þúsund krónur íslenskar og mér sýnist það ekkert bara vera dýrt, það er dýrt ! En ég vil ekkert plat, annað hvort alvöru eða ekki neitt, þannig að ég fer í einhverja aðra búð og kaupi alvöru innbyggðan örbylgjuofn og bæti við x þúsund krónum íslenskum og þá er það sem sagt ofninn með hurð og alles.
Ég hef aldrei áður hannað mitt eigið eldhús og til að byrja með hafði ég bara tvær kröfur, ryksugu/kústaskáp en þeir eru víst ekkert inn lengur og ekki eina einustu hillu í neðri skápunum, bara skúffur en það er inn. Ef mér sko endist líf og heilsa, þá verð ég einhvertímann gömul kona og þá verður erfitt fyrir mig að bogra inn í neðri hillur í skápum og þá verður líka auðveldara fyrir mig að njósna um hvort konugreyið, sem kemur þá til mín frá heimaþjónustunni, þrífur almennilega
Ég er eiginlega strax farin að vorkenna henni
Það virðist allt vera dáið í fasteignasölunni, sem sér um söluna á húsinu okkar, en ég ætla að hringja þangað í dag og láta þá fá smá gæsahúð, þetta er nú orðið ágætt hjá þeim
Njótið dagsins í veðurblíðunni






Flokkur: Bloggar | 18.3.2008 | 07:42 (breytt kl. 09:46) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 18.3.2008 kl. 12:43
Góður þessi með ,,konugreyið frá heimaþjónustunni" .. ég vorkenni minni líka (fyrirfram) ..
Það er flókið að hanna eigið eldhús, ég teiknaði eldhús í mitt hús fyrir tveimur árum, breytti því 200 sinnum til það væri fullkomið og svo seldi ég húsið og flutti inn á núverandi sambýling þar sem allt er fullkomið NEMA eldhúsið sem er lélegt - en kostar alltof marga 50þúsund kalla að gera nýtt!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.3.2008 kl. 13:13
Tiger, 18.3.2008 kl. 17:00
Já, láttu þá bara fá gæsahúð hjá fasteignasölunni. Og gangi þér vel að hanna eldhúsið. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af heimilisþjónustunni þegar þú verður gömul kona. Sennilega verður búið að leggja hana niður vegna skorts á starfsfólki. Nú þegar gengur það ekki of vel að manna hana. Illa launuð, reikna ég með eins og öll störf sem snúast um umhyggju og þjónustu.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.3.2008 kl. 17:01
Jóhanna: Ég vinn sjálf í Heimaþjónustunni hér á Akureyri
Högni minn: Loksins komin dagsetning á undirritun kaupsamninganna, miðvikudagurinn 26.mars klukkan 3.
Þannig að ég slepp við svefnpokann og fasteignasalinn sleppur létt frá mér
Ólöf: Takk fyrir ! Ég er á ágætis kaupi, en ég er líka búin að vinna við þetta í 10 ár núna 1.apríl
Jónína Dúadóttir, 18.3.2008 kl. 18:43
Tilfinningin að vera komin með sitt eigið sérhannaða eldhús er súper..... haltu bara áfram, faðu þér kústaskápinn, skúffurnar, örbylgjuofninn og alles :-)
Vertu með á nótunum, 18.3.2008 kl. 19:55
Hlakka svo til
Jónína Dúadóttir, 18.3.2008 kl. 22:11
Ég segi bara til hamingju.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.3.2008 kl. 18:50
Já til hamingju með að fá að hanna þitt eigið eldhús eftir vistina í kústaskápnum
! - Helga mín teiknaði nýja innréttingu í okkar eldhús og ég setti samt skilyrði fyrir því að vera með öll tæki ný og innfeld. Kyngdi þó stoltinu gagnvart innbyggðri kaffivél sem kostaði augun úr og þrátt fyrir að við ættum nokkrar kaffivélar þá keypti ég eina sömu tegundar tækjunum þ.e Siemens, hannaða af Porché. Það ónýti kostaði 24 þúsund og eftir að hafa verið með klútinn á lofti í einhverjar vikur við að þrífa eftir hana lekann(á köldu kaffinu) fleygði ég henni í verslunina aftur og bað þá vel að lifa. Það hefði alveg gleymst að hanna allt nema geggjað útlitið á þessari kaffikönnu. Þeir tjáðu mér að hún væri ekki gölluð og neituðu endurgreiðslu þrátt fyrir að ég hefði verið nýbúinn að kaupa tæki af þeim fyrir 400 þúsund. Ég tjáði þeim að ég hefði ekkert með þetta ónýti að gera svo kaffikannan er enn í versluninni. Þannig að mórall þessarar sögu er: Ekki kaupa kaffikönnu frá Siemens í nýja eldhúsið
En svona til að þeir njóti sannmælis þá er restin af tækjunum frá þeim hinsvegar mjög fín.
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 03:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.