Fjarsýn á öðru, nærsýn á hinu....

Mér tókst að týna gleraugunum mínum í gær Shocking Það gerðist í slagsmálum við sófa, sem virtist bara ekkert kæra sig um að fara upp á aðra hæð í blokk, en hann lét auðvitað undan fyrir rest, ég vinn alltaf... næstum þvíWink Gleraugun voru nú bara keypt í Tiger, af því að þó ég hafi alveg haft tíma þá hef ég bara ekki gefið mér hann í mörg ár, til að fara til augnlæknis og í staðinn fyrir 400 krónur mundu alvöru gleraugu fyrir mína skjái kosta 40000 krónur..... Jamm og jæja einhvertímann gerist þaðTounge Fasteignasalinn hringdi loksins í gær með þær fréttir að kaupsamningur vegna hússins okkar verður loksins tilbúinn til undirritunar á miðvikudaginn eftir viku og nú er mér þá líklega ekki stætt á því, að draga það lengur að fara að pakka niður ! Sama daginn skrifum við svo undir kaupin á draumahúsinu okkarInLove Loksins allt að gerast og það er komið páskafrí, eiginlega alveg, bara dagurinn í dag eftir !!! Ég var nú satt að segja farin að láta mér detta í hug svona undir niðri, að það yrði ekkert af þessum kaupum og sölu, en af því að ég er svo mikill töffari þá var ég auðvitað ekkert að segja neinum frá því.... fyrr en eftirá þegar er allt er orðið í lagiGrin Ég er svo furðuleg með það, að mér finnst að ef ég segi frá því sem mér líður illa út af, þá verði það meira að umfangi og ennþá óviðráðanlegra..... þá dreifist það á fleiri staði og verði meira.... Ok þetta er kolrangt er mér sagt, en þetta heitir líklega að vera lokuð.... En skítt með það, svona er ég bara, ekkert hægt að gera við því og ég hef hingað til getað lifað með því... góðu lífiJoyful Njótið þessa síðasta vinnudags fyrir páska og hafið það ferlega gottSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm skil hvað þú átt við og ef það heitir að vera lokuð,þá erum við bara lokaðar

Birna Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já er það ekki bara

Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 07:39

3 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína.  Stundum er betra að sjá ekki neitt, heyra ekki neitt og jafnvel segja ekki neitt.  Eitt af þremur gæti þó dugað.

Júdas, 19.3.2008 kl. 08:45

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi já það er alveg rétt hjá þér

Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 10:03

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert ekki lokuð, ég held þetta sé bara rétt hugsun hjá þér! Ég tók mig einu sinni í gegn - var m.a. að drepast í bakinu og kvartaði við alla sem ég hitti - svo fór ég í kvörtunarstraff og hætti bara að kvarta og kveina - sagði bara frá hinu góða og skemmtilega og nú halda allir og meira að segja ég sjálf að ég sé laus við bakverkinn og svona flest vandamál..  

Gleðilega Páska!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.3.2008 kl. 10:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er nefnilega akkúrat þetta sem ég geri líka, miklu skemmtilegra

Gleðilega páska !

Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 10:13

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðilega páska

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.3.2008 kl. 19:05

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega páska Gunnar minn fyrir þig og fjölskylduna

Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 19:36

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Gott  að þetta er að ganga upp, gleðilega páska líka og farðu til augnlæknis

Erna Evudóttir, 19.3.2008 kl. 20:12

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fór í Tiger og keypti 6 pör af gleraugum, engin eins

Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 20:22

11 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú náttúrulega svo mikið fyrir tilbreytinguna eins og fleiri af þínum ættingjum

Erna Evudóttir, 19.3.2008 kl. 20:51

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er þessi einhverfa í ættinni,Ninna er aðallega með hana

Birna Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 21:07

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég ls ein herfa....... Aðeins að flýta mér, ætti kannski bara að eiga fleiri gleraugu

Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 22:01

14 Smámynd: Tiger

  Well ljúfust, þá segir maður bara til hamingju með nýja húsið og svo sendir maður bráðum ekki neinar kveðjur í fjöllin blá heldur beint í kolskítugan bæinn .. úfff.

Sko, allt sem fæst hjá Tiger - er náttúrulega bara gott! En stundum er betra að fara í aðeins vandaðari verzlunarleiðangur. Samt, ótrúlegt hvað mikið er hægt að fá af góðum hlutum á ódýrum stöðum - hluti sem nýtast manni alveg jafn vel ef ekki bara betur en rándýrir hlutir.

  Þegar maður ber ekki á torg vandamál eða áhyggjuefni - er maður ekki lokaður - heldur sjálfstæður, maður bara reddar sér sjálfur. Ég er mjög svipaður þér með þetta, segi stundum ekkert fyrr en allt er orðið ok. Minnisstætt atvik: Var erlendis eitt sumarið, fékk heiftarlega illa salmónellusýkingu og þurfti að koma heim til að fá hjálp - hringdi ekki í neinn fyrr en tveim dögum eftir að ég kom heim - af sjúkrahúsinu hérna heima, til að láta vita að ég væri kominn heim og allt væri ok... i tell you - fjölskyldan varð alveg óð! hehehe... þú ert töffari amma góð! Og gleðilega páska í pökkunardeildina..

Tiger, 20.3.2008 kl. 00:27

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn kæri, þú ert einstakur

Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 00:29

16 Smámynd: Björn Finnbogason

Svona hugsanir á maður að selja um leið og halda áfram að skoða fake örbylgjuofna eða eitthvað!  Þ.e. ef maður sér þá eitthvað

Annars myndi ég nú persónulega rífa helvítis hurðina af innkaupalistanum og sannfæra sjálfan mig á 0.5, að fjárfesta í gleraugum í staðinn.

Svo verðuru nú víst að look the part- fyrst þú ert að flytja til byggða ekki satt? 

Björn Finnbogason, 20.3.2008 kl. 02:10

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jú rétt hjá þér.... held ég....

Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband