Mér tókst að týna gleraugunum mínum í gær Það gerðist í slagsmálum við sófa, sem virtist bara ekkert kæra sig um að fara upp á aðra hæð í blokk, en hann lét auðvitað undan fyrir rest, ég vinn alltaf... næstum því
Gleraugun voru nú bara keypt í Tiger, af því að þó ég hafi alveg haft tíma þá hef ég bara ekki gefið mér hann í mörg ár, til að fara til augnlæknis og í staðinn fyrir 400 krónur mundu alvöru gleraugu fyrir mína skjái kosta 40000 krónur..... Jamm og jæja einhvertímann gerist það
Fasteignasalinn hringdi loksins í gær með þær fréttir að kaupsamningur vegna hússins okkar verður loksins tilbúinn til undirritunar á miðvikudaginn eftir viku og nú er mér þá líklega ekki stætt á því, að draga það lengur að fara að pakka niður ! Sama daginn skrifum við svo undir kaupin á draumahúsinu okkar
Loksins allt að gerast og það er komið páskafrí, eiginlega alveg, bara dagurinn í dag eftir !!! Ég var nú satt að segja farin að láta mér detta í hug svona undir niðri, að það yrði ekkert af þessum kaupum og sölu, en af því að ég er svo mikill töffari þá var ég auðvitað ekkert að segja neinum frá því.... fyrr en eftirá þegar er allt er orðið í lagi
Ég er svo furðuleg með það, að mér finnst að ef ég segi frá því sem mér líður illa út af, þá verði það meira að umfangi og ennþá óviðráðanlegra..... þá dreifist það á fleiri staði og verði meira.... Ok þetta er kolrangt er mér sagt, en þetta heitir líklega að vera lokuð.... En skítt með það, svona er ég bara, ekkert hægt að gera við því og ég hef hingað til getað lifað með því... góðu lífi
Njótið þessa síðasta vinnudags fyrir páska og hafið það ferlega gott
Flokkur: Bloggar | 19.3.2008 | 07:29 (breytt kl. 07:30) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm skil hvað þú átt við og ef það heitir að vera lokuð,þá erum við bara lokaðar
Birna Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 07:32
Já er það ekki bara
Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 07:39
Góðan daginn Jónína. Stundum er betra að sjá ekki neitt, heyra ekki neitt og jafnvel segja ekki neitt. Eitt af þremur gæti þó dugað.
Júdas, 19.3.2008 kl. 08:45
Æi já það er alveg rétt hjá þér
Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 10:03
Þú ert ekki lokuð, ég held þetta sé bara rétt hugsun hjá þér! Ég tók mig einu sinni í gegn - var m.a. að drepast í bakinu og kvartaði við alla sem ég hitti - svo fór ég í kvörtunarstraff og hætti bara að kvarta og kveina - sagði bara frá hinu góða og skemmtilega og nú halda allir og meira að segja ég sjálf að ég sé laus við bakverkinn og svona flest vandamál..
Gleðilega Páska!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.3.2008 kl. 10:11
Það er nefnilega akkúrat þetta sem ég geri líka, miklu skemmtilegra
Gleðilega páska !
Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 10:13
Gleðilega páska
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.3.2008 kl. 19:05
Gleðilega páska Gunnar minn fyrir þig og fjölskylduna
Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 19:36
Gott að þetta er að ganga upp, gleðilega páska líka og farðu til augnlæknis
Erna Evudóttir, 19.3.2008 kl. 20:12
Fór í Tiger og keypti 6 pör af gleraugum, engin eins
Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 20:22
Þú náttúrulega svo mikið fyrir tilbreytinguna eins og fleiri af þínum ættingjum
Erna Evudóttir, 19.3.2008 kl. 20:51
Það er þessi einhverfa í ættinni,Ninna er aðallega með hana
Birna Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 21:07
Ég ls ein herfa.......
Aðeins að flýta mér, ætti kannski bara að eiga fleiri gleraugu
Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 22:01
Sko, allt sem fæst hjá Tiger - er náttúrulega bara gott! En stundum er betra að fara í aðeins vandaðari verzlunarleiðangur. Samt, ótrúlegt hvað mikið er hægt að fá af góðum hlutum á ódýrum stöðum - hluti sem nýtast manni alveg jafn vel ef ekki bara betur en rándýrir hlutir.
Tiger, 20.3.2008 kl. 00:27
Högni minn kæri, þú ert einstakur
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 00:29
Svona hugsanir á maður að selja um leið og halda áfram að skoða fake örbylgjuofna eða eitthvað! Þ.e. ef maður sér þá eitthvað
Annars myndi ég nú persónulega rífa helvítis hurðina af innkaupalistanum og sannfæra sjálfan mig á 0.5, að fjárfesta í gleraugum í staðinn.
Svo verðuru nú víst að look the part- fyrst þú ert að flytja til byggða ekki satt?
Björn Finnbogason, 20.3.2008 kl. 02:10
Jú rétt hjá þér.... held ég....
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.