Ég er yfirmaðurinn og allir undirmenn líka, í pökkunardeildinni í Fjallakofanum. Við rífumst nokkuð oft við yfirmanninn og svo skamma ég undirmennina og skemmti mér vel"Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en flutt hefur" er glænýr málsháttur sem ég stal frá konu á bloggsíðu bloggvinkonu minnar ! Allskonar smádótarí og allrahandanna drasl, sem ég tek ekki eftir dagsdaglega, vekur mér mikla undrun núna þegar ég er að pakka í kassana. Hvurn djö... er ég að eiga þetta og hvað í ósköpunum á það að þýða að vera að geyma svona ???
Það er hálfgert skítaveður úti og mér er alveg sama þó ég þurfi barasta alls ekkert að fara neitt út í dag. Ég er búin að opna fjórum sinnum fyrir kisa, svo hann geti sinnt sínum erindum úti, en hann hættir alltaf við og horfir á mig eins og ég sé viljandi að framleiða skítaveður handa honum... Láttu þetta hætta kona !
Okkur var boðið í heimsókn í heimahús í gærkvöldi, en ég nennti ekki að fara, enda svoleiðis heimsóknir ekki alveg þær allra skemmtilegustu sem ég fer í.... æi, til að vera nú alveg hreinskilin, það eru langleiðinlegustu heimsóknir sem ég fer í. Fólkið er samt frábært og skemmtilegt að öllu eðlilegu, en alltaf einn gestur þar sem ég kann mjög sjaldan að meta og hann heitir Bakkus. Hann fer ferlega illa með besta fólk og gerir það með eindæmum þreytt, þrasgjarnt og leiðinlegt, á meðan hann staldrar við. Það er ekkert verið að taka upp skemmtilegurnar og hafa gaman, ónei alltaf teknar upp leiðinlegurnar og gömul ósætti og rifrildi, klikkar aldrei
Ég vil frekar fara í heimsóknir til sama fólks á daginn, en það er víst svo hallærislegt, sérstaklega þegar það er frí daginn eftir !! Mér er alveg sama þó ég sé talin hallærislegur félagsskítur í þessum hópi, ég get alveg lifað með því og það bara sérdeilis fínu lífi og þá sérstaklega daginn eftir
Ég óska ykkur alls góðs inn í daginn, ég ætla að halda áfram að pakka niður
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið skelfing skil ég þig vel að nenna ekki að vera í boðum með Bakkusi. Hann er svo helvíti leiðinlegur!!
Annar les ég alltaf hjá þér mín kæra, en er ekki nógu dugleg að kvitta. En það geri ég núna og ætla að nota tækifærið og óska þér og þínum gleðilegra flutninga og páska auðvitað
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2008 kl. 08:43
Þakka þér fyrir Jenný mín og ég óska líka þér og þínum gleðilegra páska
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 09:28
Sammála þér heillin.Það eru ekki allir sem geta boðið til sín gestum og Bakkusi líka.Ég elska að flytja og henda.Og þar sem að ég ætla ekki að flytja í bráð,þá hendi ég alltaf reglulega.Reyni að passa að það sé ekkert sem ég þarf að nota
Birna Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 09:29
Ég elska að henda, en er alltaf með það á hreinu að það sem ég er að henda í það og það skiptið, þurfi ég svo að nota strax í næstu viku
En ég er búin að finna ráð gegn því : ég fer alltaf eins fljótt og ég get, með pokana niður í gáma
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 09:40
Bakkus er ekkert skemmtilegur, vinnur markvist við að gera gott fólk bókstaflega óþolandi!! En núna segi ég, henda, henda ,henda og svo henda
. En gleðilega hátið og hafðu það sem best um páskahátíðina
Unnur R. H., 20.3.2008 kl. 09:58
Vel orðað
Haf þú það líka sem best Unnur mín
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 10:04
Takk fyrir, kisi herti sig loksins upp, æddi út í óveðrið og sinnti sínum einka erindum og var snöggur að, hentist svo inn eins og fallbyssukúla um leið og ég opnaði fyrir honum aftur !
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 13:15
Ég er sko byrjuð að henda og hef mjög gaman að
En skrýtið að hérna í mínu hverfi fer maður eiginlega bara í heimsóknir til fólks að degi til og það er oftast ákveðið með löngum fyrirvara
Erna Evudóttir, 20.3.2008 kl. 16:56
Sammála þér að Bakkus er ekki skemmtilegur þegar hann tekur völdin. Ósköp sem fólk getur breyst mikið og oft orðið hundleiðinlegt. Gleðilega hátíð.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.3.2008 kl. 16:58
Erna mín, sammála það er gaman að henda
Veistu að í mínu "hverfi" er það ekki þannig, nema það sé þá búið að ákveða að fara á fyllerí og þá yfirleitt samdægurs samt
Takk Ólöf mín og sömuleiðis gleðilega hátíð
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 17:03
Tek undir þetta flest með þér nema að það er orðið langt síðan ég hef bara upplifað nærveru Bakkusar, sem skemmtun
Og auðvitað er hann líklega langmest óþolandi á nóttunni, í símanum...
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 19:07
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.3.2008 kl. 22:37
Mikið skil ég þig vel með þetta heimsóknardæmi... Hef alla tíð fundist afspyrnuleiðinlegt að vera innan um fullt fólk(þ.e ódrukkinn sjálfur) og síðan ég hætti sukkinu fyrir einum 17 árum hefur þessi "innanumleiði" svo sem ekkert minnkað. Þá er ég að tala um innantóm samkvæmi sem eru bara spes form til að réttlæta djúseríið... og ég þurfti sko aldrei nein sérstök tilefni til að fá mér í glas... þau komu alltaf eftirá En auðvitað eru það við alkarnir sem komum óorði á brennivínið...
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.