Eru ekki allir kátir ?

Þessi kona hérna, álpaðist til að fara inn í geymslu í gærmorgun og ætlaði bara aðeins að gá hvort ekki væri eitthvað þar sem mætti pakka niður og kannski líka eitthvað til að henda.... það tókst !  Spúsi hlær að mér og finnst ég vera að misskilja þetta eitthvað... þetta sé eiginlega ekki alveg í réttum hlutföllum hjá mér, henda-hrúgan sé orðin stærri en flytja-hrúganTounge Fann svo gjörsamlega dauðóvart kassann með öllum geisladiskunum okkar, þennan með allri tónlistinni sem átti eftir að moka inn í tölvuna. Ég var ekkert búin að týna honum samt, nennti bara aldrei að finna hann, af því að ég vissi að það færi um það bil heill dagur í að setja þetta allt inn. Ég reyndist sannspá og sá dagur var gærdagurinn...... augun í mér voru orðin ferköntuð í restina Cool Ég taldi ekki alla diskana, það væri náttulega svakalega dugnaðarlegt að geta komið með einhverja glæsilega tölu á þetta, en þetta er fullur eplakassi af geisladiskum ! Ég vil hafa alla tónlistina í tölvunni, mér finnst það miklu skemmtilegra en að hafa helling af geisladiskum fljótandi út um allt, ef mér dettur í hug að spila tónlist. Svo er tölvan bara tengd við heimabíóið og ég sem er alltaf svolítið andlega flögrandi, get valið eitt lag af þessum diski og annað af hinum, án þess þó að þurfa að laga til á eftir. Ég veit að ég er ekkert að finna upp hjólið með þessu, en þetta er fínt fyrir letingja eins og mig, alltaf að gera mér hlutina auðveldari með öllum ráðumGrin Inni í ísskáp bíður núna, þetta stóra fína læri frá okkar kæra vini bóndanum í Borgarfirði, það fer í moðsteikingu upp úr hádegi. Við borðum ekki betra kjöt en það sem við fáum hjá honum á haustin og eru löngu orðin fastir áskrifendurKissing Svo koma eldri sonur minn, tengdadóttir og sonardóttir og borða það með okkur í kvöld. Ég á mér ósk og hún er sú, að öllum líði eins vel og hægt er og elskurnar mínar, gangið nú rólega og settlega um gleðinnar dyrSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég kem gjarnan í lærið

Heiður Helgadóttir, 22.3.2008 kl. 08:19

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mín væri ánægjan

Jónína Dúadóttir, 22.3.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú ert eina manneskjan sem kann að elda læri,svo sómasamlegt geti talist.Þú geymir handa mér bita,e satt

Birna Dúadóttir, 22.3.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þegar ég álpast inn í geymsluna mína, hrökklast ég strax út aftur. Verkefnin þar vekja yfirþyrmandi kvíða hjá mér. Vonandi læri ég af þér, listina að sortera og henda og henda -haugurinn verði stærri, en sá sem verður kyrr í geymslunni. Hafðu það gott og njóttu góðrar máltíðar og selskaps.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.3.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín : Þú vannst þér inn stóóóran bita núna

Ólöf mín : Veistu, þessi "hrökklastfrátilfinning" hefur alltaf hrjáð mig með geymsluna mína líkaEn núna bara verð ég og þá þýðir ekkert að vera að hlusta á það

Jónína Dúadóttir, 22.3.2008 kl. 13:07

6 Smámynd: Júdas

Býður sorpa ekki bara í svona stórt verkefni?

Júdas, 22.3.2008 kl. 19:24

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki svo vitlaus hugmynd

Jónína Dúadóttir, 22.3.2008 kl. 20:53

8 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Lestrarkvitt

Þorsteinn Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband