Það var nú nokkurnveginn það sem ég vildi sagt hafa þennan daginn Páskarnir eru fyrir mér, bara kærkomið frí og fínn tími sérstaklega núna, til að pakka niður fyrir flutningana. Ég fer ekkert í eitthvað sjálfvalið þunglyndi yfir einhverju, sem sagt er að hafi gerst fyrir tvö þúsund árum, hugsa ekkert um píslir eða krossfestingar eða annað í þeim dúr, það eru víst nógu margir vitleysingar sem missa sig þannig....
Væri fínt ef þetta með upprisu frá dauðanum væri staðreynd, ég á nokkra mér afar kærkomna, sem ég vildi að gætu lifnað við
Kvöldmaturinn í gærkvöldi var ferlega góður, þó ég segi sjálf frá, enda er ég mjög góður kokkur... þegar ég nenni að elda
Við vorum rétt búin að borða þegar fólkið sem er að kaupa húsið okkar birtist óvænt, tvenn ung hjón að sunnan, þau eru á skíðum á Dalvík yfir páskana og þau eru alveg jafnspennt að kaupa húsið okkar eins og við erum spennt að kaupa húsið niðurfrá ! Þau ætla að reka gistiheimilið áfram og nota íbúðina sem sumarbústað og spurðu enn einu sinni hvort ég væri ekki tilbúin til að sjá um reksturinn fyrir þau. Ó nei elskurnar mínar, aldeilis hreint bara alls ekki ! Ég er hætt, farin, búin, finito, aldrei aftur, ekki séns í helv....
Ég ætla að fara að snúa mér að allt öðru, til dæmis eins og því að eiga frí í sumarfríinu mínu í fyrsta skipti í.... ég veit ekki hvað mörg ár. Og mála ! Auðvitað til að byrja með veggina í nýja húsinu, en líka myndir.... ég er ekki ennþá búin að taka upp rammana og litina sem Birna systir gaf mér í afmælisgjöf í fyrra. Íbúðin okkar hér er niðurgrafin og gluggarnir litlir, engin almennilega aðstaða. En í nýja húsinu eru margir og stórir gluggar og þar eru sko gluggar á öllum veggjum
Ó ég hlakka svo til !!!!! Njótið páskaeggjanna elskurnar
Og síðast en alls ekki síst, takk fyrir að skrifa í gestabókina mína Árnína systir
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu alveg viss um að þú ætlir ekki að reka fyrir þau gistiheimilið
Birna Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 09:05
Gleðilega páska
Eftir að hafa lesið "allar" færslur um flutninginn, þá skil ég vel að þú viljir ekki reka gistiheimilið áfram.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 09:57
Allir brottfluttir Akureyringar á mínu heimili styðja það að þú komir þér aftur niður í bæ,fínt fyrir hina að búa uppi í fjalli
Birna Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 10:19
Vonandi styttist í að þú farir að nota rammana og litina frá henni systir þinni. Svo sýnir þú okkur afreksturinn hér á blogginu þínu. Gleðilega páska og njóttu dagana.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:50
Gleymdi ég að taka það fram að ég ætla ekki að reka gistiheimilið fyrir nýju eigendurna ? Ok þá byrja ég.....nei nei
Ég vil bara þakka öllum brottfluttu Akureyringunum á Birnu heimili fyrir frábæran stuðning

Gunnar minn: Takk fyrir og gleðilega páska

Jónína Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 11:57
Ólöf mín: Ég sé loksins fram á að það fari eitthvað að gerast í þeirri deild, en hvernig er það með þínar myndir ? Það er líka hægt að setja svo sem eina á bloggið, handa okkur hinum til að njóta
Þakka þér og sömuleiðis gleðilega páska
Jónína Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 12:08
Gleðilega paska!
Alfreð Símonarson, 23.3.2008 kl. 17:46
Gleðilega páska til þín og þinna! Hvað heldurðu að þig muni um að reka þetta gistiheimili fyrir þessi grey...
- Finnst einhvernveginn að það hljóti að vera jafn ömurlegt og að vera dyravörður eða keyra leigubíl. Prófaði eina helgi að vera dyravörður og hét því eftir þá skrautlegu reynslu að verða aldrei svo svangur að ég freistaðist til þess aftur. Og ég hef hvort eð er lengst af átt varaforða til lífstíðar svo maður stendur allavega við það heitið
Vona að þetta húsakaupamál fari að ganga í gegn hjá ykkur. Hlakka til að sjá myndirnar. - Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 03:10
Alfreð: Sömuleiðis
Steini minn: Sömuleiðis takk og takk fyrir innlitin, alltaf gaman þegar þú skrifar hjá mér
Ég hugsaði eitthvað svipað og þú, þó mig langaði til að halda áfram að reka gistiheimili, þá mundi ég sko aldrei gera það svona
Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 07:41
Gleðilega páska, megir þú eiga gott sumarfrí!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.3.2008 kl. 08:00
Þakka þér fyrir og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.