Tvær sekúndur og svo búið !

Aldrei get ég hætt að dásama það hversu ljúft það er, að vakna hress og frísk á morgnanaInLove Er að vísu mjög lítið að úthrópa það, það er ekki minn stíll, aldrei verið dugleg að predika yfir fólki, en það er samt ekkert leyndarmál að mér finnst þettaWinkÞað er alveg nóg til, af sjúkdómum og öðrum andstyggilegheitum í lífinu þó maður sé ekki að gera eitthvað, eins og til dæmis að drekka sig fullan og virkilega leika sér að því að láta sér líða illa..... kannski á meðan og örugglega daginn eftirFrown Ég þekki engan sem mundi til dæmis berja hvað eftir annað, viljandi með hamri á höndina á sér, bara til að finna til ! Það væri svo innilega hálfvitalegt... er það ekki ? Eða leggjast fyrir framan bíl og leyfa honum að keyra yfir sig..... Eða drekka bensín eða eitthvað annað álíka gáfulegt... En það er bara flott að hella í sig fullt af áfengi..... Shocking Jamm og jæja og svo segist ég ekki predikaTounge Ég vorkenni innilega þeim sem vakna upp með timburmenn í dag.... tilboðið stendur í svona um það bil 2 sekúndurDevil

Stóra stundin færist alltaf nær og ekki á morgun heldur hinn, skrifum við undir söluna á húsinu okkar og líka undir kaupin á húsinu okkar ! Joyful Að vísu flytjum við ekki fyrr en fyrstu helgina í apríl,  kaupendurnir vildu fá húsið afhent 31.mars, en það er nú bara pínu dónalegt vegna þess að það var af þeirra völdum sem þetta dróst svona. Svo er ég að byrja kvöldvinnuviku í kvöld og við erum í nefnd sem heldur árshátíð næstu helgi og ég er líka að vinna, svo það verða bara fluttir kassar þá dagana. En við erum búin að panta vini og ættingja 5.apríl í stórflutningana !! Dagurinn á  morgun verður svakalega langur hjá mér..... skil ekki hvað ég var að pæla eiginlega.... Klukkan 9 fer ég í klippingu, vinna 10-12, sinni erindi fyrir mömmu í hádeginu, vinn 13-15, plokkun og litun 15.30 og vinna 17-21... Dásamlegur dagur framundanW00t Datt líka í hug að borða og fara á WC og setjast aðeins niður og gera akkúrat ekkert, en ekki alveg viss klukkan hvað.....Tounge Njótið dagsins elskurnar mínar allarSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

já það er yndislegt að vakna ferskur í hausnum á morgnana, það finnst mér líka og vera tilbúin að takast á við daginn:)

Unnur R. H., 24.3.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sammála, gott er vakna vel hress, annars er ég óttalega utan við mig á morgnana, það lagast eftir fyrsta kaffibollann.

Gaman að þú vildir fá mig sem bloggvin

Heiður Helgadóttir, 24.3.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að þú skyldir vilja fá mig sem bloggvin

Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Geggjuð skipulagning,svo ekki ég að vera skipulögð

Birna Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 11:56

6 Smámynd: Júdas

Hvaða prédikanir eru þetta í morgunsárið Jónína mín.  Júdas lemur reyndar höfðinu við veggjabrot fortíðarinnar en kommon........ég hef aldrei lamið mig viljandi með hamri í hendurnar hvað þá höfuðið.  Er bara svona furðulegur.

Gott að eiga svona mikið af vinum, líklega yrði ég að leita á náðir bloggvina ef ég þyrfti að flytja. 

Júdas, 24.3.2008 kl. 11:58

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það gæti orðið soldið skondin samkoma

Birna Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Mér datt í hug setning við lesturinn sem mér fannst viðeigandi við fyrri-partinn.

Það var einn Heiðardælingur, sem hafði haft það fyrir kæk að vera fullur og almennt til leiðinda, að lýsa því hversu glataður hann hefði verið orðinn í sukkinu og sagði... "Ég var orðinn svo ruglaður að vinirnir hringdu ekki einu sinni í mann þó þeir væru að flytja" Og þetta var sko botninn fyrir þennan kappann... að vera ekki einu sinni lengur beðinn um að bera þvottavélar

Við seinni-partinn er gott að hugsa til þess.... að það er svo gott með tímann... að það kemur alltaf meira af honum

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 12:19

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vaknaði hress og kátur

Skemmtilegt hús-ævintýrið hjá þér. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.3.2008 kl. 13:14

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: ert´ekki hvað ? Þetta er ekki gott skipulag, þetta er asnalega stíft prógram.....

Júdas minn: Vinirnir eru mestmegnis ættingjar okkar beggja og svo þeirra ættingjar, ég á fáa en góða vini Og það er með mig eins og þig, ég á fleiri bloggvini....

Steini minn: Hvað er símanúmerið hjá honum ?

Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 15:56

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn: Það er best að vakna þannig og þakka þér fyrir, það er gott að vita að ég get fengið einhvern til að brosa

Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 15:57

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gúggúlúgú.....

Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 05:34

13 Smámynd: Erna Evudóttir

Ninna þú reddar deginum, keep up the good work

Erna Evudóttir, 25.3.2008 kl. 08:34

14 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ef einhver úr minni fjölskyldu er að flytja, sé ég bara um veitingar handa þeim eða passa börn. Allavega er ég ekki að burðast með þunga hlutu, læt þeim yngri það eftir. gátu nú ekki fram af þér Jónína mín.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.3.2008 kl. 15:17

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Loksins kemst ég inn á fjandans netið !!!

Erna mín: ég er alveg að meikaða.....

Ólöf mín: Þú ert líka skynsöm kona, það er ég nebblilega ekki...

Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 16:26

16 Smámynd: Tiger

  Dónaskapur er þetta að vera að kíkja á mann núna! Farrðu bara á þitt eigið klóóó stelpurassgat!

Tiger, 25.3.2008 kl. 18:56

17 Smámynd: Tiger

  Mér finnt geggjað að berja hausnum við vegg, dýrka brjálæði í partýum þar sem maður er kýldur kaldur og mæta daginn eftir í vinnuna með glóðarauga og bólgna vör - sýnir að maður sé sko lifandi - eða hálflifandi allavega. Og fyrst þú nefnir þetta með að láta keyra yfir sig - oohh - elska afturdekkin þegar þau strauja yfir bossann á mér... grrrr! Annars er ég sammála því að þetta eru hlutir sem engin myndi gera sjálfviljugur, flestir ekki einu sinni nauðugir, þannig séð.

  Annars ætlaði ég nú sko að segja þér að þú gætir alltaf fengið þér ferðaklóak, handhægt - hægt að hafa á bakinu bara og setjast niður þar sem maður er bara staddur hverju sinni... kannski betra að hafa líka tjald með sér - og annan útilegubúnað. Æi, líklega er bara betra að festa sér bara tíma á venjulega klóferð eins og hinir klikkhausarnir..

Tiger, 25.3.2008 kl. 19:02

18 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 19:35

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nahhh... mér líst ekkert á þetta með ferðaklósettið... en takk samt fyrir hugulsemina Högni minn En segðu mér, hvurslags meinsemi er þetta með kamarinn, mega ekki bloggvinir manns bara koma líka þegar þeir þurfa ???

Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband