Það kom oft fyrir á meðan við rákum gistiheimilið hérna, að það hringdu hingað menn sem spurðu eftir spúsa, margir vitandi það að hann vann lengi vel í vegavinnu úti á landi. Einn sagðist hafa verið á sjó með honum fyrir 30 árum síðan og spurði svo hvað gistingin kostaði, fyrir sig og fjölskylduna. Þá átti allt í einu að dusta rykið af eldgömlum kunningsskap og fá ódýra gistinguSvíðingurinn ég gaf auðvitað alltaf upp fullt verð en flestir komu nú samt. Ég hefði alveg getað fyllt húsið af þannig gestum, fólki sem hann þekkti og/eða hafði þekkt, en ég var nú ekki að reka þetta af hugsjón...
Langflestir komu nú bara samt og gistu, alveg án þess að spyrja um verð. Einn af bestu vinum hans kom alltaf annað slagið og það hreinlega snaggaðist í honum fyrst, þegar hann heimtaði að fá að borga og ég nefndi einhverja smáupphæð... "Þetta verð er ekki til á neinu gistiheimili" ! Það svona lá við að hann argaði framan í mig, en ég er þrjósk og benti honum vinsamlegast á að ég væri forstjórinn og ég réði verðlagningunni algerlega. Síðan hefur hann alltaf borgað það sem ég hef sett upp, þegjandi og hljóðalaust, en skilið svo meiri peninga eftir undir koddanum. Ég er ekki alveg viss um að ég hafi unnið þessa viðureign
Einn hringdi og bað um gistingu í tvær nætur, var að koma að austan til að ná í bíl eitthvað suður á land. Hann læddist eldsnemma út eftir fyrri nóttina, án þess að borga. Morguninn eftir vaktaði ég forstofuna, en hann hefur örugglega farið út um þakgluggann í herberginu sem hann var í, eða klifrað upp um skorsteininn ef hann væri einhver, bara til þess að ég kæmi ekki klónum í peningana hans. Nokkrum dögum seinna mætti ég honum inni á sjoppu austur á landi og hann horfði í gegnum mig, eins og hann hefði aldrei séð mig áður....
Maðurinn er fífl og eftirá sagði spúsi mér frá því að þetta væri alkunnur svikahrappur...
En allt löngu gleymt og grafið og er hætt að reka gistiheimili
Veriði góð
Flokkur: Bloggar | 25.3.2008 | 22:08 (breytt kl. 22:09) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þarna hefurðu setið,eldsnemma morguns,með kökukeflið og ostaskerann að vopni
Ekki að furða þó manngreyið hafi troðið sér upp um reykháfinn,sem er jafnvel ekki til
Birna Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 22:21
Ja hérna, ég skil að þú viljir ekki halda áfram með gistiheimili

Heiður Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 22:28
Var hilton-verðlagning á þessu hjá þér Jónína mín?
Júdas, 25.3.2008 kl. 22:32
Ostaskerinn virkar alltaf fínt
Erna Evudóttir, 25.3.2008 kl. 23:32
Birna: Auðvitað hefur manngreyið bara verið hræddur við vopnin
Heidi Helga: Takk fyrir að skilja mig

Júdas: Thí hí, nei ekki svo dýrt að enginn vildi koma, en nógu dýrt til að sýna að þetta var ekki bara farfuglaheimili
Erna: Ójá hann virkaði greinilega fínt þarna
Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 04:47
Það er til fullt af skrítnu fólki... sem skemmta okkur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.3.2008 kl. 16:46
Jú Gunnar minn, alveg rétt hjá þér
Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.