Loksins get ég sagt:Það er í dag klukkan 3, sem við skrifum undir söluna á húsinu/gistiheimilinu
Og í fyrramálið skrifum við svo undir kaupin á framtíðarheimilinu okkar og förum að rífa og tæta út úr eldhúsinu þar. Eiginlega ætti ég að verða þreytt bara við tilhugsunina um allar framkvæmdirnar, sérstaklega þar sem ég er ekki alveg nógu hress, það herjar á mig einhverskonar flensuskítur. En ég er greinilega ekki nógu lasin til þess, að það haldi eitthvað aftur af spenningnum og tilhlökkuninni !!!
Ég drakk nokkrar könnur af kamillutei með býflugnahunangi í gærkvöldi, það er ógeðslegt á bragðið... Og virkar alls ekkert, þetta var bara eitthvað svona náttúrulækningaleg samsetning að mér datt í hug að prófa og svo var líka ekkert annað til í kotinu eða ekkert sem mig langaði í
Nokkrir af mínum elskulegu skjólstæðingum í kvöldvinnunni, höfðu miklar áhyggjur af því að ég væri svona kvefuð og ég fylltist þakklæti fyrir umhyggjuna....
þangað til þeir fóru að spyrja hver mundi leysa mig af, ef ég neyddist til að leggjast í rúmið....
Mig langaði ferlega mikið til að vera bölvuð tík og segja þeim sem satt er, að það er enginn til að leysa mig af nema ég sjálf.... En ég komst að því, mér til ánægju, að ég er ekki alveg nógu mikil tík til þess
Ég fullvissaði alla um að það væri her manns í viðbragðsstöðu, til að taka við af mér ef ég svo mikið sem horfði í átt að rúminu mínu
Nema einum sagði ég, að ég skyldi hringja í hann ef ég dytti niður dauð.....
Veriði góð elskurnar og njótið dagsins, ég ætla að fara í sturtu og reyna að ná einhverju af jukkinu úr hárinu á mér, sem uppáhalds klipparinn minn dundaði sér við að moka í það í gær









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða skemmtun við undirskriftir og niðurrif
Erna Evudóttir, 26.3.2008 kl. 06:55
Takk elskan og reynd þú að hafa gaman við að taka á móti helling af alókunnugu fólki
Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 07:08
Jamm þetta verður fjör
Birna Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 07:20
Birna mín: þér sem finnst svo gaman að mála.... það þarf að mála allt húsið okkar og við erum með gestaherbergi og ég verð líka með nýja kaffivél....
Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 07:25
Birna Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 07:41
Ég hef sooollltið á tilfinningunni að þú takir ekkert mark á mér....

Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 07:47
Aldrei að vita hvað mér dettur í hug
Birna Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 12:33
Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 12:37
Spennandi ... mikið að gerast!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.3.2008 kl. 14:23
Þessi pestaskítur getur verið þrálátur. Farðu vel með þig.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:32
Góðan bata...
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 26.3.2008 kl. 18:24
Jóhanna, Ólöf og Steini : Kærar þakkir þið öll
Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.