Takk fyrir allar hamingjuóskirnar í tilefni húsakaupanna !!!! Þið eruð öll yndislegÖrfærslur eru ekki minn stíll, ef ég þarf eitthvað að taka það sérstaklega fram
Þakka ykkur fyrir Gunnar minn og Ólöf mín
Hann Steini bloggvinur minn varð svo hrifinn af, vægast sagt skrautlegu eldhúsinnréttingunni í nýja húsinu, að smá stund var ég að hugsa um að senda honum allt heila klabbið.... en ég get bara ekki hugsað mér að gera henni Helgu hans það
Erna litla systir mín dáðist að súlunni í borðstofunni og ef hún veit ekki til hvers svona súlur eru, þá er það bara besta mál og sýnir okkur hvað elsku stelpan mín er þá mikið sveitabarn í sér. Sem kemur sér afskaplega vel af því að hún og fjölskyldan eru að flytja heim frá Svíþjóð í sumar, í næstumþvísveit austur á landi
Högni minn á kannski einhverntímann eftir að fá að súpa seiðið af því að kalla húsið mitt bæjarhús ! En svo er hann kannski svo mikið malbiksbarn að hann veit ekki betur..... svo líklega fyrirgef ég honum
Það þótti sko alls ekki neitt virðulegt eða fínt á nokkurn hátt hér í den, að búa í bæjarhúsunum !
Takk Birna mín, þetta verður ennþá glæsilegra þegar þú ert búin að koma og mála aðeins með mér, ég veit þér finnst það svo gaman og ég er búin að kaupa nýja kaffivél, sem getur hellt upp á allar tegundir af kaffi og líka kakó og te
Nú er ég orðin agalega stressuð, það lýsir sér í því að mér finnst ég verða að gera allt í einu en kem engu í verk.....
En það er allt í lagi, þetta er gott stress og ég kann alls konar ráð við því, ég get til dæmis setið og gert ekki neitt eða rifið mig upp á rassg... og gert eitthvað eða skrifað á lista, það sem ég þarf að gera og farið svo eftir honum ! Allt til í þessu !
Njótið dagsins yndislega fólk, ég ætla að gera það líka
Og munið eftir að fara hérna inn á topplistann hans Gunnars, uppi hægra megin, þetta er virkilega sniðugt hjá honum
Flokkur: Bloggar | 28.3.2008 | 07:11 (breytt kl. 07:13) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krúttlegt hús og til hamingju með það. Eldhúsið er reyndar frábært á stærð en eldhúsinnréttingin; ómægodd. Ekki senda mér hana. Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 08:18
Takk Jenný mín
Já finnst þér ekki eldhúsinnréttingin vera svolítið öðruvísi ? Ég lofa að senda þér hana ekki
Sú nýja er út hvíttaðri eik með svörtum bekkjum og það verður eyja í miðjunni, ekki með eldavél samt. Set sko inn myndir þegar það er komið
Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 08:23
Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 08:30
Innlit og kík.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.3.2008 kl. 12:08
TIL LUKKU !
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2008 kl. 13:21
Ég sat og las þessa færslu með verk í kinnunum...það var bros.
+
= 
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 14:18
eysteinsson@compaqnet.se
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 14:19
Mér finnst nýi bústaðurinn æði bara, býður uppá mikla möguleika í breytingum og hamagang.. er viss um að þú átt eftir að umbylta miklu áður en þú verður sátt - eins ósátt keddling sem u ert essgan - eða þannig!
Verður æði að fylgjast með þér og þínum í breytingum og fluttningum og endilega ekki fjarlægja súluna sko.. en ef - þá sendir þú mér hana sko .. woff!! Knús í daginn þinn ljúfust - í malarhverfið.
Tiger, 28.3.2008 kl. 14:57
Ólöf: Hæ
Jóhanna: Þakka þér fyrir
Gunnar: Þú ert engill í mannsmynd eða olíubuxum eða eitthvað svoleiðis ferlega sætt
Högni: Súlan er mín
En svo var ég allt of fljót á mér... sko búin að lofa henni Jenný okkar að senda henni alls ekki innréttinguna
Ég... sátt... hvað áttu eiginlega við
nei bara grín
Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 16:19
Elskan mín. Til hamingju með glæsilegt hús.........parketið í flottum lit og súlan maður...........hún er samt köntuð sem er galli. vonandi var það tekið fram í kaupsamningnum svo það flokkist ekki undir leyndan galla.
Júdas, 29.3.2008 kl. 01:41
Þakka þér elskulegur
Ég var búin að taka eftir að súlan var ferköntuð, þess vegna fengum við húsið á svona góðu verði
Jónína Dúadóttir, 29.3.2008 kl. 10:27
til lukku með nýja húsið,..... og eldhúsið...

kv. Helga
Helga Auðunsdóttir, 29.3.2008 kl. 17:29
Góðan daginn Jónína mín!
Júdas, 30.3.2008 kl. 09:02
Innilegar hamingjuóskir með húsið bæði utan og innan
, er viss um að þér eingi eftir að líða vel í krútthúsinu
Unnur R. H., 30.3.2008 kl. 09:27
Já ansans ólán að við vorum búin að skipta um innréttingu
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 15:11
Tiger, 30.3.2008 kl. 15:11
Helga: Takk fyrir
Unnur: Alveg örugglega
Steini: Já en leiðinlegt
Högni: Löngu búin að taka það frá fyrir þig
Jónína Dúadóttir, 30.3.2008 kl. 16:38
Til hamingju með nýja húsið
og
Sigurður Hólmar Karlsson, 30.3.2008 kl. 17:25
Takk Sigurður minn og sjálfsagt mál með kvittið, bara fylgjast með mínu fólki sko
Jónína Dúadóttir, 30.3.2008 kl. 19:52
Tiger, 31.3.2008 kl. 02:06
Högni minn...aldrei
Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.