Hann rak mig ! :-)

Mikið svakalega er ég fegin að þessi helgi er búin og kemur ekki aftur, ég hafði ekki einu sinni tíma til að blogga og þá er nú orðið hart um skít ! Að vísu fannst mér hún bara byrja nokkuð vel... ég var nefnilega rekinWinkÍ vinnunni á föstudagskvöldið var karlillfygli eitt sem ég lít alltaf inn til, í svo vondu skapi að hann var að gera mig gráhærða. Eftir klukkutíma eyrnakvalir sagði ég honum að nú þyrfti ég að fara og sinna fleirum, en þá argaði hann á mig að ég færi sko ekki neitt fyrr en hann leyfði ! Ég sprakk úr hlátri, réð bara ekki við það og honum sárnaði svo karlkvölinni að hann rak mig og ætlaði líka að klaga mig fyrir bæjarstjóranum !LoLÉg var svo auðvitað í fríi í laugardagskvöldið og var virkilega að vona þegar ég hringdi bjöllunni hjá honum í gærkvöldi að hann mundi ekki vilja hleypa mér inn, en það var nú allt of gott til að geta verið satt.... GetLostÁrshátíðin á laugardagskvöldið fór stórvel fram, það var svakalega gaman og ekkert svo sem meira um hana að segja. Nú er byrjuð þessi líka fína vika, með engri kvöldvinnu og flutningunum ! WizardLoksins ! Fyrsti farmurinn fer í dag og við þurfum líka að skipta um lása á útihurðunum, aldrei að vita hvort einhverjir húslyklar séu ekki einhversstaðar í annarra eigum. Planið er að flytja minni hluti og kassa á hverjum degi fram að næstu helgi og laugardagurinn fer svo í að flytja stóru hlutina með dyggri aðstoð. Sunnudagurinn verður notaður til að þrífa íbúðina hérna og á mánudaginn afhendum við svo nýju eigendunum húsið ! Nú ætla ég að fara að.... gera eitthvað... vonandi.... og fara svo að vinna smávegisTounge Megið þið öll njóta dagsins í dag og verum góðSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fékkstu vinnuna aftur?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 07:40

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi já gamla brýnið er með mega athyglissýki, vill frekar að fá neikvæða athygli en enga og hætti við að reka mig...

Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 07:48

3 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Já þau eruð erfið sum þessara gamalmenna, og svo gleyma þau svo fljótt hvað þau segja því miður stundum, en hafðu góðan dag og gefðum þeim gamla góðan skammt af jákvæðni og brosi,

Helga Auðunsdóttir, 31.3.2008 kl. 08:50

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er í eðli mínu frekar glaðleg og jákvæð og sá gamli þolir það alls ekki

Vona að dagurinn í dag verði sá besti sem þú hefur átt hingað til

Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 08:59

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Er bæjarstjórinn búinn að hringja í þig?

Erna Evudóttir, 31.3.2008 kl. 12:15

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei ekki ennþá

Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 12:23

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Innlitskvitt...  Gangi ykkur vel í flutningunum... sem eru reyndar uppáhaldsjobbið mitt ***NOT***

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 14:38

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Steini minn, þetta er líka mín uppáhaldsiðja... eða bara alls ekki

Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 14:43

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jæja, ertu með innlit til margra svona geðstirðra karla? Gott að þeir eru gleymnir og þú heldur vinnunni .

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:20

10 Smámynd: Tiger

  Já, það er monkey business að vinna með öldruðum sko.. En - ég hefði sko líka rekið þig! Og ráðið þig aftur - og rekið þig og ráðið þig aftur og og og ... annars .. er ekki 1 apríl? Ég hefði allavega rekið þig ef þú hefðir verið að kíkja á mig á útikamrinum.. hnuss.

Annars eru svona ljúflingar eins og þú fjandanum erfiðari - fólk eins og þú sem er með gott og fallegt hjarta verður ætíð svo erfitt viðureignar þegar maður sjálfur er óréttlátur og veit uppá sig skömmina. Ef maður hefur skammast eitthvað eða verið leiðinlegur (sem ég kann varla) og sérstaklega við einhvern sem á það ekki skilið - þá er svo fjandi erfitt að biðjast afsökunar - svo maður reynir bara að láta sem ekkert sé og ekkert hafi gerst. Ég er viss um að gamla hrukkan er í þessum fljótfæra hóp sem skammar alla þó hann viti innst inni að hann hafi alls ekki rétt fyrir sér - en kann svo ekki að biðjast afsökunar.. fíbbblið. Knús á þig hjartagóða amma í ryki og druslu...  þannig séð.

Tiger, 1.4.2008 kl. 02:47

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Þessi gamli kjáni er sem betur fer einn í sinni röð

Högni minn: Ég bað hann afsökunar Kannski á hann ekki langt eftir greyið, orðinn 92 ára... ég sagði ekki að ég vonaði það samt ! En ég hef eiginlega smá samúð með honum, hann þarf að þola sjálfan sig allan sólarhringinn, ég kem þarna bara annað slagið

Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 06:00

12 Smámynd: Júdas

Hann hefur sem sagt endurráðið þig.......og ég sem hélt að þarna lægi húshjálp á lausu, ohhhh

Júdas, 2.4.2008 kl. 00:01

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 2.4.2008 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband