Á laugardagskvöldið, vorum við að undirbúa árshátíðina og ég var svo lengi að brasa niðurfrá að loksins þegar ég fór heim, þá hafði ég bara þrjú korter til að fara í sturtu, hrein föt, laga á mér hárið og mála mig. Þannig að ég gaf aðeins of mikið í á leiðinni upp veginn í átt að Fjallakofanum ! Það var auðvitað eins og við manninn mælt, sko í þau fáu skipti sem ég myndast til við að brjóta lögin, þá kemur löggan.... Ég er nefnilega ekkert löghlýðin, ég er skal ég segja ykkur bara svo óheppin og þess vegna nenni ég bara ekkert að vera glæpon ! Og þarna mætti ég auðvitað löggunni og hraðamælirinn minn sýndi vel á annað hundrað... "Óskaplega ert þú nú að flýta þér kona góð, veistu að þú mældist á hundrað og égveitekkihvað kílómetra hraða !?!" Ja sko, herra lögregluþjónn, sagði ég agalega smeðjuleg í von um að sleppa þá ódýrara út úr þessu, ég er að halda árshátíð hérna niðurfrá og ég hef ekki nema þrjú korter til að framkvæma eftirfarandi : fara í sturtu, finna einhver föt til að fara í, laga á mér hárið og mála mig !!! Blessaður maðurinn horfði á mig með skelfingarsvip á andlitinu og argaði upp yfir sig: "Bara þrjú korter, ja hérna, þú verður þá aldeilis að drífa þig, farðu bara við sektum þig ekkert núna, þetta er greinilega neyðartilfelli"
Er ekki annars fyrsti apríl í dag ? Njótið hans
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú náðir mér, amk!
Einar Indriðason, 1.4.2008 kl. 06:43
Takk, það var gaman
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 06:55
hahahahahahahaha... þú náðir mér líka
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.4.2008 kl. 07:02
Æði
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 07:18
Gleðilegan 1. apríl ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.4.2008 kl. 07:34
Sömuleiðis takk
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 07:35
ooooooooooo þú ert nú meiri stelpan, var alveg búin að gleyma 1 apríl
Unnur R. H., 1.4.2008 kl. 07:59
Ég var líka búin að gleyma hvaða dagur var, þangað til ég fór smá bloggrúnt fyrst í morgun
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 08:07
Erna Evudóttir, 1.4.2008 kl. 08:46
Æi takk
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 08:52
Lögreglan talaði eitt sinn við mig um að ég talaði við þáverandi konu mína og bæði hana um að aka aðeins varlegar... "Bíddu" sagði ég "hvað meiniði"... Ja hún var á tæplega 90 hérna í Austursíðunni og þetta bara gengur ekki" ... "Og afhverju stoppuðuð þið hana þá bara ekki sjálfir? " ... " Ja við lögðum eiginlega ekki í það... hún var að varalita sig...."
amm... og þetta er EKKI 1. apríl gabb
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 1.4.2008 kl. 11:45
Steini !!!!
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 12:29
En hey - að öðru, heyrði að það væri verið að gefa nýjar eldhúsinnréttingar með innbyggðum ísskáp og örbylgju núna í dag klukkan sex.. fyrir utan Sjallann. *flauterí*... ég myndi fara sjálfur ef ég væri fyrir norðan sko...
Tiger, 1.4.2008 kl. 14:28
Náði þér víst
Neeee´kva segirru ? Ég nið´r að Sjalla klukkan 6... og næ í eina fyrir þig....eða bara alls ekki
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 15:06
Helga Auðunsdóttir, 1.4.2008 kl. 15:15
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 15:19
Það er bara sisvona 1 apríl. Ætli margir hafi reynt að ná sér í ódýrt bensín hjá Olís í dag ?
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:08
Náðir mér líka
Birna Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 17:52
Ólöf : ég hef ekki heyrt frá neinum sem prófaði það
Birna: ekki datt mér í hug að þú mundir láta gabbast
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 20:19
Var þetta skrökvufærsla? Ég trúði þessu alveg eins en passa mig á þér að ári. Verðuru ekki bloggvinur minn áfram?
Júdas, 2.4.2008 kl. 00:05
Auðvitað verð ég það kjáninn minn
Jónína Dúadóttir, 2.4.2008 kl. 05:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.