Týndur....

Öll nýju eldhústækin okkar komu í hús í gær, nýja húsið. Það er að segja ég hélt það væru öll tækin, þangað til ég fór að telja það sem borið var inn í húsið... bakaraofn, já.. helluborð, já.. örbylgjuofn, já.. uppþvottavél, já.. háfur, já... nei enginn háfur ! Woundering Ég hringdi í verslunina og spurði um háfinn og fékk að vita að flutningafyrirtækið hafði týnt honum. Ehh... ok ég hefði skilið ef þeir hefðu týnt leiðbeiningunum með honum... en ekki háfnum sjálfum... þetta er nú enginn smápakki sem gæti leynst á bak við stól eða eitthvað og enginn tekur eftir ! "Siggi sölumaður" hló bara þegar ég lýsti hneykslan minni á þessu og sagði að þetta væri ekkert óeðlilegt hjá þessu þarna fyrirtæki sem, takið eftir : sérhæfir sig í að flytja vörur, þangað sem þær eiga að faraPinch Mér finnst þetta óeðlilegt... En svo ákvað ég það að ef háfurinn liggur kannski einhversstaðar í flutningabíl, sem er stopp á Reykjanesbrautinni í mótmælaaðgerðum eða kannski á Hafnarfjarðarveginum, þá ætla ég ekki að rífast meira, ekki alveg strax allavega....Devil Að vísu skil ég ekki alveg hvað hann ætti að vera að gera þar, en það er önnur sagaWink Við fórum með allar stóru myndirnar okkar í gær og hengdum þær upp í borðstofunni, á naglana sem voru þar fyrir og borðstofan okkar lítur núna út eins og málverkasýning hjá blindum listamanni, en það á eftir að lagast. Við fórum líka með borðstofuborðið, sem er eiginlega barasta heljarinnar hlunkur og á leiðinni út stéttina slógum við niður, með borðinu, fína keramik útiarininn minn, svo hann liggur núna þarna úti í snjónum... í frumeindumWhistling   Það er líklega kallað fórnarkostnaður ! Hætt í bili, vona þið njótið dagsins í dag, sem ég veit alveg að er fimmtudagurSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að lesa... Góðan daginn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.4.2008 kl. 06:36

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir... Góðan daginn

Jónína Dúadóttir, 3.4.2008 kl. 07:06

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Eru hjálparsveitirnar komnar af stað að leita að háfnum?Hvað er háfur by the way?

Erna Evudóttir, 3.4.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Ég fór að skoða listann yfir heimilistækin.... Háfur?  Svona til að veiða fiska í?  Hringur á priki, og net fest við hringinn?  Hmm... En svo fór ég að spekúlera... Gæti þetta hafa verið svona "innanhús-skorsteinn"?  Ef svo er, þá meikar þetta meiri sens :-)

Vona að háfurinn (hvor tegundin sem er) sitji ekki of lengi fastur í vörubíl föstum á Reykjanesbrautinni.

Einar Indriðason, 3.4.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Háfur er snobbútgáfan af eldhúsviftu eða eins og Einar segir svo skemmtilega : innanhússkorsteinn

Einar : Kannski ráð að fara með hring á priki og net fest við hringinn og reyna að veiða háfinn úr stíflunni

Jónína Dúadóttir, 3.4.2008 kl. 09:54

6 identicon

Hæ Ninna mín og takk fyrir síðast :) og til hamingju með að byrja flutningana, væri alveg til í að ljá þér hönd en get það ekki núna! En ég er komin heim af FSA og á til kaffi hvenær sem er ;)

Jokka (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi þú ert svo mikið krútt.  Vonandi kemur háfurinn í leitirnar, ef ekki þá á ég hér fiskiháf sem húsband hefur notað við laxveiðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:57

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Velkomin heim og sömuleiðis takk fyrir síðast, kíki í kaffi um leið og ég get

Jenný mín: Mikið ertu yndisleg, ég hermi þetta upp á þig minn finnst ekki

Jónína Dúadóttir, 3.4.2008 kl. 12:37

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

... ef minn finnst ekki...

Jónína Dúadóttir, 3.4.2008 kl. 12:38

10 Smámynd: Tiger

  Isspizz.. hvað er einn aldraður háfur fyrst þú hefur súlu? Boraðu bara gat í loftið fyrir ofan eldavélina og stingdu þvottavélabarka þar út og látt endan dingla fyrir ofan eldavélina þegar þú brazar oní liðið - klikkar ekki. Annars er líka gott að vera bara með blævæng og stuff - nú eða láta kallinn elda ja.. eða bara borða úti ... alltaf verið að gera mikið mál úr litlum háf sko! Ulla bara ... þinn Hrekkvísi af hreinu malbikinu. (ó, já - ætli mar verði ekki að senda smá knús á þig líka addna)...

Tiger, 3.4.2008 kl. 19:46

11 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það fór í verra með keramik útiarininn þinn. Væri ekki sniðugt að tína upp brotin, svo þegar þig vantar verkefni gætirðu reynt að pussla honum saman. ég sé að þú ert búin að fá góð ráð og tilboð ef háfurinn finnst ekki.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.4.2008 kl. 21:57

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Knús til baka á þig hrekkvísi stríðnispúkinn þinn

Jónína Dúadóttir, 3.4.2008 kl. 21:58

13 Smámynd: Birna Dúadóttir

Borða bara úti,alltaf góð hugmynd

Birna Dúadóttir, 3.4.2008 kl. 23:20

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Það er hugmynd, ég er einmitt að velta því fyrir mér hvað ég á af mér að gera í sumarfríinu mínu... ég verð nefnilega í fríi þá.... Finnst þér ekki allir dásamlega hjálplegir ?

Birna mín: ég held að það sé besta hugmyndin... að öllum hinum ólöstuðum samt sko...

Jónína Dúadóttir, 4.4.2008 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband