Ég tek ofan.....

.... fyrir trukkabílstjórum, einstæðum foreldrum, vaktavinnufólki, löggunni, eldri borgurum, skátunum, bændum og búaliði, skíðafólki, hundaeigendum, þeim sem fann upp kaffivélina mína, símvirkjum og ykkur öllum líka sem lesið bloggið mittGrin  Bara af því að mig langar til þess ! Fórum í gær og völdum okkur nýtt símanúmer, gamla númerið verður eftir hér svo ég þurfi ekki að vera að svara í símann fyrir gistiheimilið Glerá næstu árinTounge  Ég man ekkert nýja númerið, ég þarf þess líka ekkert, ekki þarf ég að hringja í mig... held ég... Halo Í dag er dagurinn, the day, dagen, tagen... að öllu bulli slepptu, í dag flytjum við alla stóru hlutina héðan með dyggri hjálp og í kvöld sofum við fyrstu nóttina í nýja húsinu okkarHeart Þegar það er búið og allt komið þangað niður eftir bjóðum við öllu liðinu í mat, ég sem er alþekkt fyrir mína fyrirmyndarhúsmóðurtakta... ætla alveg sjálf og hjálparlaust, að panta pizzur handa okkur öllumCool  Pæling dagsins : Sko, pizzastaðurinn er þarna eiginlega bara spölkorn frá húsinu okkar, sendillinn er varla kominn út í bílinn, þegar hann er kominn niður eftir til okkar. Á ég þá að sækja pizzurnar sjálf eða á ég að láta senda mér þær heim.... ? Þau gerast nú varla flóknari eða erfiðari vandamálin.... ha ?Wink  Svo var ég í alvöru að gera það að vandamáli að ég verð alveg í fríi í sumarfríinu mínu, kann það ekki... en ég er komin á þá skoðun að það leysist alveg örugglega farsællega. Við eigum t.d. systkini og börn og barnabörn út um allt land sem við þurfum að heimsækja og svo er líka lóð við húsið og sumarfríið verður búið áður en ég veit af og verður sjálfsagt ekki nógu langtWhistling Ég veit ekkert hvort ég blogga eitthvað næstu dagana, það tekur nefnilega 5-10 daga að virkja netið í nýja húsinu.... nei, það þarf ekki að leggja símalínuna þangað, hún er til staðar ! Woundering Ég veit ekki af hverju það tekur svona langan tíma en ég vona bara að þið gleymið mér ekki á meðan ! Skjáumst elskurnar, hafið það best, ég ætla að fara að tæma frystiskápinnSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Þurfa þeir að trekkja netið upp með handafli ? Þá er ég alveg að skilja 5-10 daga

Erna Evudóttir, 5.4.2008 kl. 07:21

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hí hí já eða finna það upp

Jónína Dúadóttir, 5.4.2008 kl. 07:50

3 identicon

Frábært til hamingju með THE DAY   Vonandi gengur þetta allt saman vel hjá ykkur og ég hlakka mikið til að kíkja í kaffi til ykkar við færitæki  

Gangi ykkur vel og góða skemmtun...

Jokka (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

5 - 10 daga... hvað á ég að lesa núna?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.4.2008 kl. 14:08

5 Smámynd: Einar Indriðason

Láta senda pizzuna.  (Biðja svo sendilinn að kippa einum kassa með sér úr flutningabílnum.)

Einar Indriðason, 5.4.2008 kl. 17:47

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Niiiinna hvaaaar errtu

Birna Dúadóttir, 5.4.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Júdas

Bíddu aðeins kona...........þú hættir ekkert að blogga bara svona eins og þú ráðir þessu sjálf........eða hvað.    Þú átt nú aðdáendur  

Júdas, 5.4.2008 kl. 18:57

8 Smámynd: Júdas

Dagur eitt,  

Júdas, 6.4.2008 kl. 08:25

9 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til hamingju með að vera orðin laus við gistiheimilisnúmerið og vona að nóttin verði ykkur hugljúf eftir allt pizzuátið!

Já sumarið verður komið og farið áður en maður veit af... er sko strax kominn með kvíða fyrir því að það verði of stutt... þarf helst að mála húsið... klóra alla sólpallana og fleira og síðan má ég nottla ekkert vera að því þar sem við keyptum okkur húsbíl í vetur svo... *** LENGRI SUMUR***...þarf að fá Sturlu lorry-driver í lið með mér 

Skil samt ekkert í skammsýninni hjá þér að hafa ekki pantað bráðabirgða adsl lögn í nýja húið með fyrirvara.... það er óþarfi að taka það út á okkur þó þú seljir eins og eitt gistiheimili

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 6.4.2008 kl. 09:30

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert svo frábær og ég kemst í gott skap við lestur pistlanna þína.

Heljarknús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 10:19

11 Smámynd: Tiger

  Sko! Það er eins og ég vissi - þú ert lengst uppi í sveit einhversstaðar í norðurrassi þar sem engin menning er og ekkert samband við heiminn... vittu til - ég verð lööööööööngu búinn að gleyma þér þegar þú nærð loks sambandi við bloggheima aftur! Lofa því sko!

Ég myndi mæta bílstjóranum með pizzuna á miðri leið og heimta afslátt af heimsendingagjaldinu! Ef hann mótmælir þá bara býður þú uppá súludans eða notar þvottavélabarkann til að vefja um hans barka þar til hann þagnar bara.. *murderwistle*..

Og hvað hefur þú við sumarfrí að gera addna? Reyndu bara að hrista af þér eitthvað fleira en þennan bjévítans hatt sem þú ætlar að taka mörgum sinnum ofan fyrir hinu og þessu - og vertu bara neiked í sumar - þannig séð í fínu að vera svo sem í míníbikiní ef nauðsyn þykir... ég tek ekki hattinn ofan fyrir neinu - enda aldrei með hatt eða húfu - og hárkollan löngu límd á með súperglú. Eigðu góðan dag og nætur góðar í nýja húsinu og til lukku með tilstandið ljúfan.. *knúserí*.

Tiger, 6.4.2008 kl. 11:48

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 6.4.2008 kl. 12:19

13 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þú gætir nú skroppið í Antbókasafnið og komist þar í tölvu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.4.2008 kl. 17:32

14 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þetta er nú ansi langur tími að fá símasamband, ég sem að hélt að allt gengi svo fljótt fyrir sig á Íslandi

Heiður Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 18:03

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með nýja númerið sem þú manst ekki!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.4.2008 kl. 15:12

16 Smámynd: Júdas

Dagur tvö 

Júdas, 7.4.2008 kl. 18:43

17 Smámynd: Tiger

   ... Hver ert þú aftur??? Ég held að ég eigi að kannast eitthvað við þig sko .. ennnn... allavega ... æi skiptir svo sem engu. *yppaöxlumkæruleysislega*...

Tiger, 8.4.2008 kl. 00:30

18 Smámynd: Júdas

Dagur þrjú

Júdas, 8.4.2008 kl. 19:55

19 identicon

Hvað? Hvar er hún? Flytja í nýtt hús og ekkert adsl? Hvernig land er þetta eiginlega?

Mér leiðist kona. Drífðu þig að laga þetta, annars verð ég bara að hringja í þig.

Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:47

20 Smámynd: Birna Dúadóttir

Segðu það nú,hvað er konan að vandra

Birna Dúadóttir, 8.4.2008 kl. 21:16

21 Smámynd: Júdas

Dagur fjögur

Júdas, 9.4.2008 kl. 10:58

22 identicon

Held að mamma mín sé týnd. Í hvern hringir maður þá eiginlega? Björgunarsveitina eða Ghost Busters? 

Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:13

23 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég veðja á Ghost Busters

Erna Evudóttir, 9.4.2008 kl. 16:56

24 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hjálparsveit skáta er að leita að þérþetta var nú sungið hérna i den tid

Birna Dúadóttir, 9.4.2008 kl. 23:17

25 Smámynd: Tiger

  Ehmmm... sko... var að lesa hérna hjá þér í fyrsta skipti - held ég - og var bara að spá í sko - ehh.. hver ert þú? Ertu ný á blogginu eða .... æi skiptir svo sem engu, þekki þig ekkert og man allavega ekki eftir að hafa lesið þig áður - skil samt ekkert í því hvers vegna einhver er að stæla comment frá mér þarna uppi.. það hlýtur einhver að hafa komist inn á accontinn minn til að skrifa hérna *flaut* ömurlegt að rekast svona á einhvern sem maður man ekki eftir eða þekkir ekki.. ekki satt? Ekkert knús fyrst ég man ekkert eftir þér eða þekki þig ekki ... knúsa ekki ókunna!

Tiger, 10.4.2008 kl. 14:53

26 identicon

Blessuð Ninna ég var að finna bloggið þitt og er búin að lesa allar færslurnar og skemmta mér vel hvert ert þú flutt? Bestu kveðjur frá Grenó

Dísa (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:34

27 Smámynd: Júdas

Dagur sex............

Júdas, 11.4.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband