Rangur misskilningur :-)

Nú á ég fullt af nágrönnum, þekki samt engan þeirra ennþá, bara svona að systir konu sem ég vinn hjá býr í númer þetta og ekkja gamals tónlistakennara í númer hitt. Auja systir býr í þarnæstu götu sunnan við og og bróðursonur spúsa og hans kona í næstu götu norðan við. Ég er komin til manna ! Mér leið samt vel uppi í fjallinu og hélt mér gæti ekki liðið betur, en það var rangur misskilningurWink   Hér er allt í næsta nágrenni, sundlaugin sem ég heimsæki þegar fer að hlýna, pizzastaður þangað sem ég sæki sjálf pizzurnar, 10-11 verslunin sem ég kem við í á leið heim úr vinnunni og hárskeri sem ég kem ekkert til með að fara til samt. Svo er meira að segja bar, svona hverfispöbb í sömu byggingu, mér er að vísu alveg sama um hann, en fannst hann bara verða að fá að fljóta með í þessari upptalningu á öllum nýju lífsgæðunum mínumTounge  Það er líka ævintýralega stutt í mörg vinnuhúsin mín, en ég gef mér samt ekki tíma til að labba þangað, ekki enn sem komið er. Dagarnir þessa síðustu viku hafa eiginlega komið mér til að pæla í því hvort ég sé ekki bara eitthvað klikkuð....Whistling Ég vakna klukkan 5 á morgnana, af því að þá er ég bara búin að sofa ! og fæ mér auðvitað kaffi og tek svo til við að pakka upp og koma fyrir og þrífa og fer svo með hangandi haus í vinnuna klukkan 10. Í hádeginu gleymi ég svo að borða þangað til klukkan er alveg að verða 1 og hendi þá bollasúpu í glas og þamba á hlaupum á leiðinni út í bíl, í hálfgerðri fýlu yfir því að vinnan er að trufla mig ! Heim klukkan 3 og beint ofan í næsta kassa eða poka og svo í vinnuna klukkan 5...Shocking Búin að bíða í ofvæni eftir laugardeginum, til að geta fengið frið hérna heima og svo spennt að ég vaknaði löngu fyrir 5LoL  Æi jú, ég sé að ég er hæfilega klikkuð og mér líður rosalega vel með því ! Það situr hrafn á ljósastaur hérna úti, hann biður að heilsa ykkur og það geri ég líka og vona að þið eigið öll dásamlegan dagSmile  Og ekki gleyma að kíkja á Topplistann a la Gunnar... er þetta nokkuð áberandi ?Halo  Dísa mín, Þingvallastræti 32Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

O það er svo gott að vera nettklikkaðurHeld það fari okkur ljómandi vel

Birna Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já það er partur af sjarmanum

Jónína Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 08:21

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ertu nokkuð búin að týna Jóa í öllum tilfæringunum

Birna Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 09:02

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gúdmorning! Bið að heilsa hrafninum og þér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.4.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Ertu að leita að honum í öllum kössunum en vilt bara ekki segja okkur að þú sért búin að týna honum?

Erna Evudóttir, 12.4.2008 kl. 09:24

6 identicon

Takk Ninna mín kannski má maður einhverntíman vera að því að kíkja við en maður er alltaf að flýta sér

g

Dísa (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 09:26

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna: Bíddu... hvar setti ég hann nú aftur... ?

Jóhanna: Gúdmorning tú jú tú og ég skal skila því til krumma

Erna: Er þetta nú ekki óþarfa hnýsni í þér... sko þó hann sé nú mágur þinn sko ha....

Dísa: Kannast við það, en ævinlega velkomin

Jónína Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts aumingja Jói,lokaður niður í pappakassa,þangað til annað verður ákveðið

Birna Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 10:38

9 identicon

Hæ og takk fyrir addið :) vona að allt gangi vel í upppakningum og þú hafir ekki í raun týnt Jóa, ég meina ég sá hann ekki á síðustu æfingu... hmmm..

sendi baráttukveðjur neðan af Eyri

Jokkuz

Jokka (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:52

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna:....þangað til annað verður ákveðið, verður sett í nefnd

Jokka mín: Takk og farðu vel með þig þessi helv... flensa er ekkert grín

Jónína Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 12:30

11 Smámynd: Tiger

  Það er auðvitað nett klikkun að þér sé skemmt yfir því að hverfið nýja hafi pöbba! Greinilegt að þú ert að vakna upp fyrir allar aldir til þess eins að komast á lokamínútur pöbbans - því þá eru allir orðnir svo drukknir að þeir sjá ekki fjallapokakerlinguna læðast inn í síðustu skotin - alger klikkun - þannig séð. Segir okkur svo að þú sért að afpakka og stússast í týnumöllumvallastræti 69...

Auðvitað hlýtur það að vera dásamlegt að hafa allt við hendina eða þannig. Maður finnur vel fyrir því að geta bara hoppað út og verið kominn inn í verslun eftir tvær mín sko .. eða á næsta pizzastað. Í þínum sporum myndi ég ná mér í teygjubyssu og skjóta svarta kvikindið, troða uppstoppunarfroðu í fíbblið og stilla honum svo uppá arinhilluna - alltaf gaman að hafa úppstúppuð kvekendi uppá hillum.

Knús og klemmerí á Pokakeddlingastrætið og reyndu nú að vera til friðs svo þér verði ekki vísað aftur uppí dal og fjöll.. *saklaust bros*.

Tiger, 12.4.2008 kl. 14:38

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni, hvernig vissiruða hik.. ég er ekki með arin... Og saklaust bros hvað, held frekar að þú sért með tvo geislabauga.... einn á hvoru horni eins og einn góður vinur minn lýsti sjálfum sér svo fjálglega

Bestustu kveðjurnar eru héðan úr Týnumöllumvallastræti sixty nine

Jónína Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 17:03

13 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Eigðu góða helgi gullið

Heiður Helgadóttir, 12.4.2008 kl. 22:43

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk ljósið mitt

Jónína Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 22:55

15 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Velkomin "heim"! Var í Heiðardalnum í gær og varð fyrir nettu sjokki sjá:

http://skrifa.blog.is/blog/nenni/entry/505113/

Keyrði meira að segja framhjá húsinu hjá þér og spöguleraði hvort þú væri komin með tengingu

Kv. í Hryðjuverkaland

Þorsteinn Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 00:14

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Steini minn og tek undir þetta með Hriðjuverkalandið Þú fylgist ekki nógu vel með sko, það er laaangt síðan ég komst í samband.... það var á föstudaginn

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband