Gata er ekki það sama og vegur.....

Annar glugginn á tölvuherberginu snýr út að götunni, úbbasía ætlaði að fara að skrifa veginum.... Uppi í fjalli var nefnilega vegur og svo heimreið. Hérna er aftur á móti gata og bílastæði, að vísu er bílastæðið að hluta til lóðin, það er svona að vera að snobba með tvo bíla og það tvo jeppa í þokkabót.... En það kemur til með að lagast, bæði þetta með bílastæðið og jeppa í fleirtölu. Yngri sonur minn sagði okkur daginn sem við fluttum hingað, að nú yrðum við að hætta að leggja bílunum eins og bændurLoL  Aðeins minna pláss hérna en í fjallinu ! Það er að vísu möguleiki að leggja úti á götunni, en þetta er mikil umferðargata og ég treysti ekki alveg öllum þeim sem fara um götuna, fyrir bílunum mínum, breyti frekar allri lóðinni í bílastæði. Það þurfa nefnilega ekki að koma margir gestir og allir auðvitað á bílum, til þess að lóðin sé orðin fullTounge  En það er seinni tíma verkefni, í dag ætla ég að myndast við að setja upp festingar fyrir rimlatjöld í hinn gluggann hérna í tölvuverinuCool Mér tókst næstum þvíhjálparlaust, að setja upp fyrir annan gluggann í gær. Spúsi er búinn að vera með svakalega flensu... hann sem fær aldrei flensu... síðan á þriðjudag og ekki getað lyft höfði frá kodda. Hann er eitthvað að hressast núna og kláraði að festa síðustu skrúfurnar svo ég gæti sett rimlana fyrir gluggann... Hljómar ekkert voðalega huggulega að skrifa þetta svonaGrin  Ég er nefnilega ekkert svakalega flink með borvél og skrúfjárn eru víst löngu komin úr tísku. Slæmt fyrir mig af því að helv... borvélin er svo þung og frekar snúið að koma henni fyrir þarna uppi í horninu á glugganum.... En þetta tekst allt með góðri samvinnu sko ekki milli mín og borvélarinnar alls ekki, heldur mín og spúsaWink  Ég setti mig í pokakellingastellingar í gær og leitaði að leiðbeiningunum sem ég hélt að ættu að fylgja heimasímanum... Það voru engar en ég komst að því í staðinn að ég er eiginlega hálfgerður steinaldarmaður í sambandi við síma ! Málið hjá mér var, að ég vildi fyrst fá són í símann og hringja svo... en það þarf víst ekkert í þessum síma... ég hringi bara... Whistling Yndislegur sunnudagur og sólin löngu komin upp, njótið velSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Stundum er tæknin alveg ljósár á undan manni, skil ekkert í essuVeistu símanúmerið þitt? Ef svo er sendu mér það þá!

Erna Evudóttir, 13.4.2008 kl. 06:58

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyrðu já helduru ekki bara að ég muni númerið og var einmitt að undirbúa að senda það út ! Bara fyrst að fá mér kaffi

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 07:02

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góðan daginn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.4.2008 kl. 09:32

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Gunnar minn

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 10:43

5 identicon

Góðan dag Frú

Jokka (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sömuleiðis góðan dag litli Lazarus

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 11:29

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.4.2008 kl. 12:03

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir innlitið

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 12:13

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gangi ykkur vel að bora og koma ykkur fyrir í nýja húsnæðinu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2008 kl. 12:41

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk heillin góð

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 14:55

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ertu lögst við hliðina á Jóa,í flensu.Þetta kallast meðvirkni

Birna Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 18:53

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Elskan mín, læt sko ekki grípa mig dauða í neinni meðvirkni Jói þykist vera orðinn frískur svo ég sendi hann þá bara með eina rimlagardínuna til að saga aðeins af henni, svo það sé loksins hægt að setja hana upp í borðstofunni Ég hefði sjálfsagt átt að vera lögst í rúmið, búin að vera með hitaslæðing í nokkra daga en hef bara ekki nennt því, en nú held ég að ég fari ekkert í vinnuna á morgun.....

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 19:07

13 Smámynd: Júdas

Farðu vel með þig vina

Júdas, 13.4.2008 kl. 23:20

14 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já Ninna svo voru einu sinni stræti á Akureyri líka... en þeim fer fækkandi... munaði minnstu að ég æki á eitthvað handrið á miðju Þórunnarstrætinu um daginn. Við erum sko að slást fyrir því að vegirnir verði breikkaðir hér á Suðurlandinu... en þið mjókkið þá bara....

Þetta er ekki Innnlit... enda komnar rimlagardínur fyrir alla glugga

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 00:38

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm með þessu áframhaldi verður ekki hægt að kíkja inn um neinn glugga

Birna Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 06:47

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Júdas minn

Steini þú ert óborganlegur

Birna núna eru rimlarnir þó ekki málaðir á gluggana með maskara, eins og á vissum sveitabæ frá í den

Jónína Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband