.... að það eru engar vondar fréttir ! Annars eru héðan svo sem engar fréttir, ekki sem mundu rata í neina fréttamiðla alla vega
Að vísu telst það nú til tíðinda að það er glampandi SÓL úti, jú þetta er örugglega hún og vorið vonandi bara rétt hinum megin við hornið....
Ég veit alltaf hvenær vorið er að koma, vegna þess að þá fer ég alltaf að verð svo skítug undir nöglunum, neglur á fingrum ekki naglar sko skiljiði
Ég einfaldlega elska þetta hús og og þetta umhverfi hérna og ef það er kallað blæti, vandræðalegt nýíslenskt orð sem ég lærði um daginn, þá verður bara að hafa það.... ég er þá með húsogumhverfisblæti...
Spúsi bíður núna í símanum til að fá að tala við heimilislækninn, þessi dásamlega þolinmæði sem hann er búinn að hafa með flensunni sinni undafarna viku er uppurin. Svona satt að segja þá var hann bara svo veikur að hann hafði hvorki þrek né heilsu til að vera óþolinmóður og núna á að taka þetta á hnefanum einn, tveir og þrír og massa þetta bara á síðustu metrunum
Í dag fara líklega síðustu tvö rimlatjöldin upp, fyrir hinn gluggann í tölvuherberginu og fyrir gluggann í borðstofunni og þá er það búið í bili. Ég fer ekkert í vinnuna í dag, viðurkenni vanmátt minn... helv... flensan náði mér
En hún er búin að þurfa að hafa heilmikið fyrir því og ég er búin að vera í verulega heilsuspillandi afneitun síðustu daga, ég rétt hafði mig í kvöldvinnuna í gærkvöldi og hrundi svo gjörsamlega þegar ég loksins komst heim...... Vesalingur af Guðs náð, það er ég ! Njótið dagsins elskurnar í sól eða snjókomu og bara í öllum veðrum







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æh elsku kellingin mín, ömó að vera með flensu fnusss láttu mig vita það
en ég er vonandi að sjá fyrir endann á henni...vona þú verðir snögg að hrista þetta af þér, styttist í að marr kíki á þig í kaffi tíhí...
Jokka (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:28
Láttu þér batna stelpa! - Og mundu bara að vera frekar á sundbol en bikini ef þú skellir þér í sólbað... bara svona uppá að það slái síður að þér
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 09:54
Jokka mín ég er svo eitruð að flensan flýr sjálfsagt fljótlega
Hlakka til að sjá þig 
Geri það Steini minn
Kærar þakkir fyrir þetta góða ráð með sundbolinn
Jónína Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 10:04
Sól og vor í Kef,allavega sól,eða
Birna Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 12:46
Ert´ekki alveg viss ?
Jónína Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 13:20
Og Birna var í sundbol til að það myndi ekki slá aðenni

Erna Evudóttir, 14.4.2008 kl. 16:51
Best að fá sér engifer við flensunni, hún þolir að engan veginn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.4.2008 kl. 18:31
Erna, hún er vonandi komin í fötin núna... eitthvað heyrt frá henni nýlega annars ?
Takk Jóhanna mín, farin að borða engifer
Jónína Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 19:23
Brrr ég fann ekki sundfötin
Birna Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 20:25
Í hverju varstu þá ?
Jónína Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 21:35
Birna Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 22:23
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.