Nenni ekki...

... að skrifa um flensuna mína, hún er baaaara leiðinleg og ekki um fréttirnar heldur, þær eru flestar í besta falli leiðinlegar, í versta falli skelfilegar og sorglegar....Frown  Við fengum góða gesti hingað í gær, eins og alla dagana síðan við fluttum hingað niður í mannabyggðirWink  Takk fyrir komuna Dúna mín og SvenniKissing  Núna erum við í alfaraleið enda við eina mestu umferðargötuna í Slow town. Til þess að þurfa nú ekki að leggja alla lóðina okkar undir bílastæði, þá ætla ég að fara af stað og fara fram á það við framkvæmdarvaldið hérna í  bænum, að það verði máluð hvít lína ca bíllbreidd frá gangstéttinni, svo að það sé hægt að sjá að þetta er ekki 4 akreina gata, heldur eigi og megi leggja við gangstéttina. "Hvernig er það með þig manneskja geturðu bara aldrei verið til friðs ? Allir komnir með króníska gæsahúð þegar þú bjóst uppi í fjallinu, heimtaðir hitt og þetta og ef þú fékkst ekki allt eins og skot, þá hamraðir þú á því þangað til allir gáfust upp og gerðu eins og þú sagðir !" Whistling   Þetta er sem sagt hún ég, að tala við sjálfa migTounge  Ég er alls engin baráttumanneskja í eðli mín, þvert á móti ég er hundlöt og oft svo löt að ég nenni yfirleitt ekki að hafa skoðun á öllum sköpuðum hlutum og málefnum. En sumt má bara einfaldlega betur fara að mínu mati, í kringum mig og þá geri ég eitthvað í að koma lagi á það. Og þó ég fari fram á að fólk vinni hraðar en sniglar við að laga það sem ég vil láta laga, þá er það bara betra fyrir bæjarbatteríið að hrista svolítið upp í liðinu sem vinnur þar. Að vísu er það með oss bæjarstarfsmenn, að við metum Ólimpíuhugsjónina mjög mikils... Ekki endilega málið að vinna, bara að vera meðLoL  Ég er farin að sjá í blómabeð á lóðinni okkar, undir síðasta snjóskaflinum og þar eru að koma upp annað hvort páskaliljur eða túlípanar... Hm... kemur í ljós ég hef aldrei verið mikil blómabeðamanneskja, svo kannski er bílastæði á allri lóðinni ekki svo slæm hugmynd eftir allt saman...... Grin Um daginn sagði mér vinur okkar, eðalbóndi í Borgarfirðinum að vorið kæmi í dag, þriðjudag og ekki lýgur hann ! Gangið glöð inn í vordaginn fyrstaSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Farðu vel með þig flensukona og takk fyrir enn einn góðan pistil.

Knús yfir heiði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir það

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 08:40

3 identicon

Oj bara ömó flensa fnusss...já vorið kemur víst í dag, en eftir hádegi skilst mér.. þannig ég bíð spennt með rauða dregilinn og básúnuleikarana tíhí...

Eigðu góðan dag þú góða frú

Jokka (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 08:41

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Víst ertu blómabeðakona,þú veist bara ekki af því

Birna Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 09:08

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Jokka mín og sömuleiðis

Hvassegiru Birna mín, er ég það ?

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 09:33

6 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Já við héldum líka á Selfossi að vorið væri að koma.. en.. það þarf að moka út í kertagerð svo það sé greiðfært þangað.. það snjóaði nefnilega á Sunnudaginn og það ekkert smá garðurinn er allur í kafi.. ég segi að þetta verði snjólétt vor og sumar.. er ekkert vissum að við verðum laus við snjóinn í sumar...

Helga Auðunsdóttir, 15.4.2008 kl. 10:53

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Slepptu nú blómabeðakonunni út, ekki haldessu inni

Erna Evudóttir, 15.4.2008 kl. 10:55

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helga mín, ég vona líka að sumarið verði snjólétt

Erna, ert´að einelta mig ?

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Já er soldið ein og er að elta þig

Erna Evudóttir, 15.4.2008 kl. 11:45

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Verum tvær saman,komum sterkar inn af kantinum og eineltum blómabeðakonuna

Birna Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 12:28

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jæja... ég elska ykkur líka... man bara ekki alveg í augnablikinu af hverju ég geri það..... 

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 12:52

12 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hef heyrt að maður geti komið út úr skápnum með blómabeðahneigð líka

Jóhanna Pálmadóttir, 15.4.2008 kl. 13:45

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Uss, ekki trúa allri vitleysu sem þú heyrir barnið gott

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 13:47

14 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ja ef þú flettir þessu græna af lóðinni þá er svo sem hægt að leggja uppá bændamátann áfram

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 15:24

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi mig langar einmitt svo til að hafa slatta af þessu græna á lóðinni og líka bílastæði 

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 16:20

16 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Láttu bara malbika bílastæðið og málaðu það svo grænt. Þá ert þú með hvorutveggja, bílastæði og græna litinn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.4.2008 kl. 17:17

17 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þessi síðasta hugmynd,alger snilld

Birna Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 18:28

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Allt er vænt sem vel er grænt ! Elska að sjá krókusana koma uppúr snjónum líka!   Ég er á móti grænu malbiki!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2008 kl. 19:24

19 identicon

Blómabeðahneigð? Held það sé til meðferð við þessu hérna. Ég skrifa þig inn í hvelli. Þá veit ég allavega hvað ég á að gera af þér þegar þið komið í júní. Þú sem ert alltaf að týnast :)

Katrín (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:09

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf, sniðug hugmynd

Jóhanna, ég elska það líka þegar allt fer að gróa en það þarf ekkert endilega að vera í blómabeðum á minni lóð

Dóttir mín, er ég týnd ? Hvar ? Þú þarft ekkert að skrifa mig inn í neina svoleiðis meðferð, ekki trúa frænkum þínum..... þær bulla

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 21:16

21 Smámynd: Júdas

Láttu þér batna kona og láttu frostrósirnar duga......

Júdas, 15.4.2008 kl. 21:17

22 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vinn í því Júdas minn, en veistu hér eru engar frostrósir, hér er alveg að koma vor

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 22:10

23 Smámynd: Tiger

  Ussfruzz .. alltaf sama heimtunarfrekjan, þannig séð. Búin að fá fína kjallarakompu í SúluTapaÖllustræti sixtynine, fékkst súlu og græna eldhúsinnréttingu, færð innbyggðar græjur í batteríið - kannski - ert komin með pizzastað á hornið - bar á hitt hornið - bónus í seilingafjarlægð og hárskera, sem þú notar víst ekki, líka í næstu götu - fullt af góðum vinum í heimsókn og líka einhverjar óvelkomnar vinkonur sem heita flenza og pest ... og svo heimtar þú líka hvíta línu út á götu til að sýna öllum veldið á pokakerlingunni úr fjöllunum - að þarna megi sko allir bílarnir parkeraast!

  <------- nákvæmlega þetta myndi ég segja við þig ef þú værir pokakarl - og hættezzu svo kvarterí og kveini - ella mun framvarðasveit löghlýðinna og vælulausir borgarar þarna í þorpinu senda þig aftur í poka eða í það minnsta aftur á fjöll - grílan þín.

Annars ætlaði ég bara að segja knúserí og klemmerí á þig ljúfan og eigðu skelfilega hræðilega góða nótt - og ómannúðlega yndælan dag á morgun. *saklaust bros hinu megin við heiðina*...

Tiger, 16.4.2008 kl. 04:42

24 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn.... mig skortir orð.... En takk samt

Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 05:56

25 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband