Hið ljúfa líf Lúkasar....

Þegar við vorum búin að selja Fjallakofann og kaupa hérna niðri í mannabyggðum, þá var spurning hvað átti að gera í málefnum heimiliskattarins, hans LúkasarWoundering Ég tók að vel athuguðu máli, þá fjarskalega vandlega ígrunduðu ákvörðun, að láta lóga honum, frekar en að eiga það á hættu að hann mundi sturlast af hræðslu og stinga af frá nýja heimilinu og leggjast útCool Hann er orðinn 5 ára og aldrei búið annarsstaðar en uppi í fjallinu í rólegheitum og varla nokkurri umferð. Þegar til átti að taka, þá rann ég auðvitað á rassg... með þessa fjarskalega vel ígrunduðu ákvörðun mína og Lúkas býr líka hérna í draumahúsinu, hann hefur þvottahúsið og kjallarann alveg fyrir sig. Það eru 10 dagar síðan við fluttum hingað og í fyrradag þorði hann í fyrsta skipti út bakdyramegin, út á pallinn og sat þar alveg í eina og hálfa mínútu. Í gær fór hann niður í fyrstu tröppuna af þremur, óvenju langt stopp í það skiptið, líklega um það bil 3 mínúturWink  Í morgun fór hann þessi hugrakki köttur, alla 10 metrana yfir að næsta húsi og til baka. Ég var satt að segja farin að hafa áhyggjur af því að hann væri búin að einsetja sér það að verða inniköttur, það sem eftir væri ævinnar, sem hefndarráðstöfun fyrir allt þetta raskDevil  Yngri sonur minn fór með hann til dýralæknis á mánudaginn, þar fékk hann sprautur og þetta þarna með helv... búrið er auðvitað óþolandiAngry Ég held að sú ferð hafi sýnt honum fram á, að líklega eru til verri staðir en þetta nýja hús sem honum er boðið uppáTounge  Ég var líka að hafa áhyggjur af skallablettum sem hann var kominn með á bakið, sköllóttur köttur... alls ekki normalPinch En það er víst bara stress í honum að sleikja af sér hárið á bakinu og það lagast þegar hann venst öllu hérna. Njótið vordagsins elskurnar, ég ætla að fara að gefa ketti meðal við hárlosiSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Kannski er skalli bara í ættinni hjá honum.Hefurðu hitt pabbans

Birna Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 07:45

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei, ég hitti bara mömmuna og gleymdi auðvitað alveg að spyrja hana um þetta

Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 07:47

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Omega 3, akkúrat það sem ég var að gefa honum Takk og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 08:02

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Það er víst líka gott fyrir hjartað

Erna Evudóttir, 16.4.2008 kl. 08:07

5 identicon

Ég er búin að flytja með mína ketti út og suður og það er ótrúlegt hvað þeir venjast þessar elskur  síðast þegar við fluttum þá lagðist sá elsti út í 50 daga!! Ég var alveg búin að afskrifa hann þegar hann fannst, en óskaplega var það hamingjusamur köttur sem kom heim það kvöld  og hefur ekki farið síðan tíhí...

sendi baráttukveðjur neðan af eyri

Jokka (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já og honum veitir sannarlega ekki af einhverju hjartastyrkjandi

Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 08:12

7 Smámynd: Einar Indriðason

Af öllum þeim nöfnum sem þú gast valið, þá þurfti það að vera LÚKAS!!  Lærðirðu ekkert af "Stóra-Lúkasar málinu" núna síðasta sumar?

En... kannski nær hann að aðlagast.

Einar Indriðason, 16.4.2008 kl. 08:53

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín, takk fyrir komuna

Einar minn, kisi er orðinn 5 eða 6 ára og fékk nafnið 6 vikna gamall  Aaaðeins styttra síðan Stóra Lúkasarmálið var í gangi Lúkas minn reddar´essu

Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 12:09

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Hann á eftir að venjast nýja staðnum, vittu til

Heiður Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 16:59

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já alveg örugglega

Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 19:57

11 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Hundurinn okkar er einmitt svona "fyrrverandinæstumþvíbúiðaðlógahundur" sem við aumkuðum okkur yfir þrátt fyrir að hafa verið fyrir löngu búinn að ákveða að vera aldrei aftur með hund svo þú ert ekki ein um að skipta um skoðanir

Ég man nú ekki eftir því að nokkur maður hafi haft af því sérstakar áhyggjur þegar hárið á mér fór að þynnast - Synd að vera ekki köttur

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 16.4.2008 kl. 20:17

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Lucky Luke! .. Ég hef aldrei verið með kött, er meiri hundakona. Dóttir mín var þó með tvo ketti í henni Danmörku og var annar þeirra eins og hundur! .. Þ.e.a.s. hegðaði sér sem slíkur, enda var gagnkvæm hrifning okkar á milli!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2008 kl. 21:05

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steini minn, ég skal gefa þér af meðalinu hans Lúkasar

Jóhanna, ég er líka meira fyrir hunda Lukas kom til okkar í fjallinu af því að þar voru mýs. Sem sagt vinnudýr

Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 21:57

14 Smámynd: Tiger

  Ok, nú ertu komin í ómenninguna með öllum ósómanum sem því fylgir - hvort sem þú ert pokakerla, köttur eða mús...

Auðvitað nauðsynlegt að bólusetja blessað ljónið áður en það fer að djammast á nágrannakisunum, hver veit hvar þær hafa verið sko! *flaut*. Málið er bara að passa að dýrið gangi ekki laust eftir að útgöngubann er komið á - sem ég vona að þú setjir auðvitað, komin í pöbba- og djammerís seilinganálægð. Vittu til, kvikendið á eftir að elska nýja staðinn - enda hefur hann þig þarna líka - svo hvað gæti hann þurft meira? Jújú - auðvitað læðurnar en so what ....

  Hárleysið ... ja ... stundum er það hálfóútskýranlegt en stundum á það sér ótrúlega eðlilega skýringu sem gæti falist í mataræði. Læðan mín missti einmitt hárflekk og varð sköllótt á hnakkanum (ímyndaðu þér sko - konudýrið hárlaust - þvílík skömm í kattasamfélaginu og hún svona loðin og hárprúð yfir höfuð). Málið var að ég komst að því að glugginn sem ég ákvað að láta hana fara út og inn um - reyndist of lítið opinn svo hún rakst alltaf uppí hann þegar hún stökk inn og meiri og meiri skalli birtist. Minn fljótur náttla að skipta um græjur í glugganum og opna hann þannig að hestur kemst núna vandræðalaust inn í svefnherbergið mitt.. *dæsss*. Knús á þig elskulegust pokakerlingin sem ert svo hjartaljúf og dýragóð.

Tiger, 17.4.2008 kl. 01:06

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ertu búinn að fá marga hesta inn á koddann þinn ?

Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 07:32

16 Smámynd: Birna Dúadóttir

Lúkas sköllóttur á djamminu,já

Birna Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 07:43

17 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég flutti til Svíþjóðar 1989... þarna kom skýringin á því af hverju ég er sköllóttur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband