Stundum, en bara stundum, ok kannski svolítið oft... er ég svona dulítið fljótfær. Og hugsa ekkert allt of marga leiki fram í tímann, sem ég vil þó helst gera. Í gær var ég að stynja yfir því með sjálfri mér, að vegna helv.... flensunnar værum við orðin viku á eftir áætlun með lagfæringarnar í húsinu okkar
Svooo fór ég að hugsa aðeins... ehh viku... sko við ætlum að búa hérna það sem eftir er ævinnar... hvað er ein vika á milli vina ? Það er nú hægt að ergja sig yfir öllu mögulegu....
Ég þoli alls ekki þegar ég er veik og á það til að vera geðvond, yfir því að geta ekki gert allt sem ég vil gera...
Það stendur nú yfirleitt ekki lengi samt, vegna þess að ég er svo heppin að það er alltaf eitthvað til að hrista upp í þessari vanþakklátu frekjudollu hérna, sem er ég....
Mágur minn kom hérna í gær og bara að hitta hann er nóg til að ég þakka fyrir að fá að vera bara með flensuskít ! Hann fékk slæmt heilablóðfall 58 ára gamall og er ónýtur hægra megin. Hann er jákvæðasta og duglegasta manneskja sem ég þekki, að öllum öðrum ólöstuðum
Hann lætur sko ekkert stoppa sig í því sem hann vill gera, kemst þó hægt fari ! Og ef hann getur ekki séð eitthvað gott út úr einhverju, þá er það bara vegna þess að það er alls ekki hægt, sumt er því miður þannig. Hann horfir alltaf bara á allt það góða í öllu og öllum og fær mig, líkamlega heilbrigða, vanþakkláta frekjudollu með smá flensuskít til að roðna af skömm. Og það er virkilega gott á mig, mér batnar nefnilega, en ekki honum ! Þó svo að taki mig til dæmis tvo daga að setja saman nokkra borðstofustóla, sem tæki mig annars tvo tíma.... Skammastu þín stelpa og segðu ekki nokkrum manni frá þessu
Verum góð og brosum fallega framan í alla, sérstaklega þá sem eiga það síst skilið, vegna þess að það er einmitt fólkið sem þarf mest á brosi að halda







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir heillin
Mér finnst sko kollurinn á mér alls ekkert alltaf vera í góðu lagi......
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 08:36
Er það núna sem ég þegi?

Jóhanna Pálmadóttir, 17.4.2008 kl. 08:41
Já maður má vera þakklátur
fyrir allt sem maður hefur. Takk fyrir mig í gær, notalegt að koma til þín, sjáumst fljótt aftur!
Kv af Eyrinni
Jokka (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 09:00
Já, Eva Jóhanna Pálmadóttir Svedjehed, það er akkúrat núna sem þú þegir

Jokka mín, takk fyrir komuna, þú ert góður gestur og farðu nú varlega
Við sjáumst !
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 09:09
Mamma segir það að Jóka eigi alltaf að segja það sem henni finnst,ég sagði ekki neitt
Birna Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 12:18
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 13:18
Jákvæðni er fín, í hófi
Nei í alvöru, það er svona sem maður þarf að hugsa, maður eyðir alltof miklum tíma í neikvæðni
Erna Evudóttir, 17.4.2008 kl. 14:31
Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 15:42
Jamm maður lærir að verða þakklátur þegar aðrir sem eru mun verra staddir en maður sjálfur, ég lærði það á Reykjalundi að vera þakklát fyrir að vera með kollinn í lagi, þó skrokkurinn væri í frí
já það er líka allt í lagi að pirra sig á hlutunum. Ég geri það oft þó ég viti betur.. fæ útrás við það og það er bara gott
Helga Auðunsdóttir, 17.4.2008 kl. 18:23
Takk heillin, gott að fá stuðning
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 18:46
Það er alltaf einhver sem að hefur það ennþá verra. Knús
Heiður Helgadóttir, 17.4.2008 kl. 22:44
Já því miður.....
Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 05:35
Maður hefur alltaf gott af því öðru hvoru í lífinu að vera innan um eða vinna með þeim sem t.d. hafa staðið í langvarandi veikindum eða eru með ólæknandi sjúkdóma - maður skilur þá betur og metur betur það sem maður hefur sjálfur og getur sjálfur gert. Svo margir sem geta ekki einu sinni matað sig eða klætt, labbað eða það sem við hin teljum svo sjálfsagt. Við þroskumst við að umgangast þá sem eiga bágt. Jákvæðni er dásamlegt veganesti inní alla daga og ætti engin að fara án slíks veganestis út á morgnanna. knús á þig Geðvonda pokamær - sem ert mér svo kær ... þannig séð!
Tiger, 18.4.2008 kl. 18:15
Sömuleiðis elskulegur, þú ert jákvæðasta og glaðlegasta fígúran í flórunni
Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 22:55
Flott færsla eins og venjulega...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.