Sumir dagar....

... eru bestir þegar þeir eru orðnir "í gær" eða "þarna einhvertímann um daginn" eða "fyrir löngu síðan" ! WinkÞað var eiginlega nokkuð sama hvað ég reyndi að taka mér fyrir hendur í gær, það virtist  flest dæmt til að mistakast.... Ég stóð í þeirri meiningu að ég væri einhverskonar Súper- eða Batvúman og ætlaði að storma í að setja saman skáp sem við keyptum í borðstofuna. Ha ha fyndið... ég gat ekki einu sinni dregið annan kassann fram úr herberginu og það var sá minni ! Jæja, það var svo gott veður að ég stóðst ekki freistinguna og fór út á lóð og datt þá í hug að raða saman þessari forláta en þó greinilega eldgömlu ruslatunnu, sem stendur eiginlega hálfuppgefin á lóðinni hérna. Það var nú þrautin þyngri, það þarf að sjóða á hana lokið og berja pokagrindina til, svo hún passi aftur ofaní tunnuna. Sleppa því.... GetLostVið eigum helling af textum inni í tölvunni og vinkonu mína vantaði tvo texta og þá akkúrat þessa tvo sem ég fann alls ekki. Hm... gleyma því.... Whistling  Ég datt þá um nýja snúrubandið sem á að fara á hringsnúruna og fór í úlpu til að drífa nú í því.... en þá er auðvitað hnédjúpur snjór bak við hús og klossarnir mínir ná ekki einu sinni upp í ökkla.... Geyma það til 17.júní bara.... ShockingÉg var svo í því óttalega verkefni að gera rétthafabreytingu á léninu fyrir heimasíðuna, sem við vorum með fyrir gistiheimilið og gaf upp vitlaust e-meil svo að það tók hellingstíma og vesen að breyta því..... BlushHvað sagði fólk áður en orðið "rétthafabreyting" var fundið upp ? Kannski bara "breyta nafninu á..." ? Það eru sko gerðar rétthafabreytingar, á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum núorðið og skilur enginn um hvað ég er að tala þegar ég stama eins og fárfróð sveitastelpa að ég ætli að breyta nafninu á..... Grin Gærdagurinn var fínn og þá kannski aðallega af því að hann er búinnTounge Það verða ekki gerðar neinar rétthafabreytingar á þessu bloggi í fyrirsjáanlegri framtíð og með það í veganesti sendi ég ykkur út í þennan dásamlegan dagSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir, mér finnst allt stefna í það

Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 07:39

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Maður bara verður að eiga einn svona dag,annað slagið.Þá kann maður svo vel að meta hina

Birna Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 07:42

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alveg rétt, súrt með sætu...

Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 07:45

4 identicon

Æh þoli ekki sollis daga, eins gott hann var í gær en ekki í dag...

Jokka (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Dagurinn í dag verður góður dagur, dagurinn á morgun ennþá betri

Heiður Helgadóttir, 18.4.2008 kl. 09:57

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín, ég er voða fegin að hann var í gær

Heidi, ég vona að það verði svoleiðis hjá þér líka

Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 12:11

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sumir dagar eru hreint ótrúlegir. Ekkert virðist ganga upp. Gott þegar þeir eru liðnir, er þá ekki bara hægt að hlægja að þeim. Eigðu góðan dag í dag.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:17

8 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

haha one of these days *LOL* já það er bara sumir dagar sem eiga að falla í gleymsku og það sem fyrst :)

Helga Auðunsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:53

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú syngur s.s. ekki: "Yesterday, all my troubles seemed so far away"..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.4.2008 kl. 13:51

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf: Takk fyrir þaðDagurinn í dag er búinn að vera frábær eins og flestir mínir dagar reyndar

Helga: Jahá einn af þeim sko..... annars er ég strax búin að gleyma honum

Jóhanna: Neeeeeei, aldeilis þvert á það þá

Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 14:58

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Oh hún Ninna syngur víst,í sturtunni,þegar hún gefur kettinum,þegar hún gefur Jóa,þegar hún er að baka.....Af hverju gafstu Jóa

Birna Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 17:40

12 Smámynd: Tiger

  Sko, Geðvonda óþekka sveitapokakerling... sumum er það bara ekki gefið að láta hlutina ganga upp og þú verður bara að sætta þig við það lambið mitt. Skrítnar skrúfur og það allt dæmi sko...

Ég myndi bara vera kát(ur) yfir því að dagurinn var ekki verri en raun bar vitni - hefði getað verið miklu verri sko! Kötturinn sköllótti hefði getað komist í hárkollurnar þínar, þér hefði getað verið sagt að græna eldhúsinnréttingin væri friðuð og þú mættir ekki rífana niður, pöbbinn hefði getað verið uppí fjöllum, Súlan hefði getað verið mín en ekki þín ... og svo frv. Svo þú sérð að dagurinn var bara alls ekki svo terrible - so tú spík.

  Málið er bara að næst þegar allt gengur á afturfótunum - að taka því eins og sönn pokakerling - fara uppá aðra hæð og hoppa út um gluggann - í skabblinn sem er á bakvið hús og láta sig bara sökkva þar niður þar til allt lagast. Svo er náttla alltaf hægt að lesa bara bloggið mitt bara - klikkar ekki sko! Líkt og ég geri þegar ég er stúpidlý dáwn kíki ég á þig og þá sé ég hve miklu flottari .... ok ég skal ekki klára þetta, ekki á það bætandi sko hjá þér. Knús í pokann þinn ljúfan Geðvonda og vonandi muntu eiga helgi fulla af uppákomum sem allar kallast ljúfar og rómantískar.. ;)

Tiger, 18.4.2008 kl. 18:29

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Átti ég ekkert að gefa Jóa ? Óh shit gamla konan sem ég gaf hann, verður voða sorry þegar ég tek hann aftur......

Högni minn: Þetta var einn af betri vondum dögum hjá mér og ég gæti alveg sagt þér ef ég vildi, en ég vil það bara ekki, að ég les bloggið þitt þegar ég er ekki alveg eins kát og ég á að mér.....Megi helgin verða þér ljúfari en allt ljúft

Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 22:49

14 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ertu búin að fá boðskortið?

Birna Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 00:16

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já já Birna mín, ég fékk það bara strax daginn eftir og var búin að skrifa það í athugasemd hjá þér

Jónína Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 08:23

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband