Fór til læknis á fimmtudaginn, ekki svo sem í frásögur færandi.... En að gömlum og góðum sveitasið notaði ég auðvitað ferðina og var með þrennt sem ég vildi tala um við hann. Fyrst var það nú þetta og hann gaf mér upp nafn á kvensjúkdómalækni... Svo er það þetta og hann gaf mér upp nafn á lýtalækni.... Og að síðustu var það svo þetta og hann gaf mér upp nafn á bæklunarlækni.... Svo fór hann að skellihlæja og sagði að það mætti halda að hann vildi ekkert fyrir mig gera sjálfur, bara reyna að senda mig í burtu í allar áttir Hann þekkir mig orðið það vel að hann veit alveg að það virkar ekkert að segja mér að "sjá til". Ég nefnilega borga ekki þúsundkall fyrir það eitt að láta segja mér að "sjá til", ég geri það bara algerlega ókeypis heima hjá mér og fer svo og borga þúsundkall fyrir almennileg svör og úrræði, sem ég svo auðvitað fékk
Nú er tjaldvagninn okkar komin hingað heim á lóðina og líka blómakerin og ýmislegt sem við náðum ekki um daginn, allt frosið fast þá. Held við séum þá loksins alveg búin að flytja og allt að komast í eðlilegt horf og í dag byrjum við að rífa út úr eldhúsinu. Sögnin að rífa hljómar ferlega dugnaðarlega en við komum bara til með að skrúfa þetta allt saman, mjög settlega af veggjunum Ég veit ekki hvað ég er búin að fara margar ferðir í byggingavöruverslun til að kaupa útihitamæli, en hann er ekki kominn enn
Í gær kom ég heim með ruslatunnu og garðslöngu í svakaflottri svona kerru, en engan hitamæli, svo ég get bara ekki séð hvað það var mikið frost í nótt.... Ekki að það geri mikið til, alveg sama þó það sé bara ein gráða það er of kalt fyrir mig, af því að það heitir frost
Gangið glöð inn í góðan dag og gangi ykkur allt vel, sem þið takið ykkur fyrir hendur
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virðist vera sem að þetta verði góður dagur hjá þér gæskan.
Heiður Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 09:19
Jæja góðan daginn
Birna Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 10:03
Takk elskurna mínar allar
Jónína Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 10:21
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 11:42
Njóttu dagsins. Ekki er nú amalegt veðrið.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.4.2008 kl. 12:58
Tiger, 19.4.2008 kl. 13:36
Birna Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 16:36
Mikið eruð þið dugleg þarna uppfrá! Verður gaman að sjá eldhúsið þegar því verður lokið, verður ekki vígsla með borða og hljómsveit? tíhí
allavega kem ég fljótlega til að kíkja á framkvæmdir...
knús úr sól og vori á Eyrinni
Jokka (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:09
Var með stimpilkort í Byko hér fyrir tveimur árum - alltaf að ,,sækja" eitthvað nýtt. Úff..það er meira en að segja það að standsetja heimili. Mig langar að gera extreme makeover á svefniherberginu en er enn með ,,cold feet" því ég nenni ekki að fara að mála o.s.frv., eins og mér þótti það alltaf gaman!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.4.2008 kl. 18:08
Gunnar:
Högni minn: Ég skal fara hljóðlega, ekki vil ég fyrir nokkurn mun láta senda mig suður
Knús á þig líka
Ólöf: Ég naut hans svo sannarlega, dásamlegt veður já og það væri gaman ef þú mundir nú kíkja á mig hérna
Birna mín:
Hann er góður
Jokka mín: Láttu sjá þig
Jóhanna: Mér finnst ekkert gaman að mála... en það er svo gaman þegar það er búið og allt orðið fínt
Jónína Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.