Laugardagssólin !

Fór til læknis á fimmtudaginn, ekki svo sem í frásögur færandi.... En að gömlum og góðum sveitasið notaði ég auðvitað ferðina og var með þrennt sem ég vildi tala um við hann. Fyrst var það nú þetta og hann gaf mér upp nafn á kvensjúkdómalækni... Svo er það þetta og hann gaf mér upp nafn á lýtalækni.... Og að síðustu var það svo þetta og hann gaf mér upp nafn á bæklunarlækni.... Svo fór hann að skellihlæja og sagði að það mætti halda að hann vildi ekkert fyrir mig gera sjálfur, bara reyna að senda mig í burtu í allar áttirTounge Hann þekkir mig orðið það vel að hann veit alveg að það virkar ekkert að segja mér að "sjá til". Ég nefnilega borga ekki þúsundkall fyrir það eitt að láta segja mér að "sjá til", ég geri það bara algerlega ókeypis heima hjá mér og fer svo og borga þúsundkall fyrir almennileg svör og úrræði, sem ég svo auðvitað fékkGrin

Nú er tjaldvagninn okkar komin hingað heim á lóðina og líka blómakerin og ýmislegt sem við náðum ekki um daginn, allt frosið fast þá. Held við séum þá loksins alveg búin að flytja og allt að komast í eðlilegt horf og í dag byrjum við að rífa út úr eldhúsinu. Sögnin að rífa hljómar ferlega dugnaðarlega en við komum bara til með að skrúfa þetta allt saman, mjög settlega af veggjunumWink Ég veit ekki hvað ég er búin að fara margar ferðir í byggingavöruverslun til að kaupa útihitamæli, en hann er ekki kominn ennWhistling Í gær kom ég heim með ruslatunnu og garðslöngu í svakaflottri svona kerru, en engan hitamæli, svo ég get bara ekki séð hvað það var mikið frost í nótt.... Ekki að það geri mikið til, alveg sama þó það sé bara ein gráða það er of kalt fyrir mig, af því að það heitir frostShockingGangið glöð inn í góðan dag og gangi ykkur allt vel, sem þið takið ykkur fyrir hendurSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Virðist vera sem að þetta verði góður dagur hjá þér gæskan.

Heiður Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jæja góðan daginn

Birna Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk elskurna mínar allar

Jónína Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 11:42

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Njóttu dagsins. Ekki er nú amalegt veðrið.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.4.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: Tiger

  Uss já .. sumir læknar eru hreinustu galdramenn og er lagið að hreinlega töfra burtu allt það sem er miður. En, margir læknar eru samt til sem virkilega ekkert eru að gera nema taka við peningunum okkar. Fyrir nokkrum árum flutti móðir mín, hún fór á heilsugæsluna í sínu hverfi til að festa sér "heimilislækni". Það fyrsta sem læknirinn segir við hana er: "ég vona að þú sért ekki einhver vandamálasjúklingur".. oftar en ekki hefur móðir mín þurft að leita til gamla læknisins sem hún var áður hjá - og ætíð fær hún fullkomna þjónustu hjá honum. Spurning um hvort sumir læknar séu "ekkifærirumaðleysaminnstuvandamálin" og séu ekki að standa sig sem læknar .. en móðir mín er sjúklingur en fer aldrei til læknis fyrr en í síðustu lög!

  Ég gruna nú bara að þú sért haldin ákveðnu kaupæðissyndrúmi og notir þér það sem afsökun að þú þurfir hitamæli - til þess að fara og kaupa fulla kerru af hinu og þessu. Hvernig er það? Ertu ekki pokakerling? Þurfa Pokakerlur kerrur undir hitt og þetta - á hún ekki nóg af pokum?

  Gott að vita að þú ert ekki líka haldin hamarssyndrúmi. Það væri óendanlega leitt ef þú værir það og kæmist í hamar og hálfmótað húsnæði. Vissulega er gott að heyra að þú ætlir að vera voða settleg og bara skrúf-it í sundur, það sem þarf á slíkri meðferð að halda.

  Málið er að vera róleg svo nágrannar verði ekki kolbrjál... og sendi þig bara aftur uppí fjöll - eða  það sem verra væri - hingað suður. Knús í hlánandi veðurfar þarna norðan heiða og njóttu þess að sjá allt losna undan frosthörkunum.. *bros*.

Tiger, 19.4.2008 kl. 13:36

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 16:36

8 identicon

Mikið eruð þið dugleg þarna uppfrá! Verður gaman að sjá eldhúsið þegar því verður lokið, verður ekki vígsla með borða og hljómsveit? tíhí  allavega kem ég fljótlega til að kíkja á framkvæmdir...

knús úr sól og vori á Eyrinni

Jokka (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:09

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var með stimpilkort í Byko hér fyrir tveimur árum - alltaf að ,,sækja" eitthvað nýtt. Úff..það er meira en að segja það að standsetja heimili. Mig langar að gera extreme makeover á svefniherberginu en er enn með ,,cold feet" því ég nenni ekki að fara að mála o.s.frv., eins og mér þótti það alltaf gaman!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.4.2008 kl. 18:08

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar:

Högni minn: Ég skal fara hljóðlega, ekki vil ég fyrir nokkurn mun láta senda mig suðurKnús á þig líka

Ólöf: Ég naut hans svo sannarlega, dásamlegt veður já og það væri gaman ef þú mundir nú kíkja á mig hérna

Birna mín:  Hann er góður

Jokka mín: Láttu sjá þig

Jóhanna: Mér finnst ekkert gaman að mála... en það er svo gaman þegar það er búið og allt orðið fínt

Jónína Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband