Eldhúsið okkar varð alltaf flottara og flottara við hvern skáp, sem við burðuðumst með út á stétt og núna er það galtómt.... Gangstéttin fylltist að sama skapi af skápum og hinu og þessu dóti sem yfirleitt er haft inni í eldhúsum....
Hrikalega gaman og við þurftum svo ekkert að hafa fyrir því að keyra þetta í burtu, það komu hérna ung hjón sem voru að kaupa sér hús í vetur og hirtu allt saman ! Frábært ! Gamla parketið fer út í dag og þá er hægt að fara að rétta gólfið og setja svo á það nýtt gólfefni og og og og.... loksins farið að hilla undir nýtt eldhús
Það eru að vísu nokkrir snúningar við að fara fram í þvottahús til að fylla á kaffikönnuna og þar verður líka vaskað upp næstu vikurnar, nema ég láti bara tengja nýju uppþvottavélina úti á lóð. Ég verð nú að trúa ykkur fyrir því að það er svolítið spennandi hugmynd, uppþvottavélin á sólpallinum...en svo verð ég líka að trúa ykkur fyrir öðru: hinum helmingnum af okkur hjónunum finnst það alveg örugglega ekki eins góð hugmynd....
Jæja það gerir ekkert til, það er ekki það versta sem komið getur fyrir mig að þurfa að vaska upp í nokkrar vikur, bara það næstversta ! Ég alveg dýrka svona heimilistæki sem vinna húsverkin fyrir mig og var alveg ákveðin í að kaupa mér sjálfvirka ryksugu, en komst að því mér til mikillar armæðu að þær eru ekki ennþá orðnar nógu fullkomnar til að komast yfir þröskulda...
Skandall ! En um leið og þær eru orðnar svo fullkomnar að þær geta trítlað yfir þröskuldana og jafnvel lagað aðeins til líka..... Það kostar ekkert að láta sig dreyma, nema smáóþægindi þegar draumurinn breytist í martröð....
Gangið glaðbeitt inn í sælan sunnudag og njótið vorsins
Og kíkið á Topplistann hans Gunnars, hann er alltaf að endurbæta hann þessi snillingur
Flokkur: Bloggar | 20.4.2008 | 06:31 (breytt kl. 06:44) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig hefur lengi dreymt um svona apparat, sem að þrífur fyrir mig, á meðan gæti ég fengið mér kaffibolla, og slappað af. Eigðu góðan sunnudag, hér í Malmö skín sólin
Heiður Helgadóttir, 20.4.2008 kl. 08:40
Ég kikti á síðuna hjá honum, en botna ekkert í vinsældalistanum
Heiður Helgadóttir, 20.4.2008 kl. 08:43
Jæja góðan og blessaðan sunnudaginn.Uppþvottavél á pallinum,líst vel á það
Birna Dúadóttir, 20.4.2008 kl. 08:57
Ég öfunda þig af því að vera að fá nýtt eldhús! .. Mig langar í eitt stykki. En þar sem ég er með króníska tækjadellu þá er ég auðvitað búin að fjárfesta í einum Robba ryksugu og hann kemst yfir þröskulda sá gaur! .. Eina sem hann getur ekki ryksugað hér er stiginn! Hann er að vísu keyptur í Ameríku - en ég held að hann fáist hér.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.4.2008 kl. 09:52
Robbi að ryksuga
Erna Evudóttir, 20.4.2008 kl. 10:53
Jónína: Takk fyrir hrósið
Heidi: Smelltu á þetta!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 11:20
Ég hef séð svona róbót að störfum og þvílíkur hávaði í þessu!! Það er ekki hægt að vera í sama herbergi og hann...
en að öðru leyti er þetta örugglega þarfaþing
tíhí...
eigðu góðan dag!!
Kveðja af Eyrinni
Jokka (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 11:37
Yndislegt að fá nýtt eldhús, stóðum í þessu fyrir tveimur árum og ég fíla það enn sem splúnku nýtt. bara draumur að hafa eldhús hannað að mínum þörfum, Til hamingju með þessa framkvæmd,
kær kv frá Selfossi
Helga Auðunsdóttir, 20.4.2008 kl. 13:31
Hedi: Njóttu sólarinnar, hún er hjá mér líka
Birna: Já finnst þér það ekki bara sniðugt
Jóhanna: Til hamingju með Robbann
Erna: það er ekki Robbi bróðir sko
Jokka: heldur maður ekki bara fyrir eyrun, ég meina hann er að nú þrífa fyrir mann
Búkolla: Takk heillin og drífðu þig að byrja á nýju eldhúsi, það er gaman
Helga: Til lukku með það og takk fyrir
Gunnar: þú átt það skilið
Jónína Dúadóttir, 20.4.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.